Leita í fréttum mbl.is

Afsögn Geirs og Davíðs

Ekki er logið upp á smásálarskap Samfylkingarinnar. Síðustu daga hafa flokksmenn, ungir sem aldnir, keppst um að heimta afsögn Davíðs Oddssonar. Ef litið er til ábyrgðar- og aðgerðaleysis stjórnvalda síðasta árið er miklu nær að kalla Geir Haarde til ábyrgðar. Síðan ætti Samfylkingin að axla einhverja ábyrgð sjálf.

Mér finnst, eins og staðan er í dag, ekki klókt að Geir eða Davíð segi af sér heldur muni það koma enn meira róti og óöryggi á stöðu mála. Ekki er ráð að skipta um húsmóður í sláturgerð meðan hún er blóðug upp að öxlum. Ef sómasamlegt jafnvægi næst á næstu vikum finnst mér hins vegar rétt að báðir þessir kappar víki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef stjórnin springur þá er séns á því að Guðjón verði sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Nú er því tíminn til að tala á þann hátt að menn séu stjórntækir. Helsta baráttumál frjálslyndra, sjávarútvegurinn gæti verið innan handar og með fólki sem er sammála um að breytinga sé þörf á skipulagi greinarinnar.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Maður fer óneitanlega að velta fyrir sér hvaða merkingu sumir leggja í það hugtak að vera stjórntækur, en mér sýnist sumir sem hafa þann starfa að eiga að stjórna láti reka.

Sigurjón Þórðarson, 6.10.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Þórður Runólfsson

Ef húsmóðurinn kann ekki að búa til slátur, þá verður að fá einhverja aðra í það áður en hráefnið verður endanlega ónýtt og enginn fær neitt að borða.

Þórður Runólfsson, 6.10.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband