Leita í fréttum mbl.is

Ég fagna framsóknarmönnum

Það er alltaf varasamt þegar stjórnmál fara að snúast algerlega um flokkadrætti og menn gleyma algerlega málefnunum. Ég hef alltaf fagnað hverjum þeim sem hefur séð að sér varðandi vont fiskveiðistjórnunarkerfi, s.s. iðrandi framsóknarmönnum sem hafa snúið frá villu síns vegar og viljað fara út úr vonlausu kvótakerfi. Mér finnst það jákvætt, og Guðni Ágústsson maður að meiri fyrir að opna á slíkar leiðir.

Sumir eru því miður svo harðsoðnir í gömlum flokkadráttum, s.s. arftaki gamla Sósíalistaflokksins, VG, sem kennir sig nú mest við græn gildi að þeir geta alls ekki fagnað liðsauka úr öðru litrófi stjórnmálanna sem leggur sannarlega málefnum þeirra lið, s.s. að vera á móti virkjunum til stóriðju. Að minnsta kosti virðist sá harði tónn sem kemur fram í yfirlýsingu Svandísar Svavarsdóttur vegna yfirlýsingar borgarstjóra bera vott um afbrýðisemi - eins og hann sé að taka frá þeim vörumerkið.

Ég er fráleitt talsmaður þess að vera alfarið á móti stóriðju en finnst satt að segja ekki skynsamlegt að spila út allri óbeislaðri orku í einhverju óðagoti vegna stöðu efnahagsmála. Það þarf að leysa yfirvofandi kreppu.

Til þess að komast út úr hinni erfiðu stöðu væri miklu nær að sækja meiri þorsk í sjóinn.


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján Möller tekur meintan óþarfa af Siglfirðingum

Kristján Möller, íbúi Fjallabyggðar, og fyrrum sveitarstjórnarmaður hefur gegnum sín pólitísku áhrif stundað það að koma af höndum Siglfirðinga margvíslegri starfsemi, s.s. hitaveitu og rafveitu. Einnig hefur hann á stundum verið talsmaður þess að atvinnurétturinn, þ.e. rétturinn til sjósóknar, hafi verið gerður að söluvöru og þess vegna seldur úr bænum. Nú er komin upp sú staða að samgönguráðherra vill leggja niður flugvöllinn á Siglufirði. Siglfirðingum finnst þetta mörgum helvíti hart, að frétta þetta svona í dagblöðunum.

Nú eru uppi framsýnar hugmyndir um að byggja upp ferðaþjónustu í bænum og fljúga stangveiðimönnum í lúxusveiðiaðstöðu. Vonandi bregður ekki ráðherrann fæti fyrir þær hugmyndir.


Bloggfærslur 25. júlí 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband