Leita í fréttum mbl.is

Setur Samfylkingin bráðabirgðalög á ísbjörninn?

Samfylkingin er vön að bregðast skjótt við málum sem henni finnast brýn, s.s. þegar bráðabirgðalög voru sett á raflagnir á Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar. Að vísu er hún lítið að flýta sér í málum sem flokknum þykja ónauðsynleg, eins og að bæta mannréttindabrot á sjómönnum.

Úti á Skaga er stórt mál, ísbjörn kominn á land öðru sinni í mánuðinum og er lagstur í æðarvarpið. Það er öldungis ljóst að bóndinn á Hrauni væri í fullum lagalegum rétti til að fara út í æðarvarpið sitt og verja það með því að fella dýrið, skv. 16. gr. villidýralaganna. Það eina sem bóndinn þarf að gera er að taka upp símann og hringja án tafar í umhverfisráðherra eftir að hafa fellt dýrið.

Réttur bóndans er mikill í þessu máli, æðarbóndi við Breiðafjörðinn var sýknaður af því að spilla arnarvarpi í Breiðafirði, þrátt fyrir að hafa viðurkennt verknaðinn, á grundvelli neyðarvarnarsjónarmiða, þ.e. bóndinn hafði rétt til að verja varpið sitt þótt það kostaði líf fágætara dýrs en ísbjarnarins sem þar að auki er ekki aðskotadýr í náttúru Íslands.

Það kæmi mér ekki á óvart þótt ráðherra jafnaðarmanna beitti bráðabirgðalögum til að koma í veg fyrir mögulegar aðgerðir bóndans, sér í lagi þegar milljarðamæringur lætur sér nú annt um rándýrið.


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Norðurlandaráðs gagnrýnir forsætisráðherra harkalega

Árni Páll Árnason deilir mjög hart á forsætisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag. Ekki eru það mannréttindabrotin á sjómönnum sem valda þingmanninum hugarangri, enda eru stjórnarflokkarnir samstiga í þeim efnum að halda þeim áfram, heldur það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið á efnahagsmálunum undanfarin ár.

Tónninn í greininni er eins og hjá manni sem nýbúinn er að kaupa bíl af forsætisráðherra sem honum var sagt að væri í lagi en fljótlega eftir að hann settist undir stýri kom í ljós að hann væri vart í ökuhæfu ástandi. Svona lýsir Árni Páll ábyrgðar- og fyrirhyggjuleysinu. Eina leiðin til úrlausnar er að fara með bílskrjóðinn til Brussel til viðgerða.

Þetta er áhyggjuefni, að þeir flokkar sem sjá um að stýra landinu virðast eyða megninu af kröftum sínum í púðurskot hvor á annan. Á meðan virðist að-gera-ekki-neitt-stefnan blómstra. Samfylkingin reynir að þvo hendur sínar af stöðu mála og kannast heldur ekki við að hafa þanið út ríksútgjöld yfirstandandi árs og þar með kynt undir verðbólgunni.

Með þessu áframhaldi spái ég að ríkisstjórnin veslist upp á skömmum tíma.


Bloggfærslur 16. júní 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband