Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin fær gula spjaldið

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum frá nánum samstarfsmanni Ólafs mun Ólafur F. Magnússon hafa boðið Hönnu Birnu í margra klukkustunda viðræðum í Ráðhúsinu að taka fyrr við sem borgarstjóri en samkomulag þeirra hljóðaði upp á. Nú hefur komið á daginn að viðræður Hönnu Birnu við Ólaf voru bara til málamynda á meðan verið var að þreifa á framsóknarmönnum.

Slit meirihutans snúast því ekkert um embættið eða persónur eins og Gunnar Smára eins og látið hefur verið í veðri vaka, heldur um málefni og að gefa Samfylkingunni gula spjaldið. Það er ljóst að af hendi Ólafs hefur hann verið nokkuð stífur gegn stóru peningaöflunum sem hafa viljað fara í Bitruvirkjun og gramsa í skipulagsmálum borgarinnar. Ekki er heldur hægt að líta framhjá því að margur sjálfstæðismaðurinn er orðinn dauðleiður á Samfylkingunni og með stjórnarskiptunum í borginni er Samfylkingin rækilega minnt á að á Alþingi hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkur nauman meirihluta eða 32 þingmenn og geta þess vegna myndað ríkisstjórn. 

Það er greinilegt að Dagur B. Eggertsson virðir spjaldið og vill ekki láta reka Samfylkinguna af velli en hann lætur ekki jafn ófriðlega nú og þegar 3. meirihluti var myndaður í byrjun ársins.

Það verður ákveðin prófraun á fjölmiðla og fréttaskýrendur hvort þeir láti þennan skilnað Ólafs og Hönnu Birnu snúast um mann sem er nýráðinn í tímabundna vinnu hjá borginni eða grafast sjálfir fyrir um það sem málið snýst raunverulega um. Ég er ekki ýkja bjartsýnn, a.m.k. ekki hvað varðar Fréttablaðið.


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn besti dagurinn á árinu

Það er ekki mikil ánægja hjá fólki almennt með pólitískan farsa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem virðist engan endi ætla að taka. En ég þori að veðja að dagurinn er einn besti dagurinn sem Geir Haarde hefur átt á árinu, en í dag hefur hann getað haldið ótrauður áfram með fræga stefnu sína, þá að gera ekki neitt, og enginn sem truflar hann við þá iðju.

Ég vona svo sannarlega að þessi athugasemdi spilli ekki gleði hans.


Verður öskrað á pöllunum?

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þessum farsa Sjálfstæðisflokksins og hvort hróp verða gerð að nýjum meirihluta eins og gerð voru að þeim þriðja. Ef það var ástæða til að öskra í Ráðhúsinu í byrjun ársins veit ég ekki hvað verður gert núna. Sjálfstæðisflokkurinn mun koma afar illa út úr þessu þar sem menn hljóta að þurfa að bera við einhverjum málefnalegum ágreiningi við slit á þriðja meirihlutanum. Munu sjálfstæðismenn verða eins og Ragnar Reykás, með og á móti Bitruvirkjun, með og á móti listaháskóla við Laugaveginn, með og á móti friðun húsa við Laugaveginn, með og á móti flugvellinum, með og á móti útrás REI?

Það er greinilegt að það þarf alveg nýtt blóð í borgarstjórnina.


mbl.is Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband