Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Verður Ingibjörg Sólrún á vaktinni?

þær Þórhildur Þorleifsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa lengi fylgst að í stjórnmálunum -  í Kvennalistanum og síðan fóru þær stöllur saman í Samfylkinguna.  Báðar fóru þær þaðan út vegna Landsdómsmálsins sem var að lokum einungis höfðað gegn Geir Haarde einum en ekki samverkafólki hans.

Nú hlýtur sú spurning að vakna hvort að Ingibjörg Sólrún geri hlé á leiðangri sínum í Afganistan til þess að komast á vaktina með Þorvaldi og Þórhildi.


mbl.is Þórhildur Þorleifsdóttir í 1. sæti Lýðræðisvaktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfanum óskað heilla

Hvað getur verið rangt við að óska nýjum páfa heilla í störfum sínum?  

Vissulega hefur kirkjan í gegnum aldirnar borið ábyrgð á ýmsu misjöfnu sem of langt mál er að tala um. Ýmsar skoðanir Frans eru umdeildar og hafa valdið úlfúð og á það ekki einungis við um viðhorf hans til kynferðismála heldur einnig ýmis ummæli um Falklandseyjastríðið.   

Er nú ekki um að gera að óska honum heilla í að stýra gömlu fleyi með úr sér gengnum kompás.


mbl.is Ekki í nafni allrar íslensku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband