Leita í fréttum mbl.is

Rannsóknarnefndin vill vanda sig - hefur eflaust samviskubit

Karlpeningurinn í Rannsóknarnefnd Alþingis vill eflaust vanda sig vel og rækilega við gerð rannsóknarskýrslunnar um hrunið.  Ástæðan er án nokkurs efa sú að rannsóknarnefndin ber þungar sakir á ráðamenn sem áður töldust til helstu máttarstólpa samfélagsins og vill ekki slá nein vindhögg.  Önnur ástæða er sú að þeir Páll og Tryggvi hafa eflaust samviskubit yfir því að hafa ekki staðið vaktina betur í aðdraganda hrunsins.  Páll samdi leikreglur stjórnsýslunnar þ.e. lagafrumvörp um stjórnsýslulög og upplýsingalög og sat m.a. í úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem á stundum stóð vörð um leynd og spillingu.

Tryggvi hefur um árabil haft þann starfa að hafa eftirlit með stjórnsýslunni sem brást algerleg hlutverki sínu í aðdraganda hrunsins.  Því verður ekki á móti mælt að Tryggvi hefur í gegnum tíðina reynt að spyrna við ruglinu s.s. vafasamri skipan dómara í Hæstarétti og  ótrúlega þvælu í tengslum við úthlutun á aflaheimildum. Hann uppskar m.a. reiðilestur  Davíð Oddssonar símleiðis.  Úrskurðir Umboðsmanns um vafasama stjórnsýslu leiddust út í það að verða langir og á stundum óskýrir og  komu svo seint fram að þeir gögnuðust ekki þeim sem báru upp kvartanir. 

Nú er að  vona að það verði eitthvað hald í skýrslunni og hún komi ekki svo seint fram að einu nytin af henni verði sagnfræðileg en ekki verkfæri í að gera bragabót á kerfi sem brást algerlega.  Annars er vert til þess að líta að flest í kringum spillinguna í kringum einkavinavæðingu Davíðs og Halldórs er búið að vera almenningi ljóst frá árinu 2005 eða síðan Sigríður Dögg skrifað verðlaunaða greinargerð í Fréttablaðið sem fór inn á hvert heimili í landinu.  Umfjöllunin hafði ekki aðrar afleiðingar en þá, að Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var ráðinn sem yfirfrakki inn á blaðið og gagnrýnin umfjöllun dó út. Glæpsamlegir gerningar í viðskiptalífinu fengu ekki einungis frið fyrir gagnrýnni umfjöllun heldur voru mærðir í svokölluðum viðskiptasíðum.


mbl.is Skýrslunni enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband