Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde byggir upp vantraust

Í dag hitti ég ýmsa málsmetandi sjálfstæðismenn sem lýstu furðu sinni á Ameríkuför Geirs Haarde. Með honum í för við að byggja upp traust á íslensku efnahagslífi voru m.a. Baugsmenn sem embættimenn Björns Bjarnasonar hafa hundelt í réttarsölum landsmanna undanfarin ár. Ég hef áður fjallað um ræðu Geirs Haarde, best-í-heimi-ræðuna um að allt standi styrkum fótum og allt það, og því skaut skökku við að í kjölfar Geirs hafi Jón Ásgeir flutt sína ræðu alveg á skjön við málflutning Geirs, s.s. að Ísland muni ganga í Evrópusambandið á næstunni og að íslenska krónan væri talin einhver fjármagnsfæla. Það er óneitanlega brogað að ætla að byggja upp traust og í sama mund að gjaldfella eða tala niður innlendan gjaldmiðil, rýra traustið á krónunni.

Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa stundað þennan leik og nú virðist sem sjálfur forsætisráðherrann, yfirmaður efnahagsmála, sé farinn að draga með sér ræðumenn á fundi þar sem megininntak máls þeirra er að draga úr trúverðugleika og trausti á íslensku krónuna og þar með íslenskt efnahagslíf.

Ég veit ekki hvar annars staðar í heiminum æðstu ráðamenn efnahagsmála þjóða sjá sig sí og æ knúna til að gjaldfella innlendan gjaldmiðil.


Bloggfærslur 15. mars 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband