Leita í fréttum mbl.is

Páfanum óskað heilla

Hvað getur verið rangt við að óska nýjum páfa heilla í störfum sínum?  

Vissulega hefur kirkjan í gegnum aldirnar borið ábyrgð á ýmsu misjöfnu sem of langt mál er að tala um. Ýmsar skoðanir Frans eru umdeildar og hafa valdið úlfúð og á það ekki einungis við um viðhorf hans til kynferðismála heldur einnig ýmis ummæli um Falklandseyjastríðið.   

Er nú ekki um að gera að óska honum heilla í að stýra gömlu fleyi með úr sér gengnum kompás.


mbl.is Ekki í nafni allrar íslensku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smábátasjómenn á Snæfellsnesi mega ekki veiða síldina

Á sama tíma og síldin leitar hvað eftir annað inn í Kolgrafarfjörð og drepst þar í tugþúsunda tonna tali og hvalir háma síldina í sig inn á Grundarfirði, þá mega heimamenn ekki veiða síldina. 

Steingrímur J. Sigfússon skar niður veiðiheimildir smábáta í lagnet en heimilt er að leyfa 2.000 tonna veiði en atvinnuvegaráðherrann gaf einungis út 500 tonna kvóta.  Landssamband Smábátasjómann reyndi að hnekkja þeirri ákvörðun með því að óska efir 1.000 tonna viðbót við leyfilegan afla smábáta.  Niðurstaðan var að bátarnir fengu 300 tonna aukningu við 500 tonna upphafskvóta. 

Greinilegt er að hagsmunir minni útgerða og sjávarbyggðanna er algert aukaatriði hjá núverandi valdhöfum. Frekar er síldin látin fara forgörðum en að hún sé nýtt af heimamönnum! Reyndar endurspeglar nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar "um stjórn fiskveiða" þetta viðhorf en mesta púðrið í því fer í að takmarka veiðar handfærabáta, á sama tíma og sérréttindum er úthlutað til annarra til tveggja áratuga. 

Það sem mér finnst áhugavert sem líffræðingi er hvort að síld sé ekki víðar að finna víðar í miklum mæli en í Breiðafirðinum og hvort að það sé yfirleitt verið leita að vetrarstöðvum síldar inn á öðrum fjörðum. Margir muna enn eftir Hvalfjarðarsíldinni hér um árið.


mbl.is Enn drepst síld í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorrablót og Landsþing Frjálslynda flokksins

Þorrablót Frjálslynda flokksins verður haldið laugardagskvöldið 26. janúar nk. og daginn eftir eða sunnudaginn 27. janúar verður landsþing Frjálslynda flokksins sett kl. 13 að Brautarholti 4 í Reykjavík.

 

Dagskrá landsþings:

Kosning fundarstjóra, fundarritara og annarra starfsmanna.
Skýrsla framkvæmdastjórnar.
Grein gerð fyrir reikningum flokksins.
Skipan í málefnanefndir.
Kosningar í embætti.
Umræður um nefndarálit.
Stjórnmálaályktun.
Alþingiskosningar 2013.

Önnur mál.


Forsætisráðherra talaði niðrandi um mikilvæg störf drengja

Jóhönna Sigurðardóttur forsætisráðherra verður án efa helst minnst fyrir það að hafa í stjórnartíð sinni endurreist óbreytt bankakerfi með ærnum tilkostnaði fyrir skattborgara framtíðarinnar.

Sömuleiðis verður hennar minnst fyrir að hafa beitt kröftum sínum af alefli fyrir því  að slá skjaldborg um verðtrygginguna og illræmtt kvótakerfi í sjávarútvegi. Svo rammt hefur kveðið að þjónkun Jóhönnu Sigurðardóttur við spillt fjármálkerfið, að stjórnvöld hafa hvatt til þess að ekki verði farið að gjaldeyrislánadómi Hæstaréttar fyrr en mögulega eftir einhver ár.

Samfylkingin og Vg boðuðu fyrir síðustu kosningar breytingar á kvótakerfinu í átt til jafnræðis. Efndirnar voru hins vegar í formi frumvarps, sem miðaði að því að festa braskið og kerfið í sessi út 21. öldina. Ekki nóg með það heldur setti ríkisstjórnin nýja fisktegund á Íslandsmiðum, makrílinn, inn í kvótakerfið, þar sem ekkert jafnræði ríkir um réttinn til veiða.  Er hægt að toppa hræsni og ómerkilegheit Vg og Samfylkingarinnar?

Vandamálið er að Samfyllkingin og Vg eru að stjórna landinu með mjög svipuðum hætti og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu að öllum líkindum gert.  Það að Jóhanna þenji sig og líki störfum talsmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna  við störf  þeirra sem gegndu mikilvægum störfum við að gæta búsmala sem hélt lífinu í landanum, finnst mér vera mjög niðrandi fyrir smalana.  

Ekki þarf Jóhanna að fara út úr innsta kjarna Samfylkingarinnar og útmála smaladrengi til þess að finna nákvæmlega sömu vinnubrögð spuna og óheiðarleika sem hún gagnrýnir sem orðagjálfur. 


mbl.is Vörn velferðar stærsti sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn ætti að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar

Þvinganir íslenskra stjórnvalda gagnvart Grænlendingum sem hugðust landa makríl á Íslandi eru með öllu óskiljanlegar og mjög ruddalegar. Að beita nágranna okkar Grænlendinga viðskiptaþvingunum vegna makrílveiða á sama tíma og því er mótmælt harðlega að ESB sé að íhuga slíkar aðgerðir gagnvart Íslendingum er vægast sagt stórundarlegt.

Grænlenska skipið Erika  sem vísað var frá höfn á Íslandi var  á rannsóknarveiðum í grænlenskri efnahagslögsögu.  Vandséð er hvaða tilgangi það þjónar að leggja stein í götu rannsókna á göngumynstri makrílsins - Það ætti miklu frekar að styrkja málstað Íslendinga að fá að veiða í eigin lögsögu að geta sýnt fram á að fiskurinn er ekki einhver séreign ESB og að mestu bundin við hafsvæði sambandsins. 

Ráðslag Steingríms J. Sigfússonar allsherjarráðherra má eflaust skýra út frá ESB-þjónkun þ.e. að vilja ekki styggja Evrópusambanið í miðju aðlögunarferli og svo má mögulega vera að hann finni til sín, að geta sýnt góðum grönnum í vestri vald sitt.  

Forsetinn ætti að íhuga að biðja Grænlendinga afsökunar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á verkum ríkisstjórnarinnar en það gæti lágmarkað skaðann á samstarfi þjóðanna, til framtíðar litið.  


Ekkert gengur þrátt fyrir að farið sé nákvæmlega eftir ráðgjöfinni

"Fréttaskýringin" leitast ekki við að svara þeirri spurningu hvers vegna í ósköpunum það sé léleg nýliðun í ýsunni þrátt fyrir að það hafi verið farið nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró síðustu árin.  Það eitt ætti að segja gagnrýnum blaðamanni að það sé eitthvað brogað við ráðgjöfina. 

Þorskurinn

Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu árabil að veiða minna af þorski til að getað veitt meira seinna. Málið er bara að eins og í leikriti fáránleikans, þá kemur þetta seinna aldrei.

Fyrst fór að kveða verulega að þessari gríðarlegu niðurskurðarstefnu á tíunda áratugnum og fara í einu og öllu eftir reiknisfiskifræðilegri ráðgjöf. Í fyrstu þá sjá ráðamenn einhvern árangur af stefnunni þó svo að þorskaflinn hafi vissulega verið mjög lítill miðað við það sem áður var, en svo kom áfallið eins og vænta mátti. Hér er viðtal við Kristján Ragnarsson fyrrum formaður LÍÚ og Jóhann Sigurjónsson frá árinu 2001 þegar það var ljóst að það yrði einhver bið á þessu seinna. Í viðtalinu greinir forstjóri Hafró frá því að vænta megi þess að það taki nokkur ár að "rétta úr kútnum" ef rétt er á spilum haldið.

Farið var síðan á næstu árum nokkuð nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró og var talið að þetta seinna væri rétt handan við hornið en það lét bíða eftir sér. Til þess að flýta fyrir því að þetta seinna kæmi þá breytti Einark K. Guðfinnsson aflareglunni og skar aflann niður í 130 þúsund tonn og átti það að leiða til enn hraðari uppbyggingar þannig að þetta seinna yrði rétt innan seilingar.

Núna segir forstjóri Hafró í viðtali að von sé einhverri aukningu árið 2016 eða 250 þúsund tonn af þorski en það er minni þorskafli en árið 1922.

Það er vægast sagt meira en lítið undarlegt að engri gagnrýnni umræðu er hleypt að í stærri fjölmiðlum fiskveiðiþjóðarinnar stjórn fiskveiða, ef frá er talin ágæt umræða á Útvarpi Sögu.


mbl.is Ýsustofninn gæti náð sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vg elur á ótta gagnvart grunnatvinnuvegi þjóðarinnar

Í Fréttablaðinu í dag má lesa grein eftir umhverfisráðherra, þar sem meginstefið er, að standa eigi vörð um lífríki hafsins með því helst að hefta enn frekar en orðið er veiðar á nytjastofnun hafsins.  Það er engu líkara en að stjórnvöld geri sér ekki neina grein fyrir því að við veiðum nú um 50 þúsund tonnum minna af þorski, en þegar útlendingar voru hér á miðunum, en þá kom í hlut landsmanna um 250 þúsund tonn.  Við þá veiði bættist veiði útlendinga sem veiddu um það bil svipað magn og við erum að veiða núna af þorski .

Hvað er í gangi hjá ráðamönnu sem telja að það þurfi að hefta veiðar enn frekar?

Í þeirri viðleitni að ala á ótta gagnvart fiskveiðum er í grein  ráðherra endurtekin draugasagan af því að ofveiði hafi verið helsta orsakavaldur þess að þorskstofninum við Nýfundnaland hafi hnignað og sömuleiðis er því haldið fram að áburður úr jökulvötnum sé mikilvægur fyrir vöxt þörunga og þar með fiskistofna. 

Það er nokkuð ljóst að veiðar skiptu ekki höfuðmáli þegar fjaraði undan þorskstofninum við Kanada á tíunda áratug síðustu aldar, heldur var það kólnandi sjór sem kreppti mjög að lífsskilyrðum þorsksins.  Sömuleiðis er það algerlega fráleitt að ætla jökluám að gegna mikilvægu hlutverki í að næra þörungavöxt en styrkur næringarefna í jökulám og ám er almennt á Íslandi lægri en í hafinu sjálfu.  Telja verður frekar að skugginn af aur og sandi varpi skugga á sólarljósið, sem þörungar nýta sér til orkuöflunar og dragi þar með úr ljóstillífun.


ESB, ICESAVE og MAKRÍLL

Stjórnarliðar hafa undanfarna daga blásið það út að það verði að semja um veiðar á makríl við ESB og það ekki seinna en í haust.

Rökin sem stjórnarliðar hafa gefið upp sem ástæðu, er að um takmarkaða auðlind sé að ræða sem hætt er við að verði eyðilögð ef ekki verði gripið í taumana.  Umræddar röksemdir stjórnarliða s.s. Árna Þórs Sigurðssonar ganga engan vegin upp, þar sem að fiskveiðiauðlindin er ekki takmörkuð heldur endurnýjanleg auðlind.  Mælingar á hrygningarstofni makrílsins eru vægast sagt mjög ónákvæmar og byggja þær á mælingum á eggjum makrílsins í svifi, sem fram fara á á þriggja ára fresti á risastóru hafsvæði.  Makrílstofninn er talinn hafa stækkað gríðarlega á því tímabili sem veitt hefur verið rækilega umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins.  Það eitt ætti að kasta rýrð á ráðgjöfina og forsendur hennar og nauðsyn þess að fara í einu og öllu eftir henni. Fleiri fullyrðingar í grein Árna Þórs Sigurðssonar ganga ekki upp s.s. um að kolmunninn hafi verið leikinn grátt af óheftri veiði en það fór fyrst að halla undan fæti í mældri stofnstærð einmitt þegar samningar voru gerðir um veiðarnar.

Ástæðan fyrir skyndilegum samningsvilja ríkisstjórnarinnar í makrílmálinu gegn ósanngjörnum kröfum ESB um stjórn veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu er augljóslega að málið er þröskuldur í samningaviðræðum Íslands um inngöngu í sambandið. 

Þjóðin er minnug þess þegar samningamenn ríkisstjórnarinnar beygðu sig í duftið í Icesave-málinu vegna þrýstings ESB - Sama virðist því miður upp á teningnum nú.


Steingrímur er talvél kerfisins

Steingrímur J. Sigfússon hefur reynt að gefa þjóðinni þá mynd af sér að hann væri maður breytinga og endurskoðunar.  Annað hefur heldur betur reynst raunin, en sjálfur er hann óspar á að hæla sjálfum sér fyrir það afrek að hafa bjargað fjármálakerfinu, sem er nánast jafn spillt og fyrir hrun.   

Sama á við um kvótakerfið, sem að hann þóttist ætla að breyta, en lagði til að yrði fest í sessi út öldina.  Leiðtogi VG er þaulvanur að hafa endaskipti á hlutunum og það gerir hann þegar hann fer í blindni eftir ráðgjöf Hafró án þess að fara með gagnrýnum hætti yfir ráðgjöfina og er málflutningur ráðherrans nánast eins og um sjálfvirka talvél kerfisins sé að ræða.

Gallinn á málflutningi Steingríms J. Sigfússonar er sá að ef  farið er yfir aflatölur á Íslandsmiðum þá er augljóst að fiskveiðiráðgjöfin hefur alls ekki gengið upp, en upphaflegt markmið hennar var að skila 500 þúsund tonna jafnastöðuafla í þorski árlega.  Ráðamenn og sjómenn, sem sættust með semingi á að setja kvótakerfið á á sínum tíma, grunaði ekki að afrakstur kerfisins áratugum síðar yrði helmingi minni þorskafli en fyrir daga kerfisins! Örgglega hefði enginn trúað þeim fáránleika sem Steingrímur J. býður upp á að fagna ægilega að leyft verði að veiða tæplega 200 þúsund tonn af þorski á næsta ári. Staðan er sú að við erum að nálgast 200 þúsund tonna aflamarkið í annað sinn neðan frá,  frá því að kerfið var tekið upp og það eftir að hafa skorið aflaheimildir gríðarlega niður.

Fiskveiðiráðgjöfin byggir vel að merkja ekki á neinum líffræðilegum forsendum heldur aflareglu sem sett var á tíunda áratugnum. Aflareglan var endurskoðuð upp úr aldamótum þegar ráðgjöfin gekk augljóslega ekki upp. Endurskoðaða aflareglan gekk ekki heldur upp og voru fengnir hagfræðingar í Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ásamt upphaflegum höfundum reglunnar til að yfirfara endurskoðaða ráðgjöf enn á ný.  

Núna segja Steingrímur og kerfið að það sé að nást einhver árangur, þrátt fyrir þá staðreynd að þorskafli verði áfram innan við 200 þúsund tonn!

Allir sem hafa gripsvit á líffræði vita að sá árangur er skammgóður þar sem að fiskistofnar halda áfram að sveiflast og það óháð reiknireglum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands .


mbl.is Plúsarnir fleiri en mínusarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesalingarnir í Samfylkingunni

Samfylkingin er búin að gefast upp á að afnema verðtrygginguna og einnig að leiðrétta skuldir heimilanna fyrir utan það sem Hæstiréttur dæmdi, þvert ofan í vilja ráðherrra flokksins.  Sömuleiðis hefur flokkurinn tekið U beygju í sjávarútvegsmálum og réttlætt leynilegar afskriftir til hrunverja. 

Helstu afrek Samfylkingarinnar er að koma á kynjuðum fjárlögum og banna ljósabekkjanotkun ungmenna.

Núna hefur Samfylkingin blásið til orustu við þjóðhátíðardaginn 17. júní undir leiðsögn eins helsta hugmyndasmiðs samtakannna, Illuga Jökulssonar

Stjórnin á sína aðdáendur enn en það eru innheimtumennirnir í AGS og eigendur  bankanna þ.e. vogunarsjóðirnir sem uppskera ríkulega á að kreista almenning og hæla stjórninni á hvert reipi.


mbl.is Gagnrýndi hátíðarhöldin 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband