Leita í fréttum mbl.is

Þorskurinn og Guðfinna Bjarnadóttir

Mér þótti nokkrum tíðindum sæta að líffræðiskor Háskóla Íslands skyldi álykta harkalega gegn einum óbreyttum nýliða á þingi, Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Ástæðan var sú að nýliðinn vildi ekki setja skólum Evrópu fyrir hvort þróunarkenningin væri kennd sem fræði eður ei. 

Eflaust hefur þessi harði tónn komið ýmsum fleirum á óvart þar sem deilur líffræðiskorar HÍ og guðfræðideildar við sama skóla hafa ekki farið mjög hátt.  

Ég hefði talið miklu nærtækara fyrir líffræðiskor háskólans að beina gagnrýninni hugsun sinni að reiknisfræðilegri fiskveiðiráðgjöf sem er á góðri leið með að rústa sjávarútvegi víða um heim enda stangast fræðin á við viðtekna vistfræði. Landsmenn vita að þessi fræði hafa ekki gengið upp hér við land en nú er aflinn um 30% af því sem hann var að jafnaði um áratuga skeið. 

Í Norðursjónum eru þessi fræði lengra gengin og þorskaflinn nú einungis um 10% af því sem hann var áður en uppbyggingarstarfið hófst þar með markvissu uppbyggingarstarfi. Nú berast fréttir af því að að nýliðun hafi aukist annað árið í röð en ráðgjöfin er alltaf sú sama: aukinn niðurskurður á aflaheimildum. Í fyrra var ráðgjöfin þorskveiðibann og í ár var lagður til verulegur niðurskurður.

Það er orðið löngu tímabært að fræðasamfélagið taki þessa fiskveiðiráðgjöf til gagngerrar endurskoðunar, þ.e. ef þessi fræði eiga að verða meðhöndluð eins og vísindi en ekki trúarbrögð.


mbl.is Aukin nýliðun í þorskstofninum í Norðursjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestfirskir sjómenn gáttaðir á Einari Kristni

Nú um helgina hitti ég fjölmarga smábátasjómenn af Norðurlandi og áttu þeir það sammerkt að þeir hafa enga trú á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð á aflaheimildum í þorski. Þeir töldu útilokað að veiða 90 þúsund tonn í ýsu samanborið við veiðiheimildir í þorski upp á 130 þúsund tonn. Nú verður örugglega lögð áhersla á að hanna og útbúa veiðarfæri sem sneiðir hjá þorskinum. Það er fáheyrð vitleysa að vera að hanna veiðarfæri sem veiða ekki.

Nú berast fréttir af því vestan af fjörðum að einn af stærri togurum landsmanna, Örfiriseyin, sé að skarka lengst inni í Ísafjarðardjúpi og verði að því í rúma viku, þ.e. hamist á hefðbundinni veiðislóð smábáta. Fréttir herma að verið sé að gera tilraunir með troll sem sneiðir hjá þorski. Vestfirskir sjómenn sem hafa haft samband við mig kunna þessum mótvægisaðgerðum sem samþykktar eru sérstaklega af Einari Kristni sjávarútvegsráðherra ekki neinar þakkir og vildu helst vera lausir við þær. Hér er um að ræða mikilvæga veiðislóð sem smábátasjómenn nýta sér þegar belgingur er í veðrinu, þá er hægt að fara inn í Djúpið þótt þeir þurfi betra veður til að fara út á rúmsjó.

Það er orðið löngu tímabært að taka til endurskoðunar alla þessa fiskveiðistjórnun og gera miklu frekar tilraunir til að auka frelsi í greininni í stað þess að setja stærstu togara landsins í tilraunaverkefni innfjarðar. 

Í vikunni verður haldinn aðalfundur LS og reiknað er með að þar verði teknar snarpar umræður um málin. Það sem kemur mér á óvart er að á dagskrá fundarins er enginn málsmetandi aðili sem hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni á líffræðilegar forsendur núverandi fiskveiðistjórnunar, s.s. Jón Kristjánsson fiskifræðingur.


Bloggfærslur 15. október 2007

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband