Leita í fréttum mbl.is

Rangfærslur sjálfstæðismanna um færeyska kerfið

Kristján Þór Júlíusson fer enn og aftur með undarlegar yfirlýsingar um sjávarútvegsmál, nú málin í Færeyjum. Í fyrsta þætti Stöðvar 2 sagði hann að sjávarútvegur væri úreltur atvinnuvegur, í öðrum þættinum taldi hann að kerfið hefði skapað mikinn ágóða sem það hefur sannarlega ekki gert og í þriðja lagi bullaði hann í þætti RÚV í gærkvöldi eitthvað um færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið.

Í þessum þáttum getur verið erfitt að koma athugasemdum og leiðréttingum að án þess að grípa stöðugt fram í. Staðreyndin er þó sú eins og kemur fram í fyrri færslu minni að mikill uppgangur er í færeyskum sjávarútvegi, ólíkt þeim íslenska þar sem stærsta fyrirtækið hér tapaði 2 milljörðum á síðasta ári. Svindlið skekur greinina eins og kom fram í Kompássþætti en sem enga náð hefur hlotið fyrir augum Ríkisútvarpsins.

Það sem mér finnst verst við þessa umfjöllun um sjávarútvegsmál er að sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa neitað að skoða færeyska kerfið þrátt fyrir augljósar hörmungar þess íslenska þar sem er tugmilljónasvindl alla daga allan ársins hring.


Bloggfærslur 9. maí 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband