Leita í fréttum mbl.is

Faroes' buzzing fishery! - RÚV afflytur fréttir frá Færeyjum

Ég var að fá í hendurnar Fishing News International en þar er kálfur um gríðarlegan uppgang í færeyskum sjávarútvegi. 

Þessar fréttir koma mér ekki á óvart þar sem ég er í góðu sambandi við nokkra færeyska útgerðar- og stjórnmálamenn. 

Þessar fréttir koma eflaust mörgum landsmönnum hins vegar á óvart þar sem fréttastofa RÚV og Morgunblaðið flytja nær eingöngu neikvæðar fréttir af færeyskum sjávarútvegi.  Það hefur t.d. komið fram að þorskafli sé í lægð en hlaupið yfir almennan uppgang vegna góðrar veiði á öðrum tegundum s.s. metafla á ufsa. 

Umfjöllun Kompás um árangur Færeyinga við að stýra fiskveiðum hefur þess vegna eflaust komið ýmsum á óvart og þá einnig að Færeyingar eru lausir við brottkast og svindlið sem tíðkast í íslenska kvótakerfinu.

Það vakti athygli mína að fréttastofa RÚV hefur ekki enn fjallað með neinum hætti um svindlið sem allir vita af og er miklu stærra heldur en olíusamráðssvindlið.  Forstjóri Fiskistofu hefur viðurkennt að svindlið sé umtalsvert á meðan Einar Kristinn Guðfinnsson þykist ekkert vita af því. 

Ég hef orðið áþreifanlega var við það að fréttastofa RÚV á í miklum vandræðum við að flytja áreiðanlegar fréttir af sjávarútvegi og hefur janfvel neitað að leiðrétta rangan fréttaflutning sinn. 

Fólk er farið að tala um þetta og fréttastofan glatar trausti eftir því sem þögnin verður lengri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Veitt mikið í ár og síðan á næsta lítið. að fara 4-6 ára tímabil um toppi í 40-45 þúsund tonnum og síðan niður í 20-25 þúsund tonn í dölunum. Værir þú virkilega til í að koma á sjávarútvegkerfi hér á landi þar sem breytinga á heildar úthlutun á nokkra ára tímabili getur verið 50%? 

Öllum stöðugleika er kastað fyrir borð til þess eins að geta troðið í skipin eins miklu og hægt er. Þessi fiskur yrði fljótt verðlaus. Afhverju? Hver fer nánast allur fiskur sem veiðum? til erlendra kaupenda. Hvað vilja þeir? Þeir vilja stöðugt framboð. Þeir vilja geta boðið upp á jafnmikið af fiski á sumrin sem og á vetri. Verra verð fæst fyrir fiskinn þegar allir bjóða hann upp í einu. við höfum reynsluna frá þessu áður en við tókum upp núverandi kerfi. Í dag getur fiskvinnslan gert langtíma samninga við erlendar matvælakeðjur.

Það sér það hver sem vill að það þessi leið er bara ekki hagkvæm. Nema náttúrulega aukinn afli sé eina takmarkið en ekki aukin verðmæta sköpun hjá þér. 

Fannar frá Rifi, 7.5.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessi lýsing þínum á fiskveiðum við Færeyjar er fjarri öllum sanni og hrein og klár fjarstæða 

Lestu Fishing News og ræddu við Olav Olsen og Auðunn Konráðsson ofl.

Það er auðvitað hægt að ná sem mestum stöðugleika með því að hætta veiðum. 

Sigurjón Þórðarson, 7.5.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég vitna beint í tölur frá Løkkegaard, Andersen, Bøje, Frost,  Holger,  Hovgård ( 2004) Bls 17

berðu á móti þessum tölum? 

Fannar frá Rifi, 7.5.2007 kl. 17:28

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég var staddur í Færeyjum í Ágúst á sýðasta ári, þá var stæðsta fréttin í blöðonum þar Færeyskur togari sem kom með góðan afla í land . Fréttin var merkileg fyrir það að liðlega helmingur af aflanum reindist vera undirmál. Það sem mér þótti merkilegast var að togarinn kom samt með undirmálið í land og fiskurinn var unnin í Færeyjum. Undirmáls Þorskur selst hér á mörkuðum á minna en 100 kr kg en svo smár Þorskur sést nánast aldrei . Stór Þorskur ( 7+) selst hinsvegar á 300 kr kg en leigan er í dag 200 kr kg  reikni hver fyrir sig. Baráttu kveðjur til þín Sigurjón.

Georg Eiður Arnarson, 7.5.2007 kl. 23:54

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það er rétt fólk er furðu lostið yfir því að um þessi mál sé ekki rætt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.5.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ótrúlegt hvað menn geta þráskallast með þetta óstjórnunarkerfi og reynt að verja það með allskonar lygum og fölsuðum gögnum.Einnig er svakalegt að könnun sem gerð var meðal sjómanna skyldi vera breytt og lagfær þangað til að Hafró og fiskistofa væru ánægð með útkomuna.Ég get fullyrt það að það sem kom fram í kompás þættinum er  pínulítið brot af því sem í gangi er og það er svindlað margfalt meira en nokkrum getur órað fyrir.Og þetta brottkas sem talað er um
er skuggaleg mikið umfram það sem mönnum getur komið til hugar. Það er löngu kominn tími á að gefa öðrum tækifæri á að koma fram með aðrar áherslur við fiskveiðistefnu okkar.Og alveg er ég sammála þér Sigurjón að það var skrautlekt hvernig allir komu sér frá því að nefna fisk á fundinum í Sjallanum í gærkvöldi nema þú.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.5.2007 kl. 14:19

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Maður hefur á tilfinningunni að þessar rangfærslur RUV og Moggans séu með ráðum gerðar...margir virðast tilbúnir til að teygja sig ótrúlega langt til að gera lítið úr stórkoslegum árangri Færeyinga.

Georg P Sveinbjörnsson, 12.5.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband