Leita í fréttum mbl.is

Hvert er planið?

Það voru margir sem hristu hausinn yfir ræðu Geirs Haarde og skildu ekkert hvað hann var að fara. Hið sama má segja um umræður dagsins, það er erfitt að segja hvert planið er í þessu fári. Mér sýnist einn möguleiki vera sá að ríkisstjórnin ætli að taka sem mest af hinum innlenda hluta lánakerfisins og láta erlendu aðilana sem hafa lánað bönkunum sitja uppi með svarta-pétur, þ.e. skuldir sem verði að afskrifa. Þetta mál skýrist á næstu dögum.

Það hlýtur að vera kappsmál að halda hjólum atvinnulífsins sem mest í gangi en óneitanlega kemur þetta niður á mörgum mjög skuldsettum fyrirtækjum. Nú hljóta menn að skoða allar leiðir til að afla meiri gjaldeyris en enn erfiðara verður fyrir þjóð sem hefur ekki staðið í skilum að fá lán - og þá hljótum við að líta til þess að veiða meiri þorsk.


mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstakt ávarp Geirs - Skilur eftir fleiri spurningar en svör

Ávarp Geirs Haarde var ekki mjög upplýsandi um stöðu mála en hann byrjaði á að flytja sömu rulluna um að vandinn væri innfluttur og neitaði enn og aftur að horfast í augu við ábyrgð stjórnvalda á ástandinu.

Geir Haarde hefur látlaust haldið því fram að fjármálakerfið væri mjög traust og hefur að sama skapi verið bjartsýnn fram á þennan dag að lausn væri að nást á fjármálakreppu Íslendinga.

 


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn Geirs og Davíðs

Ekki er logið upp á smásálarskap Samfylkingarinnar. Síðustu daga hafa flokksmenn, ungir sem aldnir, keppst um að heimta afsögn Davíðs Oddssonar. Ef litið er til ábyrgðar- og aðgerðaleysis stjórnvalda síðasta árið er miklu nær að kalla Geir Haarde til ábyrgðar. Síðan ætti Samfylkingin að axla einhverja ábyrgð sjálf.

Mér finnst, eins og staðan er í dag, ekki klókt að Geir eða Davíð segi af sér heldur muni það koma enn meira róti og óöryggi á stöðu mála. Ekki er ráð að skipta um húsmóður í sláturgerð meðan hún er blóðug upp að öxlum. Ef sómasamlegt jafnvægi næst á næstu vikum finnst mér hins vegar rétt að báðir þessir kappar víki.


Bloggfærslur 6. október 2008

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband