20.1.2010 | 22:50
Þegar þingmenn greiða sér arð af annarra manna peningum
Það kom á óvart að Stöð 2 skyldi ekki henda á lofti frétt um útgerðarfyrirtæki fyrsta þingmanns míns í Norðvesturkjördæmi þar sem honum tókst það afrek að greiða sér 3200% arð út úr sjávarútvegsfyrirtæki sínu þrátt fyrir að tapið hefði verið á sjötta hundrað milljónir árið 2008. Stöð 2 með Kristján Má Unnarsson í broddi fylkingar hefur nefnilega verið iðin við að fjalla um afrek og aflabrögð ofurskuldsettra kúlulánaþega í sjávarútvegi og baráttu þeirra fyrir réttlæti.
Í DV kom það fram að þingmaðurinn hefði greitt sér arð þrátt fyrir að eigið fé fyrirtækisins væri orðið neikvætt, en það þýðir að þingmaðurinn hefur greitt sér arð af annarra manna peningum. Ég efast stórlega um að þetta sé í samræmi við 99. gr. hlutafjárlaganna nr. 2/1995. Menn verða þó að líta til þessa lagabrots með skilningi og umburðarlyndi þar sem þetta þykir ábyggilega minniháttar yfirsjón í þingflokki sjálfstæðismanna ...
99. gr. Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagnaði samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa. 1)
Í móðurfélagi er óheimilt að úthluta það miklum arði að andstætt sé góðum rekstrarvenjum með tilliti til fjárhagsstöðu samstæðunnar, enda þótt arðsúthlutun sé annars heimil.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
- Bindur vonir við að koma syni sínum aftur heim
- Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli
- Trump sver embættiseið í dag
- Létust vera fjórtán ára
Athugasemdir
nú fékk hann kvótan gefins? getur þú upplýst okkur hversu mörgum tonnum hann fékk úthlutað við kvótasettningu?
var árangurinn í rekstri ekki nægjanlega góður árið áður. ef hann hefur brotið þessi lög þá ætti skatturinn að fara í málið er það ekki? hvenær hefur skatturinn klikkað á innheimtu?
eða ertu bara í þessum venjulega skítkasts leik að allir þeir sem ekki vilja afnema kvótakerfið og senda landið niður í Zimbabwe efnahag séu bara illmenni?
Fannar frá Rifi, 20.1.2010 kl. 23:33
Fannar, áður en lengra er haldið þá vil ég minna á að ég hef ekki verið talsmaður þess að nota kvóta til að stjórna fiskveiðum enda er niðurstaðan hræðileg eftir áralanga stjórn. Þorskafli nær aldrei minni og fyrirtækin í hryggilegri stöðu eftir að hafa fengið að njóta "besta fiskveiðistjórnunarkerfis í heimi."
Þetta er því miður mjög erfið staða og ég skil ekki hvers vegna LÍÚ vilji ekki leita leiða út úr þessu öngstræði.
Sigurjón Þórðarson, 21.1.2010 kl. 00:03
Ekki lagast fréttirnar af þessum máttarstólpum, og ofurmennum, þeir vita bara ekki, neinn þeirra, þrátt fyrir vitneskjuna um eigið ágæti, að illur fengur er illa forgengur. Best þótti mér samt sagan af einum af þeim, sem ég man eftir úr sjónvarpsþætti froðufellandi af frekju, sá var búinn að fara um mestalla landsbyggðina og skilja hvert sjávarþorpið eftir öðru bjargarlaust, eftir að vera búinn með brútal klækjum að ná af þeim kvótanum, hann reyndist svo ekki hafa beysnara vit en það að álfast uppá einhverja skrifstofustelpu, með þeim afleiðingum að frúin skildi við gripinn og hirti af honum helminginn af öllu saman kvótadæminu, síðan hefur maður ekki orðið var við þennan vitring, og guð láti gott á vita.
Robert (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:14
Eftir að hafa skoðað skrautlega ársreikninga fjölmargra útgerðarfyrirtækja þá á ég mjög erfitt með að skilja óbilgjarna afstöðu LÍÚ og fylgsveina hvað varðar sanngjarnar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er augljóst að fyrirtækin eru ofurskuldsett og eru vart rekstrarhæf og þurfa þess vegna mjög á að halda jákvæðri afstöðu almennings.
Sigurjón Þórðarson, 21.1.2010 kl. 12:44
og enn kemur með þetta bull um fiskgengd.
þrennt sem þú nefnir aldrei viljandi eða óviljandi þegar þú talar um heildar afla.
1. hafa ekki aðstæður í hafinu breyst á undanförnum 20 árum? er ekki gegnd makríls og sérstaklega skötusels gott dæmi um slíkt?
2. er ekki heildar veiði núna minni prósenta heldur en áður? var hún ekki 25% og var færð niður í 20%? það fækkaði ekki fiskum í sjónum við það eða hvað?
3. er það kvótakerfið sjálft sem stýrir og stjórnar veiðunum? er það hugtakið og tilvist kvótakerfisins sem mælir fisk og skipar ráðherrum að úthluta svona og svona miklum árs afla?
nei nei nei. Það eru Hafró og stjórnmálamenn sem stjórna veiðum og hvernig þær eru stundaðar og upp að hvaða marki. það skiptir engu máli hvaða veiðikerfi við værum með, hvort það væri aflamark eða sóknarmark eða blandað, Hafró og stjórnmálamenn myndu halda aflanum sem kæmi að landi niðrí því magni sem þeir telja æskilegt.
þannig að hættu þessar vísvitandi lýgi og ósannsögli Sigurjón. komdu hreint fram og segðu bara eins og aðrir að aflasamdrátturinn má rekja til arfavitlausra aðgerða og stjórnunar hjá Hafró. ekki reyna að kenna reglunum um það þegar dómarinn í leiknum dæmir víti á miðjunni.
Fannar frá Rifi, 21.1.2010 kl. 14:03
Þessu ÞÝFI þarf að skila og það strax.Forsenda endurreisnar er að við losnum við svona fólk.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:12
Fannar
Makalaust hvað þú verð þetta rangláta kvótakerfi. Víst er Hafró í dellu, heldur niðri afla vegnar meintrar ofveiði og veldur þjóðinni stórskaða.
En - það eru gagnkvæmir hagsmunir Hafró og LÍÚ að halda niðri aflanum. Með því að halda fram að flestir fiskstofnar séu ofveiddir og að skammta þurfi afla er kvótakerfinu haldið við. Með því að viðurkenna ofveiðihættuna, heldur LÍÚ Hafró og Fiskistofu gangandi.
Ofveiðidraugurinn er nauðsynlegur til að til þess að Hafró hafi vinnu og að viðhalda kvótakerfinu.
Jón Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 16:45
Fannar, ég bendi einfaldlega á staðreyndir sem er að finna í opinberum gögnum.
Sigurjón Þórðarson, 21.1.2010 kl. 19:39
Ranglátt?
Jón Kristjánsson. ertu virkilega að halda því fram að mætti leyfa frjálsa veiði aftur? að það verði gefið grænt ljós á að öll skip, stór og smá fái að veiða frjáls aftur? ef segir eitthvað annað en já þá telur ekki að stofnanir séu svo sterkir að þeir þoli ótakmarkaða sókn allra skipa, frá smábátum upp til togara.
Kvótakerfið er hagkvæmasta fyrirkomulagið við stýringu á veiðum, í því tilliti að hámarka verðmæti. ekkert annað kerfi við að stjórna sókn í takmarkaða auðlind hámarkar verðmætin eins mikið og kvótakerfið. ef þið hættuð að hugsa um fiska eins og olíu sem á eftir að pumpa upp úr jörðinni og færuð að hugsa um fiskinn sem matvæli sem þarf að selja þá sjáiði það. ef við viljum besta verðið þá verðum við að vera öruggur seljandi. geta skafað matvæli með þeim hætti sem markaðurinn úti heimtar. og hann vill jafnt framboð allt árið um kring. það þýðir að veiðum þarf að stjórna eftir því hvernig markaðurinn biður um fisk. eitthvað sem ekki var til staðar í íslenskum útvegi fyrr en við tilkomu kvótakerfisins.
Hafró er meingölluð stofnun. þetta er svo mikið bull að segja að útgerðirnar séu að halda niðri aflanum. væri ekki meiri hagur hjá þeim að fleiri hefðu lifbrauð sitt af fiskveiðum? eða eruð þið svo fastir í öllum samsæriskenningunum að þið haldið kannski að LÍÚ hafi skipulagt aflabresti eða?
kynnið ykkur hvernig upptaka og endurúthlutun á "stolnum" takmörkuðum auðlindum fór fram í Zimbabwe, hver rökin voru þar með því taka "þýfið" eins Guðrún Hlín kallar af þeim sem voru með það og hvernig efnahagur landsins fór eftir það.
Þar voru sömu ástæður.
Sömur rök.
Sama réttlætis hugsjónin.
Sama reiðin (örugglega meiri).
og árangurinn þar verður líklega endurtekin hér.
Fannar frá Rifi, 21.1.2010 kl. 20:19
Fannar
Ég sagði hvergi frjálsar veiðar, aðeins, eins og þú heldur fram sjálfur að Bremsustefna Hafró sé röng og að það megi veiða meira.
Það er mun betra að stjórna sókn en að stjórna afla. Þá koma fram skekkjur í stofnmati og fiskgegnd. Auk þess eru nú í gangi stjórnunaraðgerðir í viðbót við kvótakerfið, s.s. skyndilokanir, reglugerðarlokanir, möskvastærðarákvæði, bara nefndu það. Það verður seint talað um frjálsar veiðar.
Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að aflamarkskerfi sé það versta sem til er. Það er reynslan alls staðar frá. - Var einhhver að tala um misheppnaða stjórnun í EB?
Jón Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 21:23
Ég tel að venjulegt fólk í þessu landi vilji breytt fyrrirkomulag ekki það sem við landsmenn höfum höfum þurt að horfa á, það er bitur reynsla að sjá hvernig er komið fyrir íslenskum útvegi í dag.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 11:00
Betur færi ef ráðamenn hlustuðu meira á það sem hinn vandaði vísindamaður Jón Kristjánsson hefur verið að segja undanfarin ár. Rússar beittu aðferðum og aðgerðum, sem byggja á sömu forsendum og hann hefur kynnt í Barentshafinu og hvað gerðist þar? Nei, það er hárrétt, að þetta snýst alls ekki um fiskvernd, heldur að halda uppi verði á veiðiheimildum. Eigum við kannski að ræða um brottkastið, sem er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins? Og svona b.t.w., hvaða tengsl skyldu vera milli Fannars og útgerðarmannsins frá - jú, Rifi!
Exeter (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 09:00
Merkilegt að þeir sem hafna kerfinu, og það gerir meirihluti þjóðarinnar eiga fæstir nokkurra hagsmuna að gæta. Hinir eru flestir eða allir úr röðum kvótaeigenda eða tengdir þeim með einhverju móti.
Árni Gunnarsson, 26.1.2010 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.