Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir ráðast á viðskiptavinina

Fréttirnar sem greina frá því að viðskiptabankarnir hafi veðjað á fall íslensku krónunnar og grafið undan henni eru með ólíkindum. Bankarnir gerðu lánasamninga í erlendri mynt við viðskiptavini sína og grófu jafnframt skipulega undan forsendum samninganna. Það má líkja þessu athæfi við að bankinn gerði samning um leigu á húsnæði sem fæli í sér ströng ákvæði um að skila húsnæðinu til baka í mjög góðu ásigkomulagi á ný en senda innbrotsþjófa jafnharðan og blekið væri þornað á samningnum til að brjótast inn og eyðileggja og koma þannig algjörlega í veg fyrir að hinn aðili samningsins gæti staðið við hann.

Núna hefur verið tekin saman skýrsla um ólöglegt og siðlaust athæfi bankanna og í stað þess að þeir sem stóðu að svikunum séu látnir sæta ábyrgð eru jafnvel sömu stjórnendur með hreðjatak á fyrirtækjum og fólki sem bankarnir setja þá afarkosti að greiða samninga sem markvisst hefur verið unnið að því að eyðileggja forsendurnar fyrir.

Þetta er meira en lítið öfugsnúið og sætir furðu að ríkisstjórnin ætli að leyfa þennan tuddaskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hausar verða og munu fjúka.. aftökur opinberlega á næstunni ! 

Óskar Þorkelsson, 12.3.2010 kl. 19:35

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ríkisstjórnin er ekkert að hugsa um þetta hún er með allan hugann við Æsseif.

Sigurður Þórðarson, 12.3.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Spillingin er botnlaus og minnkar ekki. Ætli Jón Ásgeir eignist ekki bankann sinn aftur, það væri eftir öllu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 12.3.2010 kl. 20:50

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Af hverju er það öfugsnúið og gegnir furðu að ríkisstjórnin leyfi þennan tuddaskap???

þetta er samskonar tuddaskapur og hún beitir sjálf gegn þjóðnii -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.3.2010 kl. 08:44

5 identicon

Kallast þessi gjörningur bankanna ekki þjófnaður á góðri íslensku? Og gjörningurinn blessaður í bak og fyrir af ríkisstjórninni!

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 16:45

6 identicon

Afsökunin á því að ekki sé fellt niður á einstaklinga að afskriftir milli gömlu og nýju bankanna hafi allt verið á fyrirtækin og braskarana, þ.e.a.s. að 50% niðuurfelling hafi verið skuldir örfárra og okkur almenning egi nú að þrí-þrykkja í rassgatið, fyrst af ríkisstjóninni, svo af bönkunum og svo eitt DP í endann því að allt eigum við þetta skilið fyrir að standa í skilum og halda KJ þegar á okkur er nýðst.

Þangað til að við sktíðum út út kofunum "okkar" verður á okkur troðið. Sá sem ekki mótmælir samþykkir í raun að honum sé mismunað!

Óskar G (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 16:51

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góð samlíking við innbrotsþjófinn Sigurjón

Finnur Bárðarson, 13.3.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband