Leita í fréttum mbl.is

Dæmdur ómerkingur vitnar í sálfan sig

Björn Bjarnason, sá hinn sami og Guðlaugur Þór Þórðarson sigraði svo eftirminnilega í prófkjöri um árið, að vísu með Baugspeningum, vitnar í sjálfan sig á heimasíðu sinni í gær. Ekki hefur farið framhjá neinum hversu reiður Björn Bjarnason er Baugsmönnum enda má til sanns vegar færa að hann hafi ekki alltaf fengið sanngjarna umfjöllun í Baugsmiðlum og að þeir hafi að sönnu greitt Birni dómsmálaráðherra náðarhöggið með gríðarháum fjárstyrkjum í prófkjörsbaráttu Guðlaugs Þórs. 

Sárindi og reiði Björns virðist eitthvað rugla annars ágæta dómgreind hans þegar Baug ber á góma, svo mjög reyndar að Björn situr uppi með það að vera dæmdur ómerkingur eftir að hafa farið fram úr sér í bók sinni, Rosabaugi yfir Íslandi. Í skrifum sínum hefur hann sömuleiðis slitið úr samhengi og rangtúlkað þingræður mínar um Baugsmálið. Einhverra hluta vegna hefur hann fengið það á peruna að ég hafi verið það sem kallast Baugspenni. Sannleikurinn er sá að greinar sem ég hef sent í Fréttablaðið hafa ekki fengist birtar fyrr en eftir vikur og jafnvel mánuði. Ekki hefur það verið vegna þess að þær hafi verið einhver delluskrif um sjávarútvegsmál, nei, það hefur heldur betur sýnt sig að málflutningur Frjálslynda flokksins var í öllum meginefnum réttur.

Óvart er það svo Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur, með þá Davíð Oddsson og Björn Bjarnason fremsta í flokki, sem á mestu sökina á því hvernig Baugsmálið fór á sínum tíma. Flokkurinn hafði rýrt algerlega trúverðugleika stjórnkerfisins þar sem það blasti við hverjum manni að jafnræði ríkti ekki við úrlausn mála. Flokkurinn lagði blessun sína yfir olíusamráðssvikamálið, útdeildi eigum almennings til útvalinna flokksgæðinga og sá í gegnum fingur sér með athæfi þeirra sem voru Sjálfstæðisflokknum þóknanlegir - en ærðist ef Baugsmenn færðust sama í fang.  

Í sjálfu sér er skiljanlegt að Björn Bjarnason reyni að blekkja sjálfan sig og aðra en mikið væri hann meiri maður ef hann sæi að sér og bæði þjóðina afsökunar.  


Stefna Dögunar í sjávarútvegsmálum

Kjarnastefna Dögunar í auðlindamálum er skýr:

Orkufyrirtæki verði í eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og nýting allra náttúruauðlinda til sjávar og sveita skal vera sjálfbær. Auk þeirra breytinga sem ný stjórnarskrá að forskrift Stjórnlagaráðs hefur í för með sér fyrir skipan auðlindamála er nauðsynlegt að stokka upp stjórn fiskveiða frá grunni. Tryggja þarf aðskilnað veiða og fiskvinnslu og að jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum. Hámarka skal arð þjóðarinnar af auðlindum hennar. Virða skal álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Allur ferskur fiskur skal seldur á fiskmörkuðum.


Bloggfærslur 19. mars 2012

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband