19.1.2010 | 00:05
Dindill LÍÚ var á fréttavakt Stöðvar 2 í kvöld
Stöð 2 hefur að undanförnu fjallað með furðulegum hætti um svokallað skötuselsfrumvarp sem felur í sér smávægilegar breytingar á umdeildri fiskveiðilöggjöf.
Í stað þess að Stöð 2 hafi sett málið í samhengi við hvort breytingin kæmi á móts við jafnræði þegnanna og álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um brot á á atvinnuréttindum sjómanna, þá hafa lagabreytingarnar verið matreiddar eftir uppskriftum úr kokkabók LÍÚ.
Í kvöld var kynntur til sögunnar aflakóngur smábáta, Arnar Þór Ragnarsson, sem tók það sérstaklega fram einhverra hluta vegna að hann hefði ekkert á móti Pólverjum. Boðskapur Arnars var í stuttu máli sá að örlitlar breytingar á stjórn fiskveiða í átt til álits mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna fæli í sér gríðarlegt óréttlæti og óhagkvæmni.
Fréttamaður Stöðvar 2 sá ekki ástæðu til þess að draga þá staðreynd fram að útgerðarfélagið Nóna sem gerir út aflatrillu aflakóngsins hefur að sögn Fréttablaðsins ekki verið rekið með hagkvæmari hætti en svo að félagið stóð í sérstökum viðræðum við banka vegna ofurskuldsetningar tveggja trilla félagsins. Skuldirnar námu í lok árs 2008 5,3 milljörðum króna en félagið tapaði á því ári 2,5 milljörðum.
Félagið Skinney-Þinganes á 98% hlut í útgerðarfélaginu Nónu en það er vel hægt að rökstyðja að það félag hafi í gegnum tíðina notið pólitískra tengsla við útfærslu reglna við stjórn fiskveiða.
Stöð 2 sá enn og aftur enga ástæðu til þess að taka það fram að breytingunum er ætlað að mæta breyttu veiðimynstri og auka veiðiheimildir hér fyrir norðan og vestan.
Stöð 2 fjallaði heldur ekki um að það er ekki verið að taka veiðiheimildir af neinum heldur auka þær og aukningin mun skila þjóðarbúinu tekjuaukningu í erlendum gjaldeyri upp á vel á annan milljarð króna árlega og beinar tekjur ríkisins aukast um 240 milljónir króna.
Mér finnst þessi fréttaflutningur með ólíkindum og ekki síður að enginn fjölmiðill skuli fjalla með gagnrýnum hætti um forsendur kvótakerfisins sem átti að skila auknum afla. Eftir áralanga stjórnun með aflakvótum er niðurstaðan endalausar deilur, brottkast og síminnkandi afli. Þorskaflinn nú er rétt um þriðjungurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins og meira að segja einungis helmingurinn af því sem hann var á árabilinu 1918 til 1950.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.1.2010 kl. 22:59 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1014403
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sigurjón, hvaða hvaða. Afhverju ertu að andskotast út í Sjónvarpsstöð sem sýnir þó alla vega lit og fer út á land og talar við fólkið. Ertu ekki sammála að það hefur lengi vantað að raddir hins vinnandi manns heyrist? Mér fannst þessi frétt fín. Þessi skipstjóri færði gild rök fyrir gagnrýni sinni á hógværan hátt. Benti á mismunun án þess að ráðast með gífuryrðum á sjavarútvegsráðherra sem er meira en hægt er að segja um marga aðra.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.1.2010 kl. 04:24
Jóhannes sjónvarpsstöðin dregur ítrekð fram mjög bjagaða mynd af þeim smávægilegu breytingum sem til stendur að gera á illræmdu kvótakerfi.
Í fyrsta lagi þá stunda umræddir línubeitningabátar ekki skötuselsveiðar en veiðin á línu á fisknum er hverfandi. Þess vegna er þetta píp um óréttlæti og óhagkvæmni illskiljanleg.
Varðandi málflutning skipsstjórans að öðru leyti, þá finnst mér gagnrýni hans koma um hagkvæmni koma úr allra hörðustu átt eins og ég benti hér að ofan þá er hvíla á útgerðinni nokkurra milljarða kúlulán sem að öllum líkindum lenda að stórum hluta á almenningi að greiða.
Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar útgerðinni að róa að fyrir vestan eða norðan til þess að nýta umræddan leigukvóta sem er til skipta en aukning á leigukvóta verður líklega til þess að lækka verðið á leiguverði fyrir sunnan þannig að breytingin mun einnig koma þeim til góða sem róa frá Suðurlandi.
Sigurjón Þórðarson, 19.1.2010 kl. 09:15
Góðan dag Sigurjón.
Ekki vil ég blanda mér í þessa umræðu um sjónvarpsviðtalið, finnst reyndar ekki mikið til um gífurorðatón þinn.
Hinsvegar þótti mér sérstakt að lesa ræðu Jóns ráðherra á ráðstefnu um laxamál í Frakklandi, en hún er birt á vef ráðuneytisins.
Þar nefnir ráðherrann Ragnar SF sem dæmi um dugnað íslenskra fiskimanna og segir 2 menn þar um borð hafa veitt 1370 tonn á sl fiskveiðiári. Nú vita menn sem á sjó eru að áhafnir þessarra vélabáta telja 4 menn minnst.
Er óvitaskapur ráðherrans viðlíka í flestum málum?
Með kveðju, Vilhj
Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 09:16
Hressilegur pistill. Fínt að brjóta kvótakerfið aðeins upp. LÍÚ Friðrik er búinn að rembast heilmikið fyrir útgerðarauðvaldið, en tekist þannig til að hann verður að sigla heim!
Ursus, 19.1.2010 kl. 13:24
Vilhjálmur, Ég tel næsta víst að vanþekking Jóns Bjarnasonar á sjávarútvegsmálum sé mikil. Þessvegna var Guðjón Arnar ráðinn honum til halds og trausts að undirlagi Steingríms J. Að Addi Kitta Gau skuli hafa byrjað uppstokkun kvótakerfisins á Skötuselskvóta fyrir vin sinn Grétar Mar er bara skrýtið. Hver getur gert út á skötusel án þess að eiga kvóta í öðrum fisktegundum? Og leigukvóti er í dag ófáanlegur. Ergó, þeir sem ætla að gera út á skötuselinn, sem vinur og flokksbróðir var svo góður að redda, verða að fleygja öllum meðafla í sjóinn.
Ég er ekki að tala máli kvótabraskara, fjarri því, en mér finnst skipta miklu að vel sé að breytingum staðið. Nær væri fyrir ráðherrann að gera breytingar á flokkun fiskiskipa og hvar þau mega veiða. Það er t.d. ótækt að þessi litlu togskip undir 26 metrum fái að veiða uppað 3 mílum. Þessi skip eru jafnöflug og stórir togarar uppað 500 brúttó tonnum. Eins er með þessa hraðfiskibáta eins og Ragnar SF, sem fjallað var um hér að ofan. Sá bátur á ekki heima í smábátakerfinu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.1.2010 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.