Leita í fréttum mbl.is

Aflúsa þarf Alþingi

Í gær var haldinn skemmtilegur málefnafundur á Sægreifanum fyrir landsþing Frjálslynda flokksins sem verður 19.-20. mars nk. Spurningin sem átti að svara var um hvernig ætti að bæta siðferði í stjórnmálum. Til að svara þessari haldgóðu spurningu leitaði ég bæði til allsherjargoða og dómkirkjuprests en því miður voru þeir vant viðlátnir.

Niðurstaða fundarins var að nauðsynlegt væri að setja reglur sem hefðu einhver viðurlög í för með sér ef þær yrðu brotnar.

Vandamálið er að það er lítil von til þess að þessar reglur verði settar á kjörnu Alþingi vegna þess að þar eru alltof margir kúlulánaþegar og stjórnmálamenn sem hafa verið á framfæri hjá fjárglæframönnum og tekið beinan þátt í að sukka með ævisparnað fólks. Ég minni á Illuga og Sjóð 9.

Tregðulögmálið innan fjórflokksins vinnur gegn sjálfsagðri endurnýjun fyrir kosningar.  Hrunsstjórnmálamenn verður að sortera burtu ef við ætlum að gera okkur vonir um kerfisbreytingu. Það er brýnt að kallað verði saman stjórnlagaþing og að það verði ekki í því skötulíki sem núverandi stjórnarfrumvarp gerir ráð fyrir þar sem stjórnlagaþinginu er ætlað að verða eins konar ráðgjafarþing fyrir sitjandi þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Orð í tíma töluð !

    Hingað til hefur þingsetan  virkað þannig á flest alla , að hausaskipti hafa orðið á viðkomandi , ekki nýtt af nálinni , öðru nær , nefni t.d. Eið Svb. Guðnason , albesta viðtalstakanda í sjónvarpinu þess tíma er hann var þar, en hvað með þig Sigurjón ?

   Svona var þetta líka með Guðna Ág. o.fl. oþfl. , niðurskurður alls staðar í þjóðfélaginu , en í Þjóðarleikhúsinu niðr´á Austurvelli , öðru nær , veist þú um þingnefndafjöldann í dag , eða hvað þessar "bráðnauðsynlegu" nefndir kosta , þær voru 930 fyrir átta árum síðan , tel mig hafa sannfrétt það , að sumar þeirra hafi aldrei komið saman , getur svo sem verið að það sé aflagður raunveruleiki eða lygi , en trúverðugur engu síður samt .

    Og aumingja forsætisráðherran aðeins með 1,4 millj. á mán. svo sagði Egill Helga. .

    Nei nei munum bara að klappa vel og kjósa eftir að hafa horft og hlustað á sandkassarifrildið í Þjóðarleikhúsinu .

Hörður B Hjartarson, 1.3.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Frjálslyndir í Kópavogi

Mæltu manna heillastur! Stjórnlagaþing er málið, þverskurður af þjóðinni án afskipta stjórnmálamanna.

Frjálslyndir í Kópavogi, 2.3.2010 kl. 07:06

3 identicon

Einhvernveginn held ég að væri framsóknarflokkurinn til í Þýskalandi, væri hann bannaður. Þvílíkan óþverra á ekki að bendla við stjórnmál.

Ariel Ultra (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 09:51

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Hrunsstjórnmálamenn verður að sortera burtu ef við ætlum að gera okkur vonir um kerfisbreytingu. Það er brýnt að kallað verði saman stjórnlagaþing og að það verði ekki í því skötulíki sem núverandi "

Rétt.. það þarf að sortera... kjósendur byrjuðu á að sortera einn flokk af þingi síðast Frjálslynda flokkinn

Jón Ingi Cæsarsson, 2.3.2010 kl. 15:22

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ólíkt Samfylkingunni þá ber Frjálslyndi flokkurinn hvorki áhrif illræmdu kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi né fjármálasukkinu í kringum útrásarliðið.

Samfylkingin tók að miklu leyti upp stefnuskrá Frjálslynda flokksins s.s. breytingar á kvótakerfinu og að standa vörð um heimilin en núna snýst starf Árna Páls og Jóhönnu mest um dekur við útrásarliðið sem setti landið á hausinn.

Sigurjón Þórðarson, 2.3.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband