Leita í fréttum mbl.is

Þegar ríkið skuldar minna en ríkið og hið opinbera jafnvel enn minna en fyrirtæki hins opinbera - Er þá ekki allt í góðu?

Í fréttatilkynningu Steingríms J. kemur fram að erlendar skuldir ríkisins nemi 356 milljörðum króna sem er svipuð upphæð og nemur erlendum skuldum Landsvirkjunar, sem eru vel að merkja með ríkisábyrgð!

Á vef Seðlabankans koma fram þær upplýsingar að erlendar skuldir hins opinbera séu 658 milljarðar króna, í loka árs 2009.  Það er svipuð fjárhæð og nemur erlendum skuldum Landsvirkjunar sem ríkisábyrgð hvílir á eins og áður segir, að viðbættum skuldum Orkuveitu Reykjavíkur. 

Þetta eru mjög merkilegar "upplýsingar" sem gefa til kynna að Ísland sé í lagi.


mbl.is Ríkið skuldar 1176 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hefur þú orðið var við eitthvað annað?

Sveinn Elías Hansson, 16.3.2010 kl. 00:02

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei mér sýnist þetta ekki geta orðið mikið betra.

Sigurjón Þórðarson, 16.3.2010 kl. 00:04

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Svo Skuldar Seðlabankinn ríkinu, og bankarnir Seðlabankanum , og Seðlabankinn bönkunum, Lífeyrissjóðirnir skulda eigendum sínum en eiga inni hjá bönkunum. Eigendur Lífeyrissjóðana skulda lífeyrissjóðunum. Almenningur skuldar bönkunum. Ríkið leggur til fé í bankana með skuldabréfi sem almenningur á að borga.

þetta er bara alveg eins og hjá Baugi og Milestone.

Sigurjón Jónsson, 16.3.2010 kl. 10:39

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta pólitíska geldfé hefur lengi lifað í sínum eigin sannleika og komist upp með að framselja hann til sinna sanntrúuðu.

Eitthvað skaut línuritð hans Andrésar Magnússonar læknis skökku við þessar tölur.

Við eigum víst erfitt með að velja okkur fulltrúa inn á Alþingi sem bera virðingu fyrir sannleikanum þegar um tölur er að ræða.

Það er ekki að ástæðulausu sem því fólki fjölgar sem talar um Alþingi með minni virðingu en eitthvað sem ég sleppi að nefna hér.

Árni Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband