Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024
27.4.2024 | 13:07
Seilst til sjálfseyðingar
Nýja fiskeldisfrumvarp matvælaráðherra, eru þvílíkar gælur við núverandi rekstraraðila, þar sem leyfi eru gefin út til eilífðar og þeim gefinn réttur til að veðsetja og leigja leyfin. Frumvarpið er þannig úr garði gert að eindregnir stuðningsmenn fiskeldis þykir nóg um óhófið í dekri.
Það er ekki úr vegi að fara yfir það hvers vegna í ósköpunum ráðherra Vg sé kominn í þá stöðu að leggja það fram, en Jón Bjarnason fyrrum sjávarútvegsráðherra fer með greinargóðum hætti hér yfir að frumvarpið fari þvert gegn stefnu Vg.
Ábyrgð núverandi og fyrrverandi ráðherra er vissulega mikil á málinu, en á löngum pólitískum ferlum sínum hafði hvorug sýnt áhuga á málefnum fiskeldis né sjávarútvegs áður en þær gengu inn í ráðuneytið. Forysta Vg hafði skýra kosti sem voru betur fallnir til þess að stýra ráðuneytinu þ.e. þeir Orri Páll og Bjarni Jónsson. Þeir félagarnir eru víst ekki konur og því áttu þeir ekki möguleika í femínískum flokki.
Í verkum sínum hafa þær Svandís og Bjarkey á stuttum ferli, lagt til hliðar stefnu Vg og látið þess í stað þrönga sérhagsmuni SFS (LÍÚ) ráða för í helstu málum með örfáum undantekningum.
Í ljósi þess hve pólitísk forysta í ráðuneytinu hefur verið veik þá er rétt að skoða ráðuneytið sjálft sem er fámennt og líta til tengsla þess við SFS (LÍÚ) sem hefur úr ómældum sjóðum að spila.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri SFS (LÍÚ) stýrir skrifstofunni í matvælaráðuneytinu sem sér um fiskeldismálin, fyrrum fiskifræðingur SFS er orðinn að sérfræðingi inn í ráðuneytinu og fyrrum sjávarútvegsráðherra er kominn í grimma hagsmunagæslu fyrir fiskeldisfyrirtækin, svo eitthvað sé talið upp.
Afkvæmið er frumvarp sem ráðherra virðist varla skilja eða á minnsta kosti mjög bágt með að rökstyðja a.m.k út frá almannahag.
Niðurstaðan er sú að í stað þess að lagt væri fram frumvarp sem myndi efla greinina og skapa aukið traust á umgjörðinni um fiskeldið, þá hefur sérhagsmunapotið gengið út fyrir öll siðleg mörk og skaðar framtíð fiskeldisins.
25.4.2024 | 20:10
Umræðan um umræðuna
Í vikunni fór fram tilgerðarleg umræða á RÚV um útlendingamál í Kastljósinu, en viðfangsefnið var fyrst og fremst eitthvað sem nefnt var skautuð umræða um útlendingamál.
Sjálf málefni útlendinga voru aðeins rædd í framhjáhlaupi, en skerpan var á vonda skautun sem sögð var leiða aðeins vont af sér svo sem; aðskilnað, andúð og andstyggð.
Á RÚV hefur verið rekin sjálfstæð útlendingastefna um árabil sem gengur meira og minna út á að opna landamærin m.a. fyrir öllum íbúum Gasa-strandarinnar og frásagnir af brottvísunum sem stjórnvöld hafa þurft að framkvæma hafa gjarnan verið sagðar með neikvæðum hætti. Þingmaður Flokks fólksins sem nýlega deildi frétt Skynews fréttastofunnar af óöldinni í Svíþjóð, var heiðraður með heimsókn helsta þáttarstjórnenda RÚV um áratugaskeið á síðunni sinni og sagði Egill fréttina vera kjaftæði og bætti við að borgin hefði verið hrútleiðinleg á árum áður.
Aftur að Kastljósþættinum sem fjallaði að nokkru leyti um ástandið í Danmörku og þannig að sumt gæti fallið undir hreint Danahatur - Í þættinum var viðmælendum tíðrætt um orsök aðlögunarvanda útlendinga í Danmörku, sem er vel að merkja síst minni en sambærilegur vandi í öðrum Evrópuríkjum. Fullyrt var að vandin í Danmörku stafaði fyrst og fremst af kerfisbundnum ofsóknum Dana á hendur útlendinga!
Skilaboð RÚV voru - passið ykkur ef þið takið upp á því að ræða útlendingamálin þá gætuð þið lent í því að skauta!
Það leiðir hugann að því hvað er þessi skautun umræðunnar og er hægt að benda á áþreifanleg dæmi um að einhver hafi skautað?
Jú nýlega var helsti ritstjóri landsins Snorri Másson, sakaður um að ýta undir skautun þegar hann gagnrýndi furðuleg verðlaun stofnunar sem mér er annt um veitti þ.e. verðlaun Byggðastofnunar til sveitarfélags á Suðurlandi fyrir að taka einhliða upp annað opinbert tungumál en íslenskuna.
Í framhaldinu má velta því upp hvort þjálfari Aþenu hafi skautað umræðuna með því að kalla Breiðholtið baby Malmö?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2024 | 12:55
Aðgerðin gekk vel en sjúklingurinn dó
Það að fjármálaráðherra tjáir sig ekki um verstu lánskjör á byggðu bóli varpar ljósi á hve forysta ríkisstjórnarinnar er algerlega ótengd kjörum almennings og stöðu minni fyrirtækja.
Minni fyrirtæki sem geta ekki fjármagnað sig með því að ganga í sjóði lífeyrissjóða og skuldugur almenningur býr við síversnandi stöðu og sama má segja um leigjendur.
Yfirgengilegt vaxtaokrið þrengir að hálsi lántakenda með tilheyrandi eignaupptöku þar sem verðmæti flytjast frá almenningi og til fjármálafyrirtækja. Á sama tíma leiða háir vextir til þess að það dregur úr húsbyggingum, en sár skortur á íbúðarhúsnæði er einn helsti þátturinn í spennunni og hækkun verðlags.
Það er meira en lítið spes að hafa fjármálaráðherra við völd við þessar aðstæður sem hefur enga sérstaka skoðun á því hvort rétt sé að lækka vextina sem eru að gera út við fólk til sjávar og sveita.
Á réttri leið en nokkuð í land ennþá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2024 | 22:44
Vg vill selja og veðsetja íslenska firði!
Vg segist gjarnan vera róttækur grænn umbótaflokkur en leggur engu að síður fram hvert nýfrjálshyggjufrumvarpið á fætur öðru.
Nú er það frumvarpið um lagareldi en það kom í hlut núverandi matvælaráðherra að leggja það fram en það var samið undir handleiðslu tilvonandi formanns Vg, Svandísar Svavarsdóttur.
Ráðandi öfl virðast ganga út frá því sem vísu að fiskeldið verði óþrjótandi gullnáma sem muni skila ómældum gróða - Er það svo?
Nei alls ekki og það vita þeir sem þekkja sögu fiskeldisins sem er saga áfalla. Sjávarströndin á Íslandi er á ystu mörkum þess að hægt sé að ala fisk í sjó vegna lágs sjávarhita og umhverfið er ávallt skrefinu á eftir samkeppnislöndunum, hvað varðar vöxt. Á níunda áratugnum drapst t,d, allur lax í kerjum í Hvalfirði og fyrir utan afföll vegna kulda má búast við að hafísinn geti gert sig heimakominn sbr. á 7 og 8 áratugnum og valdið ómældu tjóni.
Vissulega hefur eldið gengið þokkalega síðustu árin en það er því miður ekki á vísan að róa.
Það segir ákveðna sögu um hugsanaganginn hjá hefðarfólkinu í Vg að í stað þess að það séu áberandi grænar áherslur í frumvarpi eða viðbúnaður til þess að bregðast við áföllum, að þá sé lagt fram nýfrjálshyggjufrumvarp byggt á blautum draumi nýfrjálsrar gullgerðarmanna.
Best skín það í gegn í 120 gr. frumvarpsins þar sem tilvonandi formaður Vg leggur það til að handhafi ótímabundins rekstrarleyfis verði heimilt að framselja og leigja út rétt til þess að nýta íslenska náttúru.
Stofnandi Vg samþykkti framsal á vafasömum fiskveiðikvótum á sínum tím og þá er það kannski vel við hæfi að síðasti formaður hreyfingarinnar leggi það til að firðir landsins séu leigðir veðsettir og jafnvel seldir.
Segir nýtt frumvarp gefa eldisfyrirtækjum auðlindir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2024 | 16:58
Ráð sem valda tjóni
Það er stórundarleg hve lítilli gagnrýni er hleypt að veiðiráðgjöf Hafró í loðnu. Það er ekki eins og "ráðgjöfin" sé hafin yfir gagnrýni frekar en önnur mannanna verk.
Í fyrsta lagi þá byggir veiðireglan sem tekin var upp árið 1983 ekki á neinni líffræði og stofnmatið er með óvissu aðeins í aðra áttina, þ.e. niður á við. Það liggur einnig fyrir að endurskoðuð veiðiregla sem tekin var upp árið 2015 hefur hvorki leitt til aukins afla eða að koma í veg fyrir "aflabrest". Endurskoðunin sem fól í sér aukna vernd hefur reynst ávísun á frekari hörmungar.
það er áhugaverð staðreynd að loðnuveiðin á sl. 20 árum er innan við þriðjungur af því sem hún var 20 árin þar á undan.
Það er tímabært að spurt sé hver sé árangurinn og hvert er markmiðið með ráðgjöfinni?
Áhrif loðnubrests eru enn mikil og víðtæk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2024 | 12:22
Mun nýr formaður Vg treysta stöðu sína?
Í yfirstandandi viðræðum um framhald stjórnarsamstarfs Vinstri grænna, Sjálfstæðis- og Framsóknaflokks hefur umræðan snúist um hvort Bjarni eða Sigurður Ingi muni leiða ríkisstjórnina en báðir kostirnir eru slæmir. Bjarni er nýbúinn að flakka á milli ráðuneyta vegna "sölunnar" á Íslandsbanka og svo verður það að segjast eins og er að það hefur hvorki gengið né rekið í nokkrum þeim málum sem Sigurður Ingi hefur haft á sinni könnu.
Jú vissulega eru settar upp flottar glærusýningar um uppbyggingu húsnæðis næstu áratugina en raunveruleikinn er ekki í nokkru samræmi við þá draumsýn enda vandinn farið vaxandi. Vegna þess hve báðir kostirnir hafa þótt slæmir, þá hefur Þórdís Kolbrún verið nefnd til sögunnar til þess að hlaupa í skarðið fyrir flokksformennina.
Það er ljóst að Sandís Svavarsdóttir hyggst berjast við Guðmund Inga núverandi formann Vg um forystusætið í flokknum. Það er því freistandi fyrir Guðmund Inga að láta undan þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum um að setja hana út úr ríkisstjórninni og taka Bjarna Jónsson inn, en með því myndi ekki aðeins verða starfsfriður í ríkisstjórninni heldur myndi nýr formaður styrkja stöðu sína innan flokksins.
5.4.2024 | 11:24
Ringulreið þegar brýn verkefni bíða
Það er óþægilegt að fylgja með stífum fundarhöldum og vandræðaganginum í ríkisstjórn Íslands, en það er allveg ljóst fundirnir snúast ekki um að verið sé að leysa úr brýnum vanda sem brennur þegnunum m.a. verðbólgu,Grindavík,okurvöxtum, hælisleitendum og húsnæðisskorti, svo eitthvað sé tínt til.
Ráðherrarnir sem eru búnir að vinna náið saman í 7 ár eru ekki með hugann við ofangreind mál, frekar en fyrri daginn - Nei það virðist vera einhver stólaærsl í gangi um hver fái að verma hvaða ráðherrastól. Miklar líkur eru á því að það muni verða samþykkt vantraust á matvælaráðherra í næstu viku, enda nýtur hún ekki trausts innan eigin flokks og svo eru það auðvitað framboðsraunir forsætisráðherra, sem þarf að leysa úr.
Það sem er ekki eins og forsetaframboð Katrínar eigi að koma nokkrum á óvart þar sem það hefur legið fyrir frá áramótum að hún ætli í þetta vonlitla framboð. Með framboðinu sleppur Katrín frá "leiðindunum" í ríkisstjórninni og eygir í leiðinni von um að geta ferðast áfram um á fyrsta farrými.
Þessi farsi í boði afhjúpar forgangsröðun ráðherranna þ.e. hagsmunamál þjóðarinnar er raðað mun aftar en persónulegum metnaði þeirra sjálfra.
Hópur blaðamanna bíður eftir ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2024 | 09:27
Er formaður Sjálfstæðisflokksins geislavirkur?
Í herbúðum Framsóknarmanna er mikil ánægja með boðað forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur og umdeilda endurkomu Svandísar inn í matvælaráðuneytið.
Það sem vekur einkum kæti í framsóknarfjósinu er að formaður flokksins eygir þá von að verða forsætisráðherra. Innviðaráðherra virðist vera næstur í röðinni þrátt fyrir að vera þekktur af allt öðru en eldmóði við að leysa úr verkefnum sínum hvort sem það hefur verið að koma skikk á húsnæðismálin eða vegakerfið.
Það er auðvitað stórundarlegt að sprækur og geislandi formaður stærsta ríkisstjórnarflokksins Bjarni Benediktssonar komi ekki til greina til þess að leiða ríkisstjórnina. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast sjálfir vera búnir að játast undir að Bjarni Ben komi ekki til greina m.a. vegna Borgunarmálsins, Falsons og vinavæðingar Bankasýslunnar ofl. ofl.
Sú spurning vaknar hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki þá kröfu að varaformaður flokksins leiði ríkisstjórnina ef allir eru sammála um að formaðurinn komi ekki til greina?
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007