Leita í fréttum mbl.is

Norður Kóreu ástand á ÍNN

Á stundum hafa landsmenn talið sig hafa efni á að hlæja góðlátlega að fjölmiðlum í Norður Kóreu. Grímulaus áróðurinn er þannig á borð borinn að hann er beinlínis hlægilegur, þó svo að hann sé ein skrúfan sem viðheldur hræðilegu ástandi í landinu.

ÍNN sjónvarpsstöðin hefur tekið upp á því að fjalla kvótakerfið á Íslandi sem skilar óumdeilt einungis þriðjungnum af þeim þorskafla sem veiddist fyrir daga kerfisins.

Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir þá kemur skýrt fram á ÍNN að kvótakerfið sé algott  rétt eins og kommúnisminn er algóður í Norður Kóreu.

Kvótakerfisfélagar hafa komið í röðum í viðtöl á ÍNN og haldið því óhikað fram að íslenskar stórútgerðir sem beita venjulega togurum sem komnir eru vel á fertugsaldur, séu sérstakur hátækni- og þekkingariðnaður.  Sjónvarpsstjórinn sjálfur Ingvi Hrafn Jónsson hefur vitnað um undur nýsköpunar og þekkingariðnaðarins, þar sem varan komi út úr frystihúsunum i umbúðum sem á stendur þyngd, framleiðsludagsetning og jafnvel verð vörunnar!

Kvótakerfisfélagar leggja þunga áherslu á að eitt af því mikilvæga við stærri kvótafyrirtækin sé að keðjan frá; veiðum, vinnslu og til útflutnings sé órofin og þar með lítil sérhæfing.  Framkvæmdastjóri stórs fiskvinnslufyrirtækis á Vestfjörðum játaði engu að síður hreinskilnilega að hann gæti engan veginn keppt um hráefni  við sérhæfðar fiskvinnslur sem starfa á frjálsum fiskmarkaði.  Á látbragði þáttarstjórnanda ÍNN, mátti að greinilega marka að hann taldi að sitt hvað væri  bogið við frjálsa markaðinn og kvótinn sem króaði af hráefnið væri greinilega betra fyrirkomulag.

Fulltrúar kvótakerfisfélaganna sem mörg hver skulda mörg þúsundir milljónir króna og miklu meira en þau geta nokkurn tíma greitt, telja það vera þjónýtingu og níðingsverk hið mesta ef nýtingarréttinum er ráðstafað á jafnræðisgrundvelli til annarra sem vilja gera betur en þeir sem fyrir eru og hafa rekið sín fyrirtæki í þrot.

Auðvitað mætti hlæja að þessu rugli sem fram fer á ÍNN ef að þjóðin væri ekki komin djúpa kreppu og í raun búin að glata efnahagslegu sjálfstæði sínu til AGS. Það er orðið löngu tímabært að útgerðarmenn komi upp úr skotgröfunum og viðurkenni að aflamarkskerfið sé afar vont til þess að stjórna fiskveiðum og miklu nær væri að fara farsæla leið Færeyinga við stjórn fiskveiða.  Leiðin út úr kreppunni hlýtur að vera að afla meiri útflutningstekna og vísasta leiðin til þess er að efla sjávarútveginn.

 

 

 


Hvers vegna er sýkta síldin ekki veidd?

Í nokkur ár hefur það verið ráðlagt að takmarka mjög veiðar á síld á þeim forsendum að stór hluti stofnsins sé sýktur af sníkjudýri sem dragi hana til dauða. Sýkta síldin er jafn gott og verðmætt hráefni til bræðslu og heilbrigð. Hvers vegna í ósköpunum er síldin þá ekki veidd fyrst að hún er hvort er eð að drepast?

Ég get ekki séð nokkra einustu ástæðu til þess að vernda sérstaklega dauðvona fiska - hvers konar rugl er látið viðgangast?

Ástæðan er eflaust sú að það hefur ekki verið starfandi sjávarútvegsráðherra á Íslandi frá því að Matti Bjarna var í brúnni.

Í fréttum af rannsóknum Hafró kemur ekki fram hve stofninn mældist stór sem var þó upphaflegt markmið leiðangursins.  Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðu á stofnstærðarmælingunni þar sem að þetta er þriðja árið sem að stór hluti stofnsins mælist dauðvona en samt hefur stofninn mælst 100 þúsund tonnum stærri á milli mælinga.

 


mbl.is Sýking í síld lítið í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband