Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Smábátasjómenn á Snæfellsnesi mega ekki veiða síldina

Á sama tíma og síldin leitar hvað eftir annað inn í Kolgrafarfjörð og drepst þar í tugþúsunda tonna tali og hvalir háma síldina í sig inn á Grundarfirði, þá mega heimamenn ekki veiða síldina. 

Steingrímur J. Sigfússon skar niður veiðiheimildir smábáta í lagnet en heimilt er að leyfa 2.000 tonna veiði en atvinnuvegaráðherrann gaf einungis út 500 tonna kvóta.  Landssamband Smábátasjómann reyndi að hnekkja þeirri ákvörðun með því að óska efir 1.000 tonna viðbót við leyfilegan afla smábáta.  Niðurstaðan var að bátarnir fengu 300 tonna aukningu við 500 tonna upphafskvóta. 

Greinilegt er að hagsmunir minni útgerða og sjávarbyggðanna er algert aukaatriði hjá núverandi valdhöfum. Frekar er síldin látin fara forgörðum en að hún sé nýtt af heimamönnum! Reyndar endurspeglar nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar "um stjórn fiskveiða" þetta viðhorf en mesta púðrið í því fer í að takmarka veiðar handfærabáta, á sama tíma og sérréttindum er úthlutað til annarra til tveggja áratuga. 

Það sem mér finnst áhugavert sem líffræðingi er hvort að síld sé ekki víðar að finna víðar í miklum mæli en í Breiðafirðinum og hvort að það sé yfirleitt verið leita að vetrarstöðvum síldar inn á öðrum fjörðum. Margir muna enn eftir Hvalfjarðarsíldinni hér um árið.


mbl.is Enn drepst síld í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband