Leita í fréttum mbl.is

Skagfirðingar einhuga um að styðja Jón Bjarnason til góðra og bráðnauðsynlegra verka

Sveitarfélagið Skagafjörður glímir í kreppunni eins og örugglega fleiri sveitarfélög við þrengri fjárhag en áður.

Nauðsynlegt er að leita allra leiða til að auka tekjur sveitarfélagsins til þess að auðvelda rekstur og bæta hag íbúa. Nærtækasta leiðin til tekjuaukningar er að leyfa auknar veiðar á nytjastofnum sjávar og til þess að stuðla að því lagði ég fram eftirfarandi tillögu í sveitarstjórn:

Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur til við ríkisstjórn Íslands að stórauka veiðiheimildir á nytjastofnum sjávar

Eftir nokkrar umræður um tillöguna var eftirfarandi breytingatillaga samþykkt:

Sveitarstjórn Skagafjarðar styður áform sjávarútvegsráðherra um að láta fara fram óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunar og ákvarðanna um magn veiðiheimilda í þorski og öðrum nytjategundum. Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að fylgja þessum áformum eftir og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta og leggur áherslu á að veiðiheimildir verði auknar á þeim tegundum og svæðum þar sem ljóst þykir að hægt sé að auka afla með sjálfbærum hætti, til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar í landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það fór víst aldrei milli mála að þú ættir einhvern þátt í þessari ályktun sveitarstjórnarinnar frændi minn sæll. Mér sýnist stimpillinn þinn vera dálítið greinilegur.

Ég held að allir sanngarnir menn hljóti líka að vera sammála um að  styðja Jón Bjarnason til allra góðra verka.

Ég hef ekki verð myrkur í máli þegar ég hef ávítað ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms vegna þess sem ég hef kallað jöfnum höndum stjórnsýsluglöp sem og kosningasvik.

Eftir stendur þó að ég styð ríkisstjórnina til allra góðra verka en ég á bara eftir að sjá meira af þeim. Ég er andvígur því að AGS sé raunverulegur handhafi pólitísks ákvörðunarvalds í mikilvægri stefnumörkun til framtíðar og meðferð félagslegra úrræða fyrir skuldara.

Ég gæti skrifað langt mál en lýk þessu með að lýsa óánægju með þá stefnu landbúnaðarráðherra að hindra bændur við að flytja sig út ur styrkjakerfinu með auknum áherslum á markaðssetningu eigin framleiðslu beint til neytenda.

Árni Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það þurfa allir að fara í Stríð, við Jón Bjarnason,

og láta hann koma með frjálsar handfæra veiðar,

landi og þjóð til heilla.

Flottur, Sigurjón.

Aðalsteinn Agnarsson, 23.9.2010 kl. 22:36

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábær samþykkt Skagfirðinga

Sigurður Þórðarson, 24.9.2010 kl. 06:23

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr !

Það er óþolandi að vera sjálfsbjarga, en vera nauðgað til vesældar.
Ég tek undir hvatningar ykkar til Jóns Bjarna og vona að Vinstri-Hreyfingin-Grænt-Framboð taki þetta til sín líka. Það er nefnilega ekki nóg að lofa, sjaldan hefur þörfin á efndum verið ríkari.

Haraldur Baldursson, 24.9.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband