Leita í fréttum mbl.is

Sérstakur saksóknari rannsaki skúffufyrirtæki í kvótabraski - Ályktun stjórnar Frjálslynda flokksins

Stjórn Frjálslynda flokksins telur nauðsynlegt að sérstakur saksóknari rannsaki vafasamar lánveitingar Byggðastofnunar. Fyrrverandi stjórn og forstjóri stofnunarinnar virðist samkvæmt fréttum undanfarna daga hafa farið á svig við gildandi lög og heimilað að aflaheimildir væru vistaðar í skúffufyrirtækjum en ekki á skipum eins og skýr krafa er um  sbr. 3. gr. laga nr. 75/1997. 

 

Stjórn Frjálslynda flokksins vill benda á og árétta að frá því að Byggðastofnun gaf leyfi til að veiðiheimildir í rækju, sem þeir veittu lán fyrir væru í skúffufyrirtæki, hefur einungis lítill hluti veiðiheimilda verið nýttur til veiða og verðmætasköpunar, en í stað þess hefur kvótinn verið misnotaður sem skiptimynt í braski. 

 

Stjórn Frjálslynda flokksins telur sömuleiðis að full þörf sé á að rannsaka starfsemi Byggðastofnunar í gegnum tíðina. Rannsóknin ætti meðal annars að taka til starfslokasamninga við fyrrum forstjóra stofnunarinnar, forsendur lánveitinga og afskrifta lána sem oft virðast hafa verið veitt gegn ótryggum veðum.

 

Stjórn Frjálslynda flokksins lýsir yfir fullum stuðningi við þau áform að gefa rækjuveiðar frjálsar og álítur að það muni ekki á nokkurn hátt rýra hag Byggðastofnunar né sjávarbyggðanna. Frjálsar rækjuveiðar eru spor í þá átt að tryggja atvinnufrelsi og þær munu einnig skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið.

 

Síðast en ekki síst vill stjórn Frjálslynda flokksins minna stjórnvöld á að enn hefur ekki verið brugðist við ályktun Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að mannréttindi séu brotin á íslenskum sjómönnum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þarf ekki líka að rannsaka hve mikið af lánum Byggðastofnunar undanfarin 20 ár hafa farið til fyrirtækja í Bolungarvík sem hafa svo orðið gjaldþrota??

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.8.2010 kl. 20:33

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr !

Haraldur Baldursson, 10.8.2010 kl. 20:41

3 identicon

Sérstakur saksóknari hefur nóg á sinni könnu.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband