Leita í fréttum mbl.is

Ekki kjósa ráðgjöf norska hernaðarsérfræðingsins

Það var ekki neinum að kenna, þetta með bankahrunið, það var bara óheppni að þeir hrundu allir meðan Geir var á vaktinni. Bara rakið ólán.

Geir finnst óráð að verk hans verði sett í dóm kjósenda. Ætli það séu ekki ráð frá norska hernaðarsérfræðingnum sem ræður ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks heilt núna? Dagskipunin er: Rannsakið ekki neitt, gefið öllum klúðrurum, hvort sem eru í bönkunum, Fjármálaeftirlitinu eða ríkisstjórninni, tækifæri til að gera betur. Betur?

Ekki reikna ég með að landsmenn taki skilaboðum Geirs fagnandi. Fólk er einfaldlega nóg boðið. Það er stórfurðulegt að maðurinn komi ekki auga á það sem er nú farið að byrgja honum sýn.

Einn útgerðarmaður fær 25 milljarða út úr bönkunum, upplýsingafulltrúi Glitnis neitar að svara og sá vann til skamms tíma hjá Fjármálaeftirlitinu. Þetta er ein saga af mörgum, sumar eru sennilega hviksögur en sönnu sögurnar sem ganga staflaust um samfélagið eru margar og fólki er nóg boðið, fólki sem fær reikninginn í hausinn  í eigin haus, barna sinna og barnabarna.


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikaraskapur Samfylkingarinnar heldur áfram

Einn þingmaður Samfylkingarinnar setti á svið í upphafi þingfundar í dag stuttan leikþátt þar sem hann þóttist eitthvað ósáttur við forsætisráðherra. Ekki reikna ég með að mikil meining hafi verið á bak við þann þátt hjá Samfylkingunni, heldur hafi stutt skens verið á ferðinni til að friða óánægða samfylkingarmenn.

Fáránleikinn var algjör, forsætisráðherra lýðveldisins var spurður af þingmanni hvað hefði orðið til þess að hryðjuverkalög voru sett á Landsbankann. Ástæðan var dylgjur Davíðs Oddssonar á fundi með Viðskiptaráði um að hann vissi ástæðuna fyrir beitingu laganna. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég heyrði svar valdamesta manns Íslands þegar hann flutti þær fréttir að hann hefði heyrt að ástæðan hefði getað verið fjármagnsflutningar Kaupþings frá Bretlandi - en bætti síðan við að Kaupþingsmenn hefðu neitað því opinberlega.

Æðsti valdamaður þjóðarinnar vissi ekkert meira en lesa mátti í blöðunum!

Hver trúir þessu kjaftæði?

Davíð Geir og Björgólfur

Annars er ágætt að lesendur virði fyrir sér meðfylgjandi mynd (sem er tekin af vef mbl.is) og spyrji sig hvort einhverjar líkur séu á að raunveruleg rannsókn fari fram.


mbl.is Nýja Seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. nóvember 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband