Leita í fréttum mbl.is

Mikið ójafnvægi í yfirlýsingum Náttúrufræðistofnunnar

Það má ganga að því sem vísu hvert haust að það berist miklar yfirlýsingar úr ranni Náttúrufræðistofnunar um áhrif veiða á rjúpnastofninn.  Merkilegt er að meintur vandi og áhyggjutónn virðist aukast eftir því sem stjórnun og takmörkun veiðanna vex!

Mjög bagalegt er við mótsagnakenndar yfirlýsingar Náttúrufræðistofnunar er að þær eru ekki rökstuddar með aðgengilegri skýrslu eða gögnum t.d. á vef stofnunarinnar.  Í fréttaskýringu Morgunblaðsins í morgun má helst ráða að rjúpnastofninn sé í miklum voða vegna veiða þrátt fyrir að hér á Norðurlandi og á Austurlandi þar sem veiðar eru miklar sé henni að fjölga þriðja árið í röð.  Rjúpunni fer víst fækkandi á Suður og Vesturlandi þar sem stór svæði eru friðuð. 

Náttúrufræðistofnun skýrir aukna veiði  veiðimanna í fyrra í hverri veiðiferð sem afleiðingu aukinnar græðgi veiðimanna.  Ég hef sjaldan heyrt aðra eins rugl og bull skýringu en nærtækasta ástæðan á aukinni veiði í veiðiferð er sú að það hafi verið mun meira af rjúpu í fyrra en fyrri ár sem voru til samanburðar.

Ein helsta dellan líffræðilega sem kemur frá Náttúrufræðistofnun er að veiðar magni upp önnur afföll í stofninum.  Það er engu líkara en að gengið sé út frá því að veiðimenn æsi upp hungrið í fálkanum og refnum.  Sérfræðingar Náttúrfræðistofnunar virðast vera búnir að týna sér í einhverju reiknilíkani og gleyma því sem kennt er í fyrstu kennslustund í vistfræði þ.e. að afföll séu vaxandi með auknum þéttleika. Rjúpna módelið sem stofnunin notar sem forsendu ráðgjafar hefur aldrei gengið upp en fyrir 3 árum töpuðust mörg hundruð þúsund rjúpur út úr bókhaldinu.

 


mbl.is Takmörkun veiða skilar ekki árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

minnir um margt á "vísindalega" veiðiráðgjöf Hafró..ekki satt?
En af hverju í ósköpunum vilja menn drepa þennan fallega og spaka fugl..það hef ég aldrei skilið. Hefurðu aldrei klappað rjúpu sem liggur á eggjum Sigurjón? Þú ættir að prófa

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.9.2010 kl. 18:04

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhannes, ég viðurkenni að það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að veiða rjúpu þar sem hún er vissulega fallegur fugl.  Ég hugga mig m.a. við  veiðarnar auka lífslíkur þeirra sem eftir eru og svo eru þær ómissandi í jólamatinn. 

Sigurjón Þórðarson, 18.9.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband