Leita í fréttum mbl.is

Síldarsjúkdómurinn getur veriđ jákvćđ teikn

Í gćr bárust fréttir af ţví ađ sjúkdómur herjađi á síldina, allt virđist vera í miklum vođa núna, ríkisstjórnin fer á taugum og menn skjóta á neyđarfundum. Ţađ fyrsta sem mér datt í hug var ađ nú vćri síldarstofninn ađ stćkka, en venjan er ađ viđ aukinn ţéttleika fiska aukist sjúkdómar.

Ég gat ekki betur heyrt en ađ Gísli Jónsson fisksjúkdómalćknir vćri á sama máli og ég, ađ eina vitiđ vćri ađ auka veiđar og gefa ţćr frjálsar. Eitthvađ virđist ţađ ţó standa í Einari Kristni sem finnst miklu léttara ađ skera niđur en ađ leyfa auknar veiđar.

Ţađ er ótrúlegt ađ verđa hvađ eftir annađ vitni ađ ţví ađ ekki er stuđst viđ vist- og líffrćđileg rök viđ veiđistjórnina, heldur einungis umdeild bergmálstćki og reiknislíkön.

Núna er t.d. vöxtur ţorsksins í sögulegu lágmarki en samt sem áđur vill Einar Kristinn ekki auka veiđiheimildir - ţrátt fyrir ađ ţjóđina bráđvanti gjaldeyri.

Nú benda allir á Davíđ, ađ hann sé ein helsta meinsemdin í íslensku efnahagslífi. Ég held ađ ţađ sé rétt ađ líta í fleiri áttir.


Forseti Alţingis fjallar um mannréttindabrot stjórnvalda í dag

Ţađ er vel viđ hćfi ađ Sturla Böđvarsson líti yfir farinn veg og haldi ráđstefnu um hvernig stjórnvöld hafa brugđist á umliđnum árum, s.s. međ mannréttindabrotum á sjómönnum. Ćtla má ađ ţađ verđi örugglega eitt af meginefnum ráđstefnunnar, ţ.e. ef ráđstefnan á ekki ađ verđa eingöngu einhvers konar látalćti og jamm-og-jćja-samkoma ţar sem rćtt verđur vítt og breitt og út og suđur án ţess ađ rćđa raunverulega um ţađ sem brýtur á, t.a.m. framangreint mannréttindabrot og ađ enginn ráđamađur axli raunverulega ábyrgđ á ţeirri stöđu sem uppi er í dag.

Ég el međ mér ţá von ađ Sturla taki á ţessum málum af festu enda sýndi hann ţađ í rćđu 17. júní 2007 ađ ţessi mál hvíla ţungt á honum.

Í lokin er rétt ađ minna á ađ eftirlitshlutverk Alţingis er venjulega alltaf í höndum minnihlutans hverju sinni ţar sem oddvitar meirihlutans verma ráđherrastólana.


Bloggfćrslur 1. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband