Leita í fréttum mbl.is

Katrín og krimmarnir

Ég tek undir með Petrínu Baldursdóttur að fréttirnaraf því hvernig Katrín Júlíusdóttir leiðbeindi Magma Energy að fara fram hjá lögum með stofnun platfyrirtækis í Svíþjóð, koma ekki á óvart.  Salan er í samræmi við stefnu AGS að selja náttúruauðlindir landsins hratt og örugglega.  Sömuleiðis hefur Katrín Júlíusdóttir sýnt það að hún vill helst starfa á gráu svæði en hún semur við stórtæka bankaræningja um sérstakan skattaafslátt til atvinnuuppbyggingar. 

Allir sem eitthvað velta þessum furðulegu málum fyrir sér ættu að gera sér fullljóst að skúffan í Svíþjóð og skattaafslátturinn til fjárglæframannanna til að reisa gagnaverið var stofnað til með vitund og vilja Steingríms J. Sigfússonar formanns Vg.

Það er merkilegt hvað hann hefur komist lengi upp með að leika tveim skjöldum.


mbl.is Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Ég fæ bara kvíðakast að fylgjast með þessum hroða öllum. Ég get ekki skilið hvers vegna stjórnvöld vilja losa okkur við það verðmætasta sem við eigum til útlendinga. Svo þætti mér ekkert smá gaman að vita hvort einhv. íslenskir bankaræningjar eiga hlut í Magma. 

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 11.7.2010 kl. 11:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Inga Sæland. Vissulega eru auðlindir okkar dýrmæt eign. Hinsvegar lít ég svo á að ríkisstjórnin sé nú búin að svipta okkur því sem jafnvel er verðmætara en náttúruauðlindirnar.

Þarna er ég að tala um trúnað milli þjóðar og stjórnvalda. Það er óbætanlegt slys þegar þjóðin er farin að trúa því að ríkisstjórnin sitji endalaust á svikráðum við fólkið sem hún þiggur af umboð sitt.

Árni Gunnarsson, 11.7.2010 kl. 13:27

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er lið er bara það sem kallast pakk.

Það er vel við hæfi að rifja það upp að Össur Skarphéðinsson og Dagur Eggertsson voru miklir áhugamenn um REI og Geysir Green Energy sem að var forspilið fyrir Magma.

Sigurjón Þórðarson, 11.7.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Steingrímur er barasta týndur. Við verðum að svæla karlinn út.

Gunnar Skúli Ármannsson, 11.7.2010 kl. 15:36

5 identicon

Þeir sem selja framtíð heillar þjóðar skúffufyrirtækjum eru ekki bara pakk,heldur landráðafólk sem þarf að koma frá strax.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 15:50

6 identicon

Af hverju eru kanadabúar verri en evrópubúar í augum 'Íslendinga hélt að þar byggju flestir flóttamenn frá Íslandi eða þeirra afkomendur. Ef það er í Íslenskum lögum að svo sé erum við Íslendingar PAKK.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband