Leita í fréttum mbl.is

Rangfærslur sjálfstæðismanna um færeyska kerfið

Kristján Þór Júlíusson fer enn og aftur með undarlegar yfirlýsingar um sjávarútvegsmál, nú málin í Færeyjum. Í fyrsta þætti Stöðvar 2 sagði hann að sjávarútvegur væri úreltur atvinnuvegur, í öðrum þættinum taldi hann að kerfið hefði skapað mikinn ágóða sem það hefur sannarlega ekki gert og í þriðja lagi bullaði hann í þætti RÚV í gærkvöldi eitthvað um færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið.

Í þessum þáttum getur verið erfitt að koma athugasemdum og leiðréttingum að án þess að grípa stöðugt fram í. Staðreyndin er þó sú eins og kemur fram í fyrri færslu minni að mikill uppgangur er í færeyskum sjávarútvegi, ólíkt þeim íslenska þar sem stærsta fyrirtækið hér tapaði 2 milljörðum á síðasta ári. Svindlið skekur greinina eins og kom fram í Kompássþætti en sem enga náð hefur hlotið fyrir augum Ríkisútvarpsins.

Það sem mér finnst verst við þessa umfjöllun um sjávarútvegsmál er að sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa neitað að skoða færeyska kerfið þrátt fyrir augljósar hörmungar þess íslenska þar sem er tugmilljónasvindl alla daga allan ársins hring.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi stjórnarmeirihluti virðist neita öllum eigin mistökum.  Hagskýrslum er hampað ef þær eru jákvæðar í garð stjórnarmeirihluta en þeim er hafnað ef þær eru neikvæðar.  Ef verkefni er þeim ekki að skapi er ekki byrjað að rannsaka þau svo ekki sé grundvöllur fyrir að byrja á þeim.  Svo neita þeir fram í rauðan dauðann að þeir hafi gert einhvað rangt þó að öllum sé augljóst að það sé maðkur í mysunni sbr. nokkur ný mál.  Á síðustu dögum fyrir kosningar berjast þeir um að láta bera á sér með að samþykkja ný verkefni sem beðið hefur verið lengi eftir og stjórnarandstaða hefur ýtt á.  Þeir eru of heimakærir og valdasjúkir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:19

2 identicon

Núverandi stjórnarmeirihluti virðist neita öllum eigin mistökum.  Hagskýrslum er hampað ef þær eru jákvæðar í garð stjórnarmeirihluta en þeim er hafnað ef þær eru neikvæðar.  Ef verkefni er þeim ekki að skapi er ekki byrjað að rannsaka þau svo ekki sé grundvöllur fyrir að byrja á þeim.  Svo neita þeir fram í rauðan dauðann að þeir hafi gert einhvað rangt þó að öllum sé augljóst að það sé maðkur í mysunni sbr. nokkur ný mál.  Á síðustu dögum fyrir kosningar berjast þeir um að láta bera á sér með að samþykkja ný verkefni sem beðið hefur verið lengi eftir og stjórnarandstaða hefur ýtt á.  Þeir eru of heimakærir og valdasjúkir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var ánægður með þig þarna á Egilsstöðum. En þess var vandlega gætt að hleypa þér ekki of langt. Það var hörmung að verða vitni að viðbrögðum Kristjáns þegar vandi sjávarbyggðanna barst í tal. Honum var leyft að afgreiða þig og Kompássþattinn með ómerkilegu bulli, og þetta hvatvíslega orðalag mitt skal ég standa við. Svo var eins og allir hrykkju við og færu í baklás þega þú barst talið að framleiðslustyrkjum handa milljarðamæringum sem nú ætla að kalla sig bændur og kaupa upp framleiðslurétt í mjólk og kjöti.

Árni Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 12:47

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er hefur aldrei verið gert nóg fyrir bændur að þeirra mati.Ég verð að spyrja,út úr hvað moldarkofa kom maðurinn sem spurði um hvað ætti að gera fyrir bændur í kastljós þættinum í gær? Er ekki nýbúið að afgreiða til þeirra eina litla 19 milljarða og sér eyrnamerktir 3 milljarðar fyrir nýliða í greininni?Eru menn algjörlega búnir að tapa sér í yfirgangi og heimtufrekju af okkur hinum í þessu landi?Er ekki nóg að þessi stétt sé vernduð með ofurtolla ólögum?Hvernig getum við trúað því að bændur séu að drepast 
auraleysi þegar við sem um landið keyrum sjáum í það minnst 3-4 misdýra bíla við nánast hvern bóndabæ og allskonar 
landbúnaðartæki liggjandi eins og hráviði um allar jarðir. 

Hallgrímur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 14:28

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Kristján Þór kom þarna fram sem maður sem ekki vill axla ábyrgð á árangursleysi fiskveiðistjórnunarkerfisins frekar en nokkur annar af þeim sem nú tilheyra núverandi Framstæðu sjálfsóknarflokkum auðvaldsaflanna í landinu sem núverandi ríkisstjórn samanstendur af.

Skammtímasjónarmið þess efnis að hvað hver græðir í dag , burtséð frá afleiðingum þess hvað eftir er eftir þann gróða, til handa komandi kynslóðum af fiskistofnum á Íslandsmiðum er frumskógarlögmál undir formerkjum hins meinta frelsis sem ekkert er í raun og hefur snúist í öndverðu sína á alla lund.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.5.2007 kl. 01:51

6 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll félagi og aðrir lesendur.

Minni á vefsjónvarp Frjálslynda flokksins þar sem finna má myndbönd meðal annars um sjávarútvegsmál, m. a. eitt með skírskotun til Færeyja og reynslunnar þar. Smellið hér og verðið ekki fyrir vonbrigðum.  

Magnús Þór Hafsteinsson, 11.5.2007 kl. 11:13

7 Smámynd: Ársæll Níelsson

Sæll Sigurjón, vildi vekja athygli þína á skrifum vestfirsks Sjálfstæðismans.

http://golli.blog.is/blog/golli/entry/205891/

Ársæll Níelsson, 11.5.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband