Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkjamenn hvetja Ísrael áfram

Ég á þess kost að fylgjast með fréttum á arabísku sjónvarpsstöðvunum Al Jazeera í Doha og Press TV. Sömuleiðis hef ég af og til fylgst með engilsaxnesku fréttastöðvunum eins og BBC. Það verður að segjast eins og er að maður á erfitt með að fylgjast með þessari grimmd þegar börnum og saklausu fólki er slátrað í stórum stíl af fólki sem maður hefði haldið að ætti að sýna meiri miskunn í ljósi þess að það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan gyðingar bjuggu við ofsóknir.

Í byrjun átakanna mátti sjá samúð hjá BBC með málstað Ísraelanna en nú finnst mér eins og Tjallanum sé nóg boðið. Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá því að hernaðaraðgerðir byrjuðu taka Bandaríkjamenn upp á því, núna rétt í þessu, að skrifa minnisblað þar sem þeir sýna aðgerðum Ísraelsmanna skilning og nánast hvetja þá áfram. Sérstaklega er tíunduð nauðsyn þess að stöðva flæði vopna inn á Gaza-svæðið en maður hefði haldið að skilaboð ábyrgra stjórnvalda í Bandaríkjunum hefðu verið að slíðra sverðin með öllu.

Það verður nógu fróðlegt að vita hvernig Obama tekur á þessu í næstu viku.


Einar Kristinn styðst enn við kerlingabækurnar sem hann gagnrýndi

Það eru vissulega gleðitíðindi að þorskveiðar skyldu vera auknar en sérkennilegt að aukningin skuli einungis vera 30 þúsund tonn.  Í rökstuðningi sjávarútvegsráðherra er vitnað í þær kerlingabækur sem hafa verið notaðar við „uppbyggingu“ þorskstofnsins síðasta eina og hálfa áratuginn. Aðferðin að veiða minna til að veiða meira seinna hefur einfaldlega sýnt sig að gengur ekki upp. 

Það er óneitanlega furðulegt að Einar Kristinn Guðfinnsson taki ekki þessar kerlingabækur reiknisfiskifræðinnar til endurskoðunar í ljósi árangursleysisins við uppbyggingu þorskstofnsins, efnahagsástandsins og síðast en ekki síst þess að Einar K. var sjálfur gagnrýnandi veiðiráðgjafarinnar áður en hann settist í stól sjávarútvegsráðherra.


mbl.is Viðbótin skilar 10 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband