Leita í fréttum mbl.is

Aðför heilbrigðisráðherra að landsbyggðinni byggð á vitleysu

Í kvöld var mjög áhugavert viðtal við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing í Návíginu hjá Þórhalli Gunnarssyni.  Útreikningar Guðrúnar Bryndísar sína svart á hvítu að með niðurskurði á sjúkrahúsum vítt og breitt um landið sem framkvæma einfaldar aðgerðir með litlum viðbúnaði og flytja sömu aðgerðir inn á hátækni háskólasjúkrahús er verið að auka kostnað en ekki minnka.  Þetta liggur í sjálfu sér í augum uppi ef málið er skoðað enda hefur heilbrigðisráðherra Guðbjartur ekki getað sýnt fram á nokkra útreikninga sem hrekja rök Guðrúnar Bryndísar og annarra sem hafa leyft sér að efast um undarlegan sparnað Samfylkingarinnar.

Fyrr í kvöld samþykktu allir sveitarstjórnarfulltrúar í Skagafirði nema sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar ályktun, þar sem lýst var m.a. undrun yfir því að Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra mætti ekki á fund með sveitarstjórninni  þar sem að hann gerði grein fyrir þeim útreikningum og rökum liggja að baki harkalegri aðför hans að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Rétt er að taka það fram að í máli fulltrúa Samfylkingarinnar kom ekki fram að hún væri efnislega mótfallin efni samþykktarinnar heldur gat hún af tæknilegum ástæðum ekki veitt henni atkvæði sitt.

Í Návíginu kom fram skýring á því hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn treyst sér á fund en hann hefur auglljóslega engin haldbær rök með sér í farteskinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Af tæknilegum ástæðum...?

Haraldur Rafn Ingvason, 2.11.2010 kl. 22:58

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já það var gerð nokkuð löng bókun um málið sem snérist um hvernig ætti að standa að boðun funda og kynningu mála sem væru á dagskrá hverju sinni.

Sigurjón Þórðarson, 2.11.2010 kl. 23:03

3 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Alveg mögnuð " rök " hjá þessum manni....

http://gebbo.blog.is/blog/gebbo/entry/1111473/

Gísli Birgir Ómarsson, 2.11.2010 kl. 23:20

4 identicon

Það er löngu tímabært að gera landið að einu svæði hvað varðar heilbrigðismál.

Það þarf þjónustu úti á landi.  

Það er aðeins spurning hvaða þjónstu hægt er að veita þar.

Umræðan er á villigötum og auðvitað er ekki hægt að skikka heilbrigðisstofnanir úti á landi að spara svona mikið.

Það þarf öfluga heislugæslu á öllu landinu með öflugum spítala á höfuðborgarsvæðinu.

Svo þarf að styðja fjölskyldur þeirra sem eru með fjölskyldumeðlimi á spítala í borginni.

Læknir sem sinnir of fáum tilfellum er ekki eins góður og læknir sem sinnir mörgum.  Það er málið að betri heilsugæslu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 10:53

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Stefán horfðu á þáttinn Návígi með Guðrúnu Bryndísi þá sérðu hvernig þjónustu er verið að veita núna.

Sigurjón Þórðarson, 3.11.2010 kl. 11:21

6 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Mér finnst Guðbjartur vera að tala með afturendanum á sér....

Gísli Birgir Ómarsson, 3.11.2010 kl. 15:37

7 identicon

Vil bara benda á ágaetis blogg:

Hvað kæmi í staðinn?

http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1112679/

"Vörslumenn ranglætisins í gjafakvótakerfinu tönnlast endalaust á því að andstæðingar kvótakerfisins bendi ekki á aðra möguleika til fiskveiðistjórnunar. Slíkt er alrangt.  Margar færar leiðir hafa verið ræddar opinberlega. Bent hefur verið á uppboð á kvótum, færeyska kerfið með breytingum, aflagjald á lönduðum afla ( hvetja má eða letja sókn með breytilegu aflagjaldi) og stýringu með takmörkunum á veiðarfærum, veiðitíma, veiðisvæðum o.s.fr. eða sambland af einu eða fleiru af þessu öllu."

Einnig maetti hugsa sér afgjald af seldum afla.  Öllum afla á ad landa.  Bannad á ad vera ad kasta veiddum fiski í sjóinn...sama hversu smár hann er.

Einungis vidbjódslegir hraesnarar verja glaepakerfid.  

Burt med kvótakerfid (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband