Leita í fréttum mbl.is

Ályktun Frjálslynda flokksins um Magma

Magma nefndin svokallaða hefur núna skilað af sér fyrsta hluta af þremur sem henni var falið að kanna. Í þessum hluta er fjallað um kaup Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku hf í gegnum dótturfélag í Svíþjóð.


Magma nefndin rekur söguna hvernig löggjöf Íslendinga hingað til hefur beinst að því að halda auðlindum okkar frá erlendum aðilum. Skörð voru rofin í þann múr með EES reglunum hvað viðkemur aðilum innan EES svæðisins. Því sé mjög mikilvægt að ákvarða hvort Magma Energy sé starfandi innan EES eða utan. Íslensk lög banna aðilum utan EES að fjárfesta í auðlindum okkar.


Magma nefndin gagnrýnir nefnd um erlenda fjárfestingu fyrir afgreiðslu sína á málinu. Það er augljóst að allt frá fossalögunum frá 1907 hefur löggjöfin snúist um að halda erlendum fjárfestum frá íslenskum auðlindum. EES samningurin snýst einnig um að veita meðlimum hans forgang fram yfir þá sem eru ekki aðilar hans. Að meta heimilsfang í Svíþjóð, þrátt fyrir að Magma Energy hafi öðlast það með lögmætum hætti, til jafns á við anda íslenkra laga og hugmyndafræði Evrópusambandsins er mjög gagnrýni verð. Lágmarkskrafa er að senda slík lögfræðileg álitamál til dómstóla þar sem miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskan almenning.
Frjálslyndi flokkurinn tekur undir gagnrýni Magma nefndarinnar á vinnubrögðum núverandi stjórnvalda við sölu á HS Orku. Stefna Frjálslynda flokksins hefur ætið verið að allar auðlindir landsins séu í eigu Íslendinga og arðurinn renni óskiptur til íslensku þjóðarinnar.
Núverandi stjórnvöld hafa algjörlega brugðist og glutrað einni arðvænlegustu auðlind okkar frá okkur til næstu 130 ára. Allt atferli núverandi ríkisstjórnar í Magma málinu ber vott um algjört sinnuleysi eða jafnvel samvinnu við erlenda aðila við yfirtöku þeirra á auðlind okkar.  Þessi vinnubrögð eru í hrópandi andstöðu við alla lagasetningu Alþingis s.l. hundrað ár og verður Frjálslyndi flokkurinn að álykta að annað hvort hafi núverandi ráðherrar tileinkað sér nýja stefnu eða aldrei verið sammála löggjafanum hingað til.
Frjálslyndi flokkurinn krefst þess að núverandi ríkisstjórn hysji upp um sig buxurnar og standi við stóru orðin og sjá til þess að HS Orka hf sé og verði undir fullri stjórn Íslendinga og auk þess að allur arður auðlindarinnar komi óskertur til íslenksu þjóðarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við vitum að það eru íslenskir stjórnmálamenn og viðskiptamenn sem finnst ekkert athugavert við erlendar fjárfestingar og er sama hvaðan fjármagnið kemur. Kannski er réttast að láta kaup Magma standa en sjá svo um að þeir fái ekki frekari virkjanaleyfi. Þá sitja þeir uppi með þessa offjárfestingu og bera samt ábyrgð á skuldbindingunum varðandi Helguvík sem verður vonandi aldrei að veruleiki. Enda var álverinu á Grundartanga einhvern veginn lætt í gegn án nokkurrar umræðu. Einn daginn var bara risið álver sem getur framleitt 360.000 tonn!! Og nú vilja eigendur þess reisa annað eins í Helguvík!!!  WTF, sjá menn ekki hvað þetta er hættulegt að vera háðir einum svona stórum raforkukaupanda?  Í samanburði við þetta brjálæði er Straumsvík hvað..120.000 tonn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.9.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband