25.9.2010 | 13:46
Ruglið heldur áfram í Háskóla Íslands
Sök fræðasamfélagsins á hruninu er mikil þar sem almenningur stóð í þeirri trú að hægt væri að treysta háskólunum fyrir skynsamlegum og gagnrýnum niðurstöðum í álitamálum. Hluti háskólafélagsins sem t.d. afurðir Tryggva Þórs Herbertssonar og Mishkins, Friðriks Más Baldurssonar og Porters bera með sér var keyptur af sérhagsmunaöflum. Skýrsluskrifin gáfu útrásarliðinu skálkaskjól til þess að halda áfram að grafa undan hagsmunum þjóðarinnar og sömuleiðis stjórnmálamönnunum sem vissu betur og nú neyðast til að svara til saka kost á því að ljúga að þjóðinni og umheiminum.
Í Morgunblaðinu í dag er frétt af rannsóknum nýbakaðs dósents Daða Más Kristóferssonar við hagfræðideild Háskóla Íslands sem benda sterklega til þess að ruglið í Háskóla Íslands haldi áfram eftir hrun eins og ekkert hafi í skorist. Fréttir af helstu niðurstöðum Daða Más gefa til kynna að Íslendingar hafi komið á hagstæðasta fiskveiðistjórnunarkerfi sem völ er á í víðri veröld og varasamt sé að breyta því á nokkurn hátt þar sem búið er að fjárfesta svo mjög í greininni.
Fræðimaðurinn Daði Már Kristófersson virðist ekki hafa frétt af því í skilyrtum útreikningum sínum á auðlindarentu að þorskaflinn - eftir að fína kerfið sem hann vill ekki breyta var tekið upp - sé einungis þriðjungurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Eflaust þykir vísindamanninum mannréttasjónarmið léttvæg og eiga skilyrðislaust að víkja fyrir meintri hagræðingu og það finnst honum vafalaust sömuleiðis um þá ágalla kerfisins sem fela í sér að það hvetur til brottkasts. Fullyrðingar dósentsins við Háskóla Íslands um að frjálst framsal á veiðiheimildum hafi leitt til mikillar fjárfestingar í sjávarútvegi er einfaldlega kolröng og býst ég við því að fræðimaður með faglegan metnað vilji leiðrétta þá fullyrðingu. Frjálst framsal á aflaheimildum hefur leitt til gífurlegs fjármagnsflótta út úr sjávarútveginum og er útgerðin vart rekstrarhæf nema að fá umtalsverðar afskriftir á lánum. Ef farið er um hafnir landsins sést vel að togarar og atvinnutæki eru komin til ára sinna þannig að augljóst er að fjármagnið hefur runnið út úr atvinnugreininni.
Sú spurning hlýtur að vakna hvernig svona gervifræði í hagfræðideildinni horfi við hinum almenna háskólamanni sem ástundar gagnrýna hugsun og er annt um orðspor Háskóla Íslands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Skilyrt blinda keyptra fræðimanna á kannski ekki við hér...þó ég hafi engar upplýsingar um það...en það skortir augljóslega á gagnrýna hugsun fræðimanna þegar kemur að kvótakerfinu. 100-300 milljarðar synda um ónýttir og engum til gagns. Þjóð sem hefur alla möguleika til að verjast efnahagslegum áföllum og standa á eigin fótum, er komin að sultarmörkum. Millistéttin er að þurrkast upp og hverfa...fyrir hvað ? Fyrir elítur kvótaeigenda og ESB-aðdáenda.
Haraldur Baldursson, 25.9.2010 kl. 14:13
Hér talar þú eins og ráðherrar ríkisstjórnar fyrir árið 2007 eða eins og tíminn fyrir hrunið sjálft hafi ekkert haft með hrunið sjálft að gera. Heldurðu að sú gegndarlausa veiði sem var stunduð fyrir daga kvótakerfisins hafi ekkert með stærð stofnsins í dag að gera?
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 14:25
Gervihagfræði er nákvæm lýsing á svona fræðimennsku þar sem búin er til kenning og hún síðan sönnuð með forsendum sem passa
Annar háskólamaður sem var keyptur til að gefa framsalskvótakerfinu ákveðinn trúanleika, er Helgi Áss Grétarsson, bróðir Guðfríðar Lilju, og ég hef áhyggjur af því alræðisvaldi sem Jón Bjarnason hefur, í ljósi þessara tengsla. Hætt er við að hann taki um of mark á sjónarmiðum gervivísindanna og guggni á því réttlætisverki sem afnám framsalsgjafa-kvótakerfisins er.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.9.2010 kl. 14:26
Nú er það svo Þórður Ingi að þetta uppbyggingastarf sem gengur út á að veiða minna núna til að geta veitt meira seinna hefur verið látið ganga yfir þjóðina allt frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta seinna hefur ekki komið enn og mun ekki koma þar sem aðferðin stangast á við viðtekna vistfræði. Samt er haldið áfram að gera sömu hlutina aftur og aftur og enn og aftur búast reiknisfiskifræðingar við annarri niðurstöðu en áður.
Þessi kenning að það veiðist minna núna vegna þess að veitt var of mikið fyrir 20 árum er svona álíka og að kenna afa sínum um lélegan heyfeng vegna þess að hann hafi slegið niður í grassvörð endur fyrir löngu.
Sigurjón Þórðarson, 25.9.2010 kl. 14:36
Jóhannes, það er vissulega rétt að hafa áhyggjur af Jóni en hann er í vafasömu slagtogi þarna inn í Vg með mörgum sem enn aðhyllast reiknisfiskfræðina sem reiknar stærð fiskistofna marga áratugi fram í tímann og jafnvel einnig aftur tímann allt til steinaldar.
Við verðum að vona treysti meira á sína eigin menntun sem búfræðings til þess að ráða fram úr hlutum.
Sigurjón Þórðarson, 25.9.2010 kl. 14:41
Síðan þarf að árétta það enn og aftur að kvótakerfið var ekki sett vegna ofveiði. Kvótakerfið var sett á til að tryggja LÍÚ alla kökuna og koma í veg fyrir samninga við útlendinga innan 200 mílna. Utfærslan 1977 krafðist þess að við gætum sýnt fram á að stofnarnir væru fullnýttir. Og ríkissjóður í gegnum fiskveiðasjóð hafði einfaldlega ekki fjármagn til að byggja upp og viðhalda nægilega stórum flota. Þess vegna voru umhverfisbreytingar í hafinu túlkaðar mjög þröngt af Hafró sem ofveiði, þegar nær hefði verið að kenna um hitabreytingum á landgrunninu sem ral þorskinn af hinni hefðbundnu grunnslóð og útí djúpkantana sunnan og vestanlands og útaf Vestförðum. Notkun hitanema sýndi nákvæmlega hvernig þorskurinn elti þessi hitaskil. Hann hélt sig í kalda sjónum 0-2° C en forðast hlýja sjóinn. Á þessum árum átti Hafrannsóknarstofnun ekki svona tæki. Og enn þann dag í dag skilja fiskifræðingarnir ekki að fiskur flytur sig um set miðað við lífsskilyrðin í hafinu. Ennþá byggir Hafró allar stofnstærðarmælingar á togara og netaralli þar sem veitt er á sömu slóðum ár eftir ár. Sannir aflamenn hlæja að svona vísindaaðferðum en á þá er ekki hlustað.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.9.2010 kl. 15:06
JLB kemur með góðan og athyglisverðan punkt í umræðuna..
kvót :Síðan þarf að árétta það enn og aftur að kvótakerfið var ekki sett vegna ofveiði. Kvótakerfið var sett á til að tryggja LÍÚ alla kökuna og koma í veg fyrir samninga við útlendinga innan 200 mílna.
Óskar Þorkelsson, 25.9.2010 kl. 15:27
Brottkastið er miklu meira vandamál í dæminu öllu en flestir vilja viðurkenna. Það má hinsvegar ekki horfa á það eingöngu frekar en aðra þætti, það leiðir til alhæfinga, það skal viðurkennt. Reikningsfiskifræðin er hinsvegar langt frá því að geta talist vísindi, samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu á því hvað vísindi eru per se. Hafró hefur komist upp með það í gegn um árin að horfa ekki á heildina, horfa ekki heildstætt á lífríki hafsins, líffræðilegan breytileika af völdum loftslagsbreytileika og þar með hitastigi hafs og hafstrauma o.s.frv. - Verði því fyrirkomulagi komið á, að bjóða veiðiheimildir á Íslandsmiðum til leigu til skamms tíma, eins og flest skynsamt fólk hefur lagt til, þarf að bjóða þær út á EES svæðinu til þess að íslenska útgerðarmafían geti ekki skammtað sér verðið. Samhliða þarf að breyta veiðstjórnunarstefnunni í átt til þess sem dr. Jón Kristjánsson hefur löngum lagt til og virðist t.d. ástand stofna í Barentshafi styðja réttmæti kenninga hans.
Bótólfr (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 16:16
Tímabært Sigurjón að taka aðkeypta háskólagengið í gegn.
Gaman að lesa um hina gömlu ofveiði: Ég tók sama upplýsingar um aflabrögð á Íslandi þegar einungis var sótt á miðin úr fjörunum:
http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/1099082/#comments
Jón Kristjánsson, 25.9.2010 kl. 19:12
Jón. Vísindamennirnir svonefndir hjá Hafró og sendimenn LÍÚ á Alþingi eru búnir að heilaþvo kynslóðina sem þekkir ekki útgerð og fiskvinnslu.
Nú eru þeir liklega hólpnir og geta bullað hvað sem þeim sýnist og jafnvel upp úr svefni. Þeir munu ná áheyrn háskólakrakkanna þegar þeir missa æpódið út úr eyrunum.
Árni Gunnarsson, 25.9.2010 kl. 22:50
Sammála Árna að það er búið að þvæla þvílíkt um kvótakerfið að fólk er hætt að skilja það.
Heilaþvottur og hártoganir hafa leitt athygli frá þeirri spillingu og þeirri eignatilfærslu sem framsalið fól í sér og er upphaf að því sem fólk býr við í dag.
Nú finnst mér reyndar fleiri og fleiri tala um þetta í pólitíkinni en áður en betur má ef duga skal og Jón Bjarnason er bara nokkuð góður karlinn .
Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 25.9.2010 kl. 23:43
Nú finnst mér reyndar fleiri og fleiri tala um þetta í pólitíkinni en áður en betur má ef duga skal og Jón Bjarnason er bara nokkuð góður karlinn
JB er duglaus afturhaldseggur af verstu gerð og gerir mun meiri skaða fyrir íslenskan almening en gagn !
NEI Kolla
Óskar Þorkelsson, 26.9.2010 kl. 09:19
Hahahah hvaða, hvaða... hann þorir þó að gera eitthvað ekki satt. Hann kemur auðvitað ekki í staðinn fyrir hann Guðjón fyrrum formann Frjálslyndra en hann reynir sitt besta karl greyið. Þegar Frjálslyndir voru flokkur og eitthvað heyrðist í þeim , þá voru þeir eina fólkið sem nennti að tala um helvítis kvótann. Nú eru Jón og reyndar Ólína Þ eitthvað farin að nefna hann. Það var nú það sem ég átti við. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.9.2010 kl. 10:11
svo skv þínum rökum Kolla þá er nóg að ráðamenn geri EIITHVAÐ til að ná status sem góðir og þarfir ?
Ég geri þær kröfur tilráðamanna að þeir geri eitthvað af VITI.
það er illa fyrir landinu komið ef menn eins og JB eru orðnar hetjur..
Óskar Þorkelsson, 26.9.2010 kl. 10:14
Já það má svosem segja að eftir því sem ráðamenn gera minn verður maður þess fegnari ef einhver gerir eitthvað. Það er þó vonarglæta á að það fari að komast hreyfing á hlutina.
Ég er nefnilega ekki þessi karakter sem stendur og æpir á torgum í mótmælagöngum og óeirðum. Mér finnst meira um vert að bjóða mig fram til verka sem mér finnst nauðsynlegt að taka á. Þeir sem vilja það ekki gera sér þá hitt að góðu.
Þeir sem komu þessari ríkisstjórn á koppinn hljóta að vera ánægðir með útkomuna og kjósa það sama aftur því ekki voru þetta nýir menn í pólitík heldur alveg ljóst hvernig þeir hafa unnið. Það hefur ekkert breyst og stóð ekki til. Stoppa núna alveg að missa mig í pólitíska umræðu . kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.9.2010 kl. 10:31
Kolla: Íhugaðu vandlega þessa síðustu ályktun þína. Vissulega áttu fullt erindi inn í pólitíska umræðu en þar ertu fyrr en þig varir komin í þann vítahring sem erfitt er að komast út úr. Fá dæmi um að fólk hafi komist þaðan óskemmt til frambúðar.
Kveðja.
Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 12:26
Takk fyrir umhyggjuna Árni. Ég er bara að benda á ábyrgð kjósenda og hvað fólk er ginkeypt fyrir skyndilausnum og loforðum um gull og græna skóga.
Ég hef svosem fengið blod på tanden en slapp fyrir horn ,, ósködduð skulum við segja kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.9.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.