Leita í fréttum mbl.is

RÚV skrúfar frá slorkrananum

Ríkisútvarp fiskveiðiþjóðarinnar - þar sem nálægt því önnur hver króna sem kemur í kassann vegna vöruútflutnings er vegna fiskveiða - einkennist enn meira af kranafréttamennsku þar sem skrúfað er frá fréttum héðan og þaðan í heiminum gagnrýnislaust. Skemmst er að minnast þess þegar Ríkisútvarpið skrúfaði frá falsvísindum um að allur fiskur í heimshöfunum yrði uppurinn 2048 og sneri síðan við fréttum af skyndilegri þorskþurrð við Kanada upp úr 1990 þar sem bent var á að breyttar umhverfisaðstæður hefðu verið ein meginorsökin fyrir minni þorskveiði og að veiði hefði verið ofmetin. Í seinna tilfellinu neitaði Ríkisútvarpið að leiðrétta ranga frétt sem verður að segja að er stórundarlegt. Ég benti Páli Magnússyni á missögnina en hann hefur kannski verið upptekinn við bílaþvott, a.m.k. lét hann sér mistökin í léttu rúmi liggja. Kannski hitti ég illa á hann - eða kannski er hann bara hrifinn af krananum.

Í fréttum í hádeginu var enn á ný skrúfað frá og sagt frá breskum sjávarútvegi, greint frá vandræðum enskra smábátasjómanna og kvæðinu síðan vent í kross og greint frá uppgangi við Peterhead í Skotlandi þar sem aflaverðmæti var sagt hafa tvöfaldast á síðustu fimm árum. Þessar fréttir komu mér verulega á óvart vegna þess að þorskveiðin hefur verið skorin gríðarlega niður í Skotlandi,  ef ég man rétt fór ICES fram á þorskveiðibann og enn meiri niðurskurð á aflaheimildum á síðustu árum, annað hvort þorskveiðibann eða enn meiri niðurskurð heilt yfir.

Ég gæti sem best trúað því að þessi aflaaukning í höfninni í Peterhead stafi fyrst og fremst af auknum veiðum stærri skipa á uppsjávartegundum, s.s. makríl og kolmunna, og hafi lítið að gera með að vera sett í tengsl við veiðar smábáta.

Ég hef á tilfinningunni að gagnrýninni og góðri fréttamennsku um sjávarútvegsmál hafi hrakað verulega eftir að menntamálaráðherra tók þá ákvörðun að leggja niður þáttinn Auðlindina sem var sérstakur fræðiþáttur um þessi mál.


Skipt um hest í miðri á

Það var viðbúið að Seðlabankinn hækkaði vextina enda vandséð hvað annað hann gat gert í stöðunni. Það hefði verið erfitt að skipta um hest í miðri á nú þegar straumurinn er hvað þyngstur. Hækkun á gengi krónunnar er bara skammtímalausn, hækkun á stýrivöxtunum dugar ekki ein og sér, heldur þyrfti Geir Haarde að fara úr þeim fasa að gera ekki neitt, vinna úr þröngri stöðu og reyna að vakna til lífsins um hvað þurfi að gera til að koma á viðunandi ástandi.

Eitt af því sem hefur verið nefnt er að ríkissjóður taki erlent lán og styrki stöðu Seðlabankans. Í öðru lagi þarf meira aðhald, framsýni í opinberum útgjöldum og síðast en ekki síst nýta fiskveiðiauðlindina. Af þeim fáu skipum og bátum sem eru á sjó er það að frétta að það rótfiskast á öll veiðarfæri sem dýft er í sjó. Veiðiskapurinn gengur meira og minna út á að forðast þorskinn þar sem enginn kvóti er til.


mbl.is Stýrivextir hækka í 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband