Bloggfærslur mánaðarins, mars 2024
21.3.2024 | 13:59
Að lækna fákeppni með einokun
Á síðustu tveimur áratugum hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun í úrvinnslu landbúnaðarvara og sláturhúsa. Fækkun sláturhúsa var keyrð áfram með ríkisstyrkjum og beinlínis rangfærslum á borð við að verið væri að mæta kröfum ESB. Auðvitað var gulrótin um að "ríkishagræðingunni" fylgdi betri kjör fyrir bændur og neytendur.
Vandséð er að sú spá hafi ræst ef litið er til kjara bænda og verðlags í matvöruverslunum.
Nú er ríkisstjórnin að keyra í gegnum þingið lög sem heimila einokun - það árið 2024. Með sömu rökum og á liðnum árum.
Samvinnuhugsjónin virðist vera löngu týnd og tröllum gefin í Framsóknarflokknum og reikna má með að Jónas Jónsson frá Hriflu hefði gefið núverandi þingmönnum Framsóknarflokksins, þá einkunn að þar færu skósveinar braskara og fjárplógsmanna. Það bólar nefnilega ekki á því að leitað sé eftir samvinnu í stað samþjöppunar valds og eigna. Vg styður málið til þess að Katrín fái að halda í stólinn.
Sérkennilegustu rökin fyrir löggjöfinni eru í boði Sjálfstæðisflokksins en Óli Björn taldi réttast að mæta fákeppnishryllingi á matvörumarkaði með því að opna fyrir einokun afurðastöðva, en meðal þeirra fyrirtækja sem verið er að hliðra til fyrir eru afurðarstöðvar sem tengjast Alma leigufélagi, sem er þekkt fyrir allt annað en að huga að kjörum neytenda.
Landi og þjóð til heilla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2024 | 22:46
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur atvinnuhafta
Það verður ekki tekið frá Sjálfstæðisflokknum að þingmenn flokksins fara árlega á rúntinn í rútunni sinni út á land. Rútan þræðir, þá ýmist brotnar byggðir eða byggðalög sem mega muna fífil sinn fegurri. Það er samt alltaf mikið gaman og mikil gleði og allir pósta myndum á Instagram.
Ekki nýta þeir ferðina til þess að endurskoða harðneskjulega afstöðu sína til t.d. frjálsra handfæraveiða eða hvað þá ráðgjafar Hafró sem gengur augljóslega ekki upp. Allir sem skoða árangur hennar geta ekki komist að annarri niðurstöðu.
Hvers vegna er stefnan ekki endurmetin - jú það gæti mögulega komið stuggur að litlu elítuna.
Nú er frumvarp fyrir þinginu sem mun leiða það af sér að færa grásleppuna inn í gjafabraskkerfið. Það vita allir hvað það mun leiða af sér þ.e. auðvitað að þeir sem eru nú þegar komnir upp fyrir kvótaþakið munu gleypa grásleppukvótann eins og annað og útgerð smábáta heyra sögunni til.
Þegar ég hélt að "frelsisflokkurinn" gæti ekki gengið lengra þá fréttist af því að ekki fengist leyfi til tilraunanytja á þara fyrir Norðurlandi.
Ekki kæmi á óvart að það fari nú fram dauðaleit í Valhöll að einhverri Evrópugerð til þess að réttlæta eðlislæga haftastefnu og kenna Evrópusambandinu um.
19.3.2024 | 20:15
Almenningur skrældur af bankaelítunni
Vaxtaokrið hefur fært bönkunum gríðarlegan hagnað á kostnað heimilanna. Einu hefur gilt hvort verðbólga geisi,þar sem hún er samkvæmt séríslenskri venju sett alfarið á lántakendur þ.e. heimilin og minni fyrirtæki.
Stjórnendur Landsbankans hafa ákveðið að nota það fé sem rakað var saman af heimilunum á síðasta ári, til þess að kaupa TM af samkeppnisaðilanum. Það er gert alfarið gegn eigendastefnu ríkisbankans og án samráðs við stjórnvöld. Ekkert gagnsæi og engar haldbærar röksemdir hafa verið lagðar fram með þessum gjörningi og virðist flest benda til þess að fiskur liggi undir steini.
Það er við hæfi að rifja það upp að þegar TM sameinaðist Kviku fyrir 3 árum, þá var það gert með lúðrablæstri um tækifæri á fjölbreyttum fjármálagjörningum. Verðgildi Kviku blés þá upp á "markaði" vegna vænts hagnaðar. Einstaka stjórnmálamaður leysti síðar út mikinn kaupréttarhagnað, en gleymdi víst að greiða skattinn eins og gengur.
Nú að þremur árum liðnum er komið á daginn að sameining TM og Kviku fyrir 3 árum var bara bóla. Það væri eftir öðru ef salan á TM gengur í gegn að það munni leiða til þess hlutabréf Kviku hækkuðu upp úr öllu valdi á ný!
Það sem má læra af þessu máli er að það þarf að aflúsa fjármálakerfið af peningafíklum og koma á fót samfélagsbanka sem veitir almenningi bankaþjónustu á sanngjörnum kjörum.
18.3.2024 | 20:06
Sinnuleysi gagnvart leigubílaóreiðunni
Það er öngþveiti á þjónustu leigubíla og það átti ekki að koma neinum á óvart. Leigubílstjórar vöruðu við hvert stefndi með nýjum lögunum sem samþykkt voru í lok árs 2022.
Það kemur á óvart að ferðaþjónar skulu ekki krefjast þess að tekið verði til og að komið verði skikk á ástandið. Ferðamálayfirvöld víðast hvar reyna að tryggja öryggi ferðamanna og koma í veg fyrir svik og pretti.
Óöryggið felst meðal annars í að brotalamir eru á því að ökuferlar séu skráðir og merkingar bíla. Nýlegt dæmi er um erlendur sakborningur í nauðgunarmáli var kominn í harkið nánast strax að lokinni yfirheyrslu.
Það er ódýr leið hjá ráðherra að reyna að færa ábyrgðina yfir á Samgöngustofu eða einstaka ökuskóla sem sjá um próf. Augljóst er að með því að galopna þessa þjónustu fyrir hverjum sem er án nokkurs aðhalds, er vegna pólitísks vilja innviðaráðherra.
Tillögur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra virðast því miður vera einhvers konar sýndarmennska til þess að fría Sjálfstæðisflokkinn af pólitískri ábyrgð. Ef einhver meining væri á bak við þetta tal ráðamanna þá væru lögð fram í þinginu stjórnarfrumvörp til þess að ná utan um málið.
Það er áhugavert að fara yfir lista á Íslandi.is um þá sem reka leigubíl og ekki síður yfir starfandi leigubílstöðvar sem virðast vera nafnið eitt .
18.3.2024 | 09:38
Mæti á þingið
Nú er ég mættur óvænt suður til Reykjavíkur til þess að hlaupa í skarðið hjá Flokki fólksins, sem varaþingmaður.
Á dagskrá þingsins í dag er m.a. umræða um umhverfismál þ.e. hringrásarhagkerfið sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins Bryndís Haraldsdóttir stendur fyrir. Bryndís á hrós skilið fyrir að reyna að vekja ráðherrann en hann virðist vera áhugalaus um verkefni ráðneytisins nema þá helst þegar talið berst að vindmyllum, en þá veðrast hann allur upp. Ýmis mál sem hægt væri að leysa fyrir hádegi eru látin danka og kemur það niður á umhverfinu og atvinnulífinu.
Ríkisstjórn sem leidd er af græningjum og studd af Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að hækka álögur og búa til nýja skatta sérstaklega á rafbíla, með þeim afleiðingum að sala þeirra hefur dregist gríðarlega saman. Eru þessar aðgerðir líklegar til þess að hvetja til orkuskipta - greinilega ekki.
Það er ekki úr vegi að setja þessa nýju skattlagningu á rafbíla almennings í samhengi við að umhverfisráðherra rétti ekki fyrir svo löngu nokkrum bílaleigum milljarð til orkuskipta og örfáum stórútgerðum hátt í 300 milljónir króna m.a. Samherja úr Orkusjóði.
Mikill vilji er hjá stjórnvöldum að koma styrkjum á stórfyrirtækin en í nafni orkuskipta hafa kaup þeirra á rafmagnslyfturum verið styrkt af almannafé, en umrædd tæki hafa verið í notkun í um hálfa öld á Íslandi.
15.3.2024 | 23:25
Bjartasta vonin dofnar
Ýmsir eru farnir að velta því fyrir sér hver verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem hingað til hafa verið taldir líklegri til þess að taka við keflinu hafa ekki styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu. Sammerkt er með þeim að þeir hafa gjarnan boðað mikla sókn og breytingar með stórfenglegri flugeldasýningu, en þegar til kastanna hefur komið hefur skotist upp lítil ýla sem varla hefur náð upp fyrir þakskeggið.
Í kjölfarið hefur nafn Guðrúnar Hafsteinsdóttur oftar verið nefnt til sögunnar sem vænlegur kostur. Hún hefur ekki verið með mikið orðagjálfur, heldur boðað breytingar með yfirveguðum hætti og að því virðist reynt að vinna þeim.
Nú í þinginu í síðustu viku virtist sem að það væri slokknað dómsmálaráðherranum í svörum við fyrirspurnum um landamæragælsu og vanrækslu flugfélaga við að upplýsa hverjum þau eru að fljúga til landsins.
Guðrún virkaði eins og hver annar ísaður embættismaður langt innan úr kerfinu sem var sáttur við að hingað kæmu liðlega 150 þúsund manns árlega sem stjórnvöld vissu engin deili á. Ráðherrann virtist hamingjusamur með að íslensk lög vikju fyrir sjónarmiðum flugfélaganna þar til búið væri að fara í einhverjar viðræður um málið við Evrópusambandið. Það hreyfði ekki við neinu þó svo að dæmi væru um að útlendingum sem hefði verið brottvísað kæmu til landsins hvað eftir annað m.ö.o. landamærin eru galopin.
Svör við því hvort taka ætti upp auknu eftirliti á landamærunum voru með sama sniði - engin pólitísk sýn eða skilaboð og öllum ákvörðunum vísað til ríkislögreglustjóra.
Það er vonandi að dómsmálaráðherra hressist sem fyrst og boði festu í málaflokknum - Ekki veitir af.
14.3.2024 | 23:53
Á hvaða ferðalagi er umhverfisráðherra?
Í dag eru skilaboðin frá umhverfisráðherra að Heilbrigðiseftirlitið sé ekki nógu strangt og skilvirkt. Það er niðurstaða Guðlaugs Þórs nú í mars, í kjölfar aðgerða eftirlitsins á matvælalagernum í Sóltúni 20 sl. haust. Á lagernum var að finna m.a. meindýr og annan viðbjóð. Ráherra er hér að enduróma málflutning forsvarsmanna Krónunnar um ábyrgð eftirlitsins á starfrækslu veitingastaðanna Wok On. Það er auðvitað verulega ósanngjarnt þar sem Wok On neitaði algerlega að hafa nokkuð með lagerinn að gera.
Það vekur upp spurningar að ráðherra skuli hér beina spjótum sínum sérstaklega að Heilbrigðiseftirlitinu sem hóf málið en ekki t.d. gegn lögreglu, Vinnueftirliti eða Útlendingastofnun sem eiga eflaust einnig líkt og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur þakkir skyldar fyrir aðkomu sína að málinu?
Það að umhverfisráðherra vilji nú herða og gera heilbrigðiseftirlitið strangara er í algerri mótsögn við skilaboð skýrslunnar sem vitnað er til í fréttinni og sömuleiðis málflutnings ráðherra sjálfs t.d. á opnum fundi um opinbert eftirlit hjá Samtökum Iðnaðarins fyrr á árinu.
Skilaboð skýrslu starfshóps ráðherra voru m.a. einkavæðing eftirlitsins og draga úr eftirlitsferðum en í þess stað ætti að kalla eftir gögnum frá eftirlitsþegum m.a.væntanlega þeim ágæta veitingamanni Davíð Viðarssyni.
Við kynningu á skýrslu starfshóps ráðherra og í greinum sem flokkssystkini hans hafa skrifað á liðnum mánuðum hefur komið fram mikill misskilningur á eðli og starfsháttum heilbrigðisfulltrúa m.a. að þar fari um hópur manna með vaskablæti sem hefur það eitt að markmiði að gera veitingamönnum afar erfitt fyrir. Það er alls ekki svo en 99% af samskiptunum við veitingamenn eru afar ánægjuleg.
Sá sem fór fyrir hópnum nefndi sérstaklega það eftirlit sem ég veiti forstöðu á Norðurlandi vestra að það væri ekki burðugt þar sem þar væru of fáir opinberir starfsmenn á launaskrá. Ekki ætla ég að gerast dómari í eigin sök en þessi orð sannfærðu mig og fleiri endanlega um að Sjálfstæðisflokkurinn væri báknið sem sæi enga aðra lausn en stórar miðstýrðar stofnanir sem legðu línurnar um t.d. um veitingasölu kvenfélaga eða þrifnaði á lóðum.
Við þetta má bæta að þingmaður Sjálfstæðisflokksins sá sig knúinn í kjölfar Wok On málsins að leggja eftirfarandi fyrirspurn til umhverfisráðherra: Telur ráðherra að regluverk varðandi heilbrigðiseftirlit sé of þungt í vöfum fyrir atvinnurekendur?
Vonandi fer ráðherra að draga þann lærdóm af Wok On- málinu að það sé betra bæði pólitískt og út frá því ná árangri með önnur verkefni ráðuneytisins að tala nú við heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaganna í stað þess að tala stöðugt um og jafnvel niður til þeirra sem vinna að matvæla- og hollustuháttareftirliti.
Það eru brýn úrlausnarefni sem eru beinlínis komin í óefni m.a. hefur breytt framfylgd reglna um urðunarstaði lokað fyrir farveg fyrir mengaðan jarðveg. Staðan hefur leitt til þess m.a. mengunarvarnarbúnaður er að verða óvirkur vítt og breitt um landið.
Sama á við um skráningarreglugerð umhverfisráðuneytisins nr. 830/2022, en síðast í dag ræddi ég við fiskverkanda sem hristi hausinn yfir þeirri þraut sem hann væri leiddur í, í nafni einföldunar.
Grípa þarf inn í ásetningsbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.3.2024 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2024 | 22:25
Skoðanagrýlan og kynþáttahatrið
Einn helsti þáttarstjórnandi RÚV Egill Helgason, gerir því skóna í skrifum á netinu að Íslendingar séu illa haldnir af kynþáttahatri.
Þessu til rökstuðnings birti hann skrif eftir heimspeking sem nefndi reyndar ekkert dæmi máli sínu til stuðnings. Egill vitnaði einnig til fréttar af varaþingmanni Framsóknarflokksins sem benti á skrif fyrrum menntaskólakennara á FB um erlendan keppanda í Söngvakeppni RÚV. Vissulega voru þau skrif vond en þó alls ekki verri en ýmislegt sem hefur fallið um íslenskan keppenda sem vann umrædda Söngvakeppni.
Óhjákvæmilega þurfa hliðverðir umræðunnar á RÚV, Egill Helga ofl. að skýra nánar hvað þeir eiga við um að Íslendingar séu haldnir smásálarlegu kynþátthatri.
Er kynþáttahatrið fólgið í umræðu um:
1) Kostnað vegna hælisleitenda?
2) Fjölda hælisleitenda og álag á innviði t.d. mennta- og heilbrigðiskerfið?
3) Mismunandi glæpatíðni eftir upprunalöndum innflytjenda á hinum norðurlöndum og hvernig megi forðast að lenda í sömu ógöngum og Svíar?
4) Ógnandi mótmæli hælisleitenda m.a. á Alþingi?
5) kynferðisbrot erlendra leigubílstjóra?
6) Ofbeldisglæpi og líflátshótanir hælisleitenda m.a. á hendur vararíkissaksóknara?
7) Mismunandi afstöðu innflytjenda til jafnréttis og kynhneigðar?
Til að tryggja góða aðlögun þyrfti ef vel ætti að vera rækilega umræða um alla ofangreinda þætti. Hvernig stendur á því að "góðir" fjölmiðlamenn taka upp því að gerast skoðanagrýlur og reyna að úthrópa þarfa umræðu?
11.3.2024 | 16:37
Það sem Krónan vildi þá og nú
Það er dapurlegt að Krónan sé trekk í trekk að setja olnbogann í Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fyrir afskipti af Wok On. Nær væri að þakka eftirlitinu fyrir að tryggja matvælaöryggi og hrinda málinu af stað. Máli sem hefur ýmsa anga og flesta hræðilega.
Það sem kemur á ánægjulega á óvart er að aðfinnslur forsvarsmanna Krónunnar og Festis ganga annars vegar út á að upplýsingagjöf hefði mátt vera betri og síðan að aðgerðir eftirlitsins hefðu átt vera mun harðari.
Hvers vegna kemur það á óvart? - Jú Krónan barðist ekki fyrir svo löngu gegn því að brauð í verslunum yrði smitvarið.
Þessi greinilega viðhorfsbreyting er jákvæð, en til þess að ná árangri í að tryggja öryggi matvæla þarf; almennan skilning á verkefninu, skilning á hlutverki eftirlits og tryggja góða menntun. Algengt er að matvælaframleiðendur og matvælaverslanir ofl. gangi á eftir því birgjar hafi fullgild starfsleyfi og kalli eftir frekari gögnum t.d. eftirlitsskýrslum yfirvalda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2024 | 00:17
Læknir má en KSÍ ekki
Það er ákveðinn útrásarljómi yfir umfjölluninni um íslenska lækninn sem er að taka að sér að stýra sjúkrahúsi í Sádí Arabíu - trúarofstækisríki Isamista, þar sem mannréttindi m.a. kvenna eru fótum troðin og stjórnvöld þar taka að meðaltali þrjár manneskjur af lífi í viku hverri.
Það var með réttu að KSÍ var gagnrýnt fyrir að leika æfingaleik við Sádí Araba sem auk fyrrgreindra mannréttindabrota stóðu í á sama tíma og leikurinn fór fram, í hernaði gegn nágrönnum sínum í Jemen. Það er umhugsunarefni að sú gagnrýni sem KSÍ fékk þá var mun mildari en sú óskiljanlega gagnrýni sem KSÍ fær á sig fyrir að dragast gegn Ísrael og þurfa að etja kappi við lýðræðisríkið um sæti í Evrópukeppni.
"Réttlát" reiðin virðist vera mun meiri gegn Ísrael vegna hernaðar Ísrael gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas í kjölfar fjöldamorða og hópnauðgana Hamas þann 7. okt. sl. en mannréttindaníðinganna í Sádí Arabíu.
Þessi afstaða er illskiljanleg þar sem Sádar hafa beitt sér fyrir að fjármagna öfgaislam sem eitrað hefur aðlögun múslimskra innflytjenda á Vesturlöndum.
Fer til Sádi-Arabíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 1014400
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007