Leita í fréttum mbl.is

Ég reyndist sannspár - Bullið heldur áfram

Í nýrri veiði"ráðgjöf" Hafró er enn og aftur boðaður niðurskurður á þorskveiði næsta árs til þess að fá meiri afla seinna og er ráðgjöfin að því leyti með sama sniði og hún hefur verið undanfarna tvo áratugi.  Gallinn á "ráðgjöfinni"  hefur verið sá að þetta seinna hefur aldrei komið, enda stangast það á við viðtekna vistfræði.

Í fyrra sagði ráðherra að það væru tveir kostir í stöðunni þ.e. að fara að rágjöf Hafró og byggja þá upp þorskstofninn eins og það er orðað en hinn var að veiða talsvert meira og eiga þá á hættu að þurfa að skera niður aflaheimildir á ný.

Nú er staðan sú að það var farið að ráðgjöfinni um 130 þúsund tonna þorskafla, en samt sem áður er enn og aftur boðaður meiri niðurskurður á aflaheimildum.

Þetta kom mér ekki á óvart en fyrir ári síðan skrifaði ég pistil þar sem ég spáði fyrir um að ef bullið héldi áfram þá myndi niðurskurður aflaheimilda halda áfram.


mbl.is Hrygningarstofn ætti að vaxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þurfa margir bílar að springa?

Í Morgunblaðinu í dag var ágæt umfjöllun um þær hættur sem stafa af gasi í húsbílum og hjólhýsum. Í umfjölluninni kom fram að eftirfylgni með þessum málum fellur á milli eftirlitsaðila. Fyrir ári setti ég þessa færslu á bloggið og finnst nú við hæfi að birta hana á ný. Svo virðist sem stjórnvöldum sé um megn að setja undir gaslekann.

Af störfum mínum við eftirlit hef ég orðið þess var að almenn vitneskja um þær hættur sem ber að varast er mjög öflug vörn gegn vá. Það ætti að vera lítið mál að setja af stað áróður ætlaðan almenningi þar sem farið er yfir hætturnar.


Bloggfærslur 4. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband