Leita í fréttum mbl.is

Kosningasvik stjórnarinnar á heimsmælikvarða - Ályktun Frjálslynda flokksins

Opinn fundur Frjálslynda flokksins í Reykjavík 18. ágúst, álítur að kosninga- og hugsjónasvik svokallaðrar “Norrænnar velferðarstjórnar” hljóti að vera á  heimsmælikvarða.  Skjaldborgin og  velferðarbrú  íslensks samfélags,  sem voru aðal kosningaloforð stjórnarinnar reyndust svik og prettir, því að  stjórnin hefur ákveðið  að gefa íslenskum heimilum í greiðsluvanda ekki lengri uppboðsfrest en til enda október, en þá munu  þúsundir fjölskyldna fara í gjaldþrot  og jafnvel hrökklast út af heimilum sínum.

Opinn fundur Frjálslynda flokksins í Reykjavík lýsir yfir skömm á þeim tveimur “sáttartillögum” sem kynntar hafa verið í fjölmiðlum sem afurðir sáttanefndarinnar í sjávarútvegi.  Ómerkilegheit auðlegðarþingmannanna í Vg ná nýjum hæðum með því að boða sátt um nánast óbreytt kvótakerfi án þess að hafa haft fyrir því að virða þá sjómenn viðlits, sem sóttu rétt sinn til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"S-gjaldborgin" og "Þjófasátt" eru sérlega tileinkuð fólki sem var svo blint að kjósa gamla súra komma sem lofuðu öllu fögru.....

Enginn vildi þá hlusta á spakmæli eins og "betur sjá augu en eyru".

Óskar G (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 15:06

2 identicon

 Flestir virtust helst vilja hlusta á Dabba, sem sagði aldrei á sínum ferli,  " Hygginn maður byggir ekki hús sitt á sandi "  heldur eitthvað allt annað, eitthvað sem hljómaði þægilegra, það en nefnilega svo þægilegt að láta þetta bara síga ofaní brækurnar.

Robert (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband