Leita í fréttum mbl.is

Mun VG halda áfram að brjóta mannréttindi?

Allt útlit er nú fyrir ríkisstjórn verkalýðsflokkanna sem í orði kveðnu eru málsvarar jöfnuðar og réttlætis. Hið fyrsta verk slíkrar ríkisstjórnar ætti að vera að fara að áliti mannréttindanefndar SÞ um að hætta að brjóta mannréttindi á sjómönnum. Þó að málið virðist augljóst er ekki á vísan að róa þar sem leiðtogi VG á sér svarta sögu hvað varðar afskipti sín af illræmdu kvótakerfi. Steingrímur J. Sigfússon studdi á sínum tíma framsal veiðiheimilda og drap á dreif umræðu um breytingar á kerfinu í kjölfar Valdimarsdómsins sem nú er orðinn 10 ára gamall.
mbl.is Hittast kl. 14 í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í leðjunni

Fyrir viku mátti heyra á fulltrúum beggja stjórnarflokkanna að ríkisstjórn þeirra væri í miðjum björgunarleiðangri og miklum verkefnum enda stjórnin byggð á traustum grunni þar sem miklir kærleikar voru með báðum flokkum og ástúð umlék allt. Ekki var annað að heyra á málflutningnum en að samstarfið væri traust og gott þrátt fyrir mótmæli - fólk áttaði sig bara ekki á að afrakstur nauðsynlegrar vinnu léti bíða eftir sér.

Í dag þegar ljóst var að stjórnin væri sprungin tóku við glímutök. Flokkarnir voru komnir í leðjuslag þar sem ásakanirnar gengu á víxl um að lausatök hvors annars væru sökin á ógæfunni. Það sem mér fannst skemmtilegast í þessu öllu var að sjá friðardúfuna Steingrím J. Sigfússon koma fram, ekki lengur sem reiðan byltingarmann heldur yfirvegaðan og ábyrgan föður.

Það verður æsispennandi að fylgjast með næstu köflum í leikfléttunum sem varða okkur öll. Maður vonast til þess að flétturnar gangi út á eitthvað annað en að vinna fréttatíma eða Kastljós kvöldsins.


mbl.is VG leggur línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband