Leita í fréttum mbl.is

Katrín ætti að veita umhverfisráðherra móðurleg ráð

Það var ánægjulegt fyrir heilbrigðiseftirlitin að fá stuðning frá formanni Neytendasamtakanna um gildi virks matvælaeftirlits og með í nestinu málefnalegar athugasemdir um að tímabært sé að taka upp broskarlakerfi. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra setti af stað eftirlitsverkefni fyrir nokkrum árum þar sem birtust á netinu ljósmyndir úr eftirliti og einkunnir fyrir ákveðna eftirlitsþætti. Þetta verkefni gaf ágæta raun á sínum tíma og var m.a. tilnefnt til Norrænna eftirlitsverðlauna.

Rotta í gildru

Ráðherrann sem fer með málefni heilbrigðiseftirlitana 9 í landinu er umhverfisráðherrann. Hann ásamt einstaka þingmanni Sjálfstæðisflokksins hafa varið kröftum sínum í að dreifa ósönnum kjaftasögum um tröllauknar og dyntóttar kröfur í matvælaeftirliti.  Ráðherra hefur gengið svo langt í að tala um vaskablæti heilbrigðiseftirlita, en óneitanlega er svona raup ekki uppbyggilegt og ekki heldur til þess fallið að tryggja öryggi matvæla. 

Það er erfitt að átta sig á því hvað rekur reynda stjórnmálamenn í ófrægingarherferð gegn stofnunum sem reknar eru á vegum sveitarfélaganna, en heilbrigðiseftirlitin komu býsna vel út úr könnun sem SI gerðu nýlega á framkvæmdi eftirlits í landinu.  

Líklegast er það ríkur vilji Sjálfstæðisflokksins til þess að koma verkefnum sveitarfélaganna til miðlægra ríkisstofnanna þ.e. til Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. 

Hingað til hef ég ekki gert neinar efnislegar athugasemdir við ríkisvæðingu Guðlaugs Þórs, sem vissulega hefur sína kosti og galla. Á hinn bóginn er  rétt að staldra við framangreinda aðferðarfræði sem ráðherrann beitir þ.e. dreifa slefsögum.

Í gegnum tíðina hafa verið gefnar út fjölmörg leiðbeiningarit um hvernig eigi að standa að sameiningu stofnanna, en rauði þráðurinn í þeim er að vanda undirbúning, setja fram mælanleg markmiðum og búa til jákvætt andrúmsloft til sóknar. Aldrei hef ég séð stafkrók um að það sé árangursríkt fyrir leiðtoga að beita fyrir sig slúðri til þess að ná fram árangursríkri samstöðu um markmið sín.

Málið hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir yfirmann stjórnsýslunnar í landinu, Katrínu Jakobsdóttur og fullt tilefni fyrir hana að veita stráknum Guðlaugi Þór móðurleg ráð. 

 


Bloggfærslur 9. mars 2024

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband