Leita í fréttum mbl.is

Síldarsjúkdómurinn getur verið jákvæð teikn

Í gær bárust fréttir af því að sjúkdómur herjaði á síldina, allt virðist vera í miklum voða núna, ríkisstjórnin fer á taugum og menn skjóta á neyðarfundum. Það fyrsta sem mér datt í hug var að nú væri síldarstofninn að stækka, en venjan er að við aukinn þéttleika fiska aukist sjúkdómar.

Ég gat ekki betur heyrt en að Gísli Jónsson fisksjúkdómalæknir væri á sama máli og ég, að eina vitið væri að auka veiðar og gefa þær frjálsar. Eitthvað virðist það þó standa í Einari Kristni sem finnst miklu léttara að skera niður en að leyfa auknar veiðar.

Það er ótrúlegt að verða hvað eftir annað vitni að því að ekki er stuðst við vist- og líffræðileg rök við veiðistjórnina, heldur einungis umdeild bergmálstæki og reiknislíkön.

Núna er t.d. vöxtur þorsksins í sögulegu lágmarki en samt sem áður vill Einar Kristinn ekki auka veiðiheimildir - þrátt fyrir að þjóðina bráðvanti gjaldeyri.

Nú benda allir á Davíð, að hann sé ein helsta meinsemdin í íslensku efnahagslífi. Ég held að það sé rétt að líta í fleiri áttir.


Forseti Alþingis fjallar um mannréttindabrot stjórnvalda í dag

Það er vel við hæfi að Sturla Böðvarsson líti yfir farinn veg og haldi ráðstefnu um hvernig stjórnvöld hafa brugðist á umliðnum árum, s.s. með mannréttindabrotum á sjómönnum. Ætla má að það verði örugglega eitt af meginefnum ráðstefnunnar, þ.e. ef ráðstefnan á ekki að verða eingöngu einhvers konar látalæti og jamm-og-jæja-samkoma þar sem rætt verður vítt og breitt og út og suður án þess að ræða raunverulega um það sem brýtur á, t.a.m. framangreint mannréttindabrot og að enginn ráðamaður axli raunverulega ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er í dag.

Ég el með mér þá von að Sturla taki á þessum málum af festu enda sýndi hann það í ræðu 17. júní 2007 að þessi mál hvíla þungt á honum.

Í lokin er rétt að minna á að eftirlitshlutverk Alþingis er venjulega alltaf í höndum minnihlutans hverju sinni þar sem oddvitar meirihlutans verma ráðherrastólana.


Bloggfærslur 1. desember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband