Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
30.6.2010 | 11:50
Ólögleg tilmæli í þágu fjármálafyrirtækja
Það er merkilegur fjandi að stjórnvöld sem sváfu á verðinum á meðan bankarnir voru rændir innanfrá og tóku stöðu gegn krónunni og almenningi skulu nú vakna til þess að beina ólöglegum tilmælum til fjármálafyrirtækja. Fyrirtækjanna sem hafa gengið hart fram í að innheimta ólögleg stökkbreytt lán. Það er fróðlegt að fara stuttlega yfir yfirlýsingu stjórnavalda.
Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands beina því eftirfarandi tilmælum til fjármálafyrirtækja:
1. Lánasamningar sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihalda óskuldbindandi gengistryggingarákvæði sbr. framangreinda dóma Hæstaréttar verði endurreiknaðir. Í stað gengistryggingar og erlends vaxtaviðmiðs skal miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum og beitt er þegar óvissa ríkir um lánakjör sbr. 18. og 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, nema aðilar semji um annað.
Í þágu almannahagsmuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2010 | 09:26
Hvar voru Steingrímur J., Gylfi og Jóhanna?
Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eru að fara mjög vafasama fjallbaksleið lagalega við að breyta gerðum samningum.
Það sem vekur sérstaka athygli er gunguskapurinn í ráðherrum Vg og S að vera í felum þegar stjórnvöld kynna skjaldborgina um fjármálafyrirtækin á kostnað lántakanda.
Miða við lægstu vexti á hverjum tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2010 | 10:37
Stjórnvöld veittu fjármálafyrirtækjum heimild til tuddaskapar og dólgslegrar innheimtu
Við hrunið var tjón fjármagnseigenda að mestu tryggt á einni nóttu en skuldugur almenningur var látinn dingla hálfkæfður í skuldasnöru.
Umræðunni var snúið algerlega á hvolf þar sem almenningur sem skuldaði ólögleg gengistryggð lán var settur í stöðu betlara sem þurfti úrlausn sinna vandamála. Bankastjórarnir sem veittu lánin voru í hlutverki höfðingja sem gátu af rausnarskap sínum gefið eftir einhvern hluta lána.
Það voru höfð ósvífin endaskipti á hlutunum, bankarnir sem enn hafa sömu kúlulánastjórnendur í forsvari lánuðu nytsömum sakleysingjum, veðjuðu síðan gegn íslensku krónunni og grófu undan virði hennar og forsendum lánanna. Í siðuðu samfélagi hefði almenningur ekki verið látinn hanga í snörunni heldur bankamennirnir.
Stjórnvöld gátu á sínum tíma leyst úr vanda gengistryggðra lána með almennum hætti í stað þess að vísa almenningi á dómstóla, til að verja sig fyrir tuddaskap fjármálafyrirtækja. Núna þegar dómur Hæstaréttar liggur fyrir sem virðist stjórnvöldum ekki að skapi, þá heyrist í ríkisstjórn Vg og S að óásættanlegt sé að farið verði að dómnum og veita lántakendum vildarkjör en það var í góðu lagi að beita sama fólk hörðu og dólgslegum innheimtuaðgerðum.
Efast um íslenska lögfræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.6.2010 | 17:28
Kynlegur fréttamannafundur
Fréttamannafundur AGS vakti fleiri spurningar en svör. Á sama tíma og stjórnvöld boða; blóðugan niðurskurð, skattahækkanir og að gengið verði rösklega til verks að bjóða heimilin upp í haust, þá lýsa landstjórar AGS því yfir að kreppunni sé lokið!
Óneitanlega læðist að manni sá grunur að fundurinn sé liður í stærri fléttu sem mun koma fram í yfirlýsingum undirmanna sjóðsins þ.e. þeim Gylfa Magnússyni og Steingrími J. Sigfússyni þegar líður á vikuna.
Kreppunni lokið segir AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2010 | 11:45
Bjarni Ben gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum
Sjálfstæðisflokkurinn er illilega klofinn í sjávarútvegsmálum. Í ræðu formannsins kom fram að hann vildi auka strax veiðiheimildir um leið og Bjarni benti á að þann vilja væri ekki að finna á stjórnarheimilinu. Sannleikurinn er sá að hörðustu fylgismenn þeirra stefnu að veiða minna til að geta veitt mikið meira seinna eru innan Sjálfstæðisflokksins. Talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum Einar K. Guðfinnsson er harðkjarna niðurskurðarmaður sem engin rök bíta á. Einar sá nýlega ástæðu til þegar honum fannst Jón Bjarnason vera að stela af sér glæpnum, til þess að undirstrika í blaðagrein að það var hann og Sjálfstæðisflokkurinn sem herti á niðurskurðarstefnunni fyrir þremur árum síðan. Stefnu sem hvergi skilað nokkrum árangri. Einar K. er trúaður fylgismaður Ragnars Árnasonar sem lagði m.a. til árið 2007 þá dellu að hætta þorskveiðum í nokkur ár til þesss að fá enn meiri afla síðar. Hagfræðistofnun taldi íslenskt efnhagslíf standa svo vel rétt fyrir hrun að tímabært væri að hætta veiðum og það þrátt fyrir að kenningar Ragnars Árnasonar gengu þvert gegn viðtekinni vistfræði.
Á sama tíma og formaðurinn hefur boðað auknar veiðar hefur Einar Kristinn bent hróðugur á að hann hafi komið í veg fyrir veiðar á árinu 2008 en veiðar á árinu en þegar þýskir kafbátar friðuðu fiskimiðin á stríðsárunum.
26.6.2010 | 14:40
Eiríkur Stefánsson lokar fundi Samfylkingarinnar
Pistlahöfundurinn Eiríkur Stefánsson á Útvarpi Sögu boðaði í viðtali hjá Arnþrúði og Pétri tillöguflutning á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar nú um helgina. Tillögurnar áttu að koma í veg fyrir að flokksforystan gæti svikið enn frekar boðaða sjávarútvegsstefnu flokksins.
Greinilegt er að Eiríkur hefur skotið forystu Samfylkingarinnar skelk í bringu og hún lokað á aðganga fjölmiðla að fundinum, nema rétt á meðan Jóhanna les upp ræðu einhvers ræðuskrifarans.
Sú spurning hlýtur að vakna hvaða erindi flokkur á við almenning ef að umræðurnar þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum?
Óvíst hvort annað tækifæri gefist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2010 | 09:10
Jón Gnarr flýtir Alþingiskosningum
Ekki verður Jón Gnarr sakaður um að standa ekki við kosningaloforðið að hygla sér og að spillingin verði upp á borðum þegar hann réð stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir valinu til að stýra illa stöddu orkufyrirtæki, varð gamall vinur fólksins í Besta flokknum, til margra ára. Engum sögum fer af reynslu eða þekkingu vinsins við starfrækslu orkufyrirtækis. Hann hefur hins vegar getið sér góðs orðs fyrir hörku við að stjórna innheimtu á ólöglegum stökkbreyttum lánum illræmds fjármálafyrirtækis. Líkum má leiða að því að Jón Gnarr ætli að nýta þekkingu og reynslu nýs stjórnarformanns til að ganga hart fram í að fara dýpra ofan í vasa borgarbúa.
Þrátt fyrir framangreint loforð Jóns Gnarrs þá má fastlega má búast við því að margir sem kusu Besta flokkinn hafi í og með vonast eftir breytingum til batnaðar en ekki aukinnar spillingar. Það sem helst kemur í veg fyrir að Fjórflokkurinn, sem glímir við mörg innanmein, boði til Alþingiskosninga er hræðslan við Besta flokkinn og jafnvel Spaugstofuna. Eftir því sem Jón Gnarr verður ófyndnari á kostnað almennings mun ótti Fjórflokksins minnka og þar með styttast í kosningar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Reikna má fastlega með því Bjarni og Ólöf sigri með miklum yfirburðum í kjöri varaformanns og formanns. Mikilvægi Sjálfstæðisflokksins sem vinnumiðlunar og félagslegrar einingar hefur minnkað mjög en þröng sérhagsmunasamtök hafa enn sterk tök á flokknum. Eina spennan er hvort að félagi Davíð verði með eitthvert glens og gaman á landsfundinum.
Reikna má fastlega með því að millistjórnandi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Steingrímur J. Sigfússon haldi maraþon ræðu á sínum fundi. Áhersla millistjórnendans Steingríms verður án efa lögð á að skammast út í fortíðina og leggja áherslu á samstöðu og samheldni flokksmanna. Látið verður að því liggja að allir þeir sem efast um leiðsögn Steingríms J. og AGS s.s. Lilja Mósesdóttir sé vandamálið. Án efa verður síðan klæmst á orðunum eins og gegnsæi, traust, trúverðugleika, samstöðu og jöfnuði. Ekki er hægt að búast við frjóum umræðum um framtíðina eða stöðu heimila, þar sem leiðtoga- og kredduöflin hafa tögl og hagldir. Það verður þó helst að varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir lyfti fundinum upp með því jákvæðu tali um Tónlistarhúsið Hörpuna.
Reikna má fastlega við þjóðhátíðarstemmningu á fundi Samfylkingarinnar þar sem að mati innvígðra náðist merkur áfangi í eina máli flokksins Evrópumálinu, á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Allar líkur á að lítil umræða verði um minni mál Samfylkingarinnar s.s. skuldavanda heimilanna, skattaafslátt til fjárglæframanna, uppgjöf flokksins í sjávarútvegsmálum og atvinnuleysið. Lítið mun fara fyrir boðaðri uppreisn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, enda er það snúið verk í miðjum hátíðarhöldum.
Án efa munu forystumenn Samfylkingarinnar s.s. Mörður og heilög Jóhanna tala á tilfinningaþrútinn hátt um jöfnuðinn og óréttlætið í samfélaginu og þá einkum það sem snýr að fjármálafyrirtækjum sem hafa að mati flokksins mátt þola að taka að sér erfið verk s.s. að innheimta stökkbreyttar skuldir og bjóða upp eignir almennings.
13.6.2010 | 13:34
Saga árangurslausrar fiskveiðistjórnunar skoðuð
Þegar farið var af stað við að stjórna þorskveiðum með þeim kennisetningum sem Hafró beitir var markmiðið að minnka sveiflur í afla og að hann yrði að jafnaði 400-500 þúsund tonn. Aðferðin gengur annars vegar út á að draga úr veiðum til að byggja upp hrygningarstofninn og hins vegar að vernda smáfisk.
Allir geta fallist á að upphafleg markmið hafa ekki gengið eftir, en deilt er um hverju sé um að kenna. Þeir sem hafa stýrt Hafró og rannsakað og fellt dóma um eigin verk segja að ekki hafi verið dregið nægjanlega úr veiðum. Þessu er haldið blákalt fram þó svo að það hafi verið farið nokkuð nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró sl. einn og hálfan áratug og að veiðisvæðum sé markvisst lokað fyrir veiðum á smáfisk.
Aðrir líffræðingar og fiskifræðingar, s.s. ég og Jón Kristjánsson, hafa haldið því fram að kenningin sem Hafró vinni eftir geti ekki gengið upp þar sem hún brjóti í bága við viðtekna vistfræði, s.s. að vitavonlaust sé að vernda fiskinn þar sem vöxtur er við sögulegt lágmark. Sömuleiðis hefur verið bent á að ekki sé um að ræða jákvætt samband á milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar en fleiri hafa bent á það, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Fleira má nefna, t.d. að fiskveiðar ganga sinn vanagang á hafsvæðum þar sem umdeildar kenningar Hafró ráða ekki för, eins og í Barentshafinu og við Færeyjar, en reiknisfiskifræðingar hafa ítrekað spáð algjöru hruni.
Þorskveiðin nú er miklu minni en þegar útlendingar voru að veiða hér í landhelginni og sömuleiðis er atvinnufrelsi Íslendinga virt að vettugi að mati mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Sagan skoðuð
Frá árslokum 1976 hafa Íslendingar haft stjórn á veiðunum og voru menn nokkuð bjartsýnir á að með betri stjórn, einkum minni smáfiskaveiði, næðist fljótlega að ná fram jafnstöðuafla, 400-500 þúsund tonn eins og áður segir.
Þetta gekk ekki eftir þrátt fyrir stækkaða möskva og fleiri aðgerðir og var svo komið að árið 1991 var það mat Hafró að þorskstofninn stæði veikt og var skýringin að veitt hefði verið of mikið frá því að kvótakerfið var tekið upp árið 1984 og síðan að sjór hefði kólnað frá því sem áður var þegar afli var meiri. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ákvað að fara nokkuð nákvæmlega eftir ráðgjöf Hafró.
1991 Kvótinn sem Þorsteinn Pálsson þáverandi sjávarútvegsráðherra gaf út var innan skekkjumarka eða rétt um 6% umfram ráðgjöf.
1992 reiknaði Hafró enn og aftur að þorskstofninn væri á niðurleið þrátt fyrir að farið hefði verið að mestu eftir ráðgjöfinni á árinu á undan.
Kvótinn 1992 sem gefinn var út var 205 þúsund tonn sem var um 7% umfram ráðgjöf og lét aðstoðarforstjóri Hafró hafa eftir sér niðurskurðurinn væri liður í að byggja upp stofninn.
1993lagði Hafró enn og aftur til að skorið yrði niður þrátt fyrir að farið hefði verið að mestu eftir tillögum stofnunarinnar árin á undan og var lagt til 150 þúsund tonna afla og fór Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra að mestu eftir tillögum Hafró eins og áður.
1994 brá Hafró ekki af venju sinni og lagði til umtalsverðan niðurskurð eða 130 þúsund tonna þorskafla og það var eins og við manninn mælt Þorsteinn Pálsson skar niður veiðiheimildir.
1995 mátti heyra nýjan tón í ráðgjöf Hafró og var ráðlagt að veiðin yrði sú sama og árið áður eða 155 þúsund tonn, þrátt fyrir að ekki hefði verið skorið jafnmikið niður og stofnunin lagði til. Þorsteinn Pálsson barði sér á brjóst og taldi að þessi ráðgjöf vera til vitnis um að það hefði verið rétt að fara nánast í einu og öllu eftir ráðgjöfinni.
1996 lagði Hafró til að þorskveiðin yrði aukin um 20% eða 186 þúsund tonn og taldi forstjóri Hafró að það væri bjart framundan og það var framreiknað að stofninn myndi vaxa um 200 þúsund tonn á næstu 2 árum.
1997 taldi Hafró að stofninn hefði vaxið meira en spáð hafði verið fyrir um ári áður og lagði stofnunin til að kvótinn yrðir 218 þúsund tonn og fór Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra eftir þeirri ráðgjöf og taldi að harðar niðurskurðaraðgerðir sínar hefðu skilað árangri.
1998 Hafró leggur til að veiðin verði 250 þúsund tonn og er það aflaaukning þriðja árið í röð og Þorsteinn sjávarútvegsráðherra segir að ráðgjöfin staðfesti að stefnan hafi verið rétt.
1999 Hafró leggur til að það sé nánast sami afli og árið á undan en forstjóri Hafró, Jóhann Sigurjónsson, segir að allar spár um þróun stofnsins standist vel og að það sé að vænta góðra frétta vegna tveggja stórra árganga sem séu á leiðinni sem að reynsla væri komin á.
2000 Hafró leggur til niðurskurð að kvótinn verði 203 þúsund tonn og komu þær fréttir eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ástæðan var sú að stofnunin hefði reiknað vitlaust árin á undan og hefði stofninn í raun verið minni en fyrri útreikningar gáfu til kynna. Ekki voru þó eingöngu um neikvæðar fréttir heldur var reiknað út ef farið yrði að tillögunum þá myndi stofninn stækka strax á næsta ári og enn meiri árið þar á eftir.
2001Hafró lagði til enn meiri niðurskurð eða 190 þúsund tonn þorskafla. Þetta "seinna" kom því ekki eins og spáð hafði verið ári fyrr og stofnunin taldi að nýir útreikningar staðfestu enn frekar að þegar stofnunin taldi sig loksins vera búin að fá þetta seinna hafði verið reiknað vitlaust. Ástæðan sem Jóhann Sigurjónsson gaf á þessu voru m.a. breytingar á hitafari og benti hann á að það væri vel að merkja kaldara á sl. 30 árum en fyrr á öldinni þegar betur fiskaðist.
2002 Hafró leggur til niðurskurð og að þorskaflinn verði ekki meiri en 179 þúsund tonn. Nú skyndilega vill forstjóri Hafró breyta aflareglunni sem búið var að mæra árin á unda þrátt fyrir að reglan og furðulegar sveiflujafnanir eigi ekki nokkuð skylt við líffræði heldur miklu frekar hagfræði.
2003 Hafró leggur til aukningu í 209 þúsund tonn en um var að ræða kosningaár og Davíð Oddson lagði til á fundi í Sjallanum að þorskkvótinn yrði aukinn um 30 þúsund tonn. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró staðfesti síðan fljótlega að í góðu lagi væri að veiða þann fisk sem Davíð fann í Sjallanum.
2004 Hafró leggur til skerðingu um nokkur þúsund tonn frá kosningaári og forstjóri Hafró bendir á að það hafi orðið hlýnum sem geti haft neikvæð áhrif á loðnuna og þar með þorskinn. Nú er hækkað hitastig orðið möguleg skýring á því hvers vegna veiðin er helmingi minni en áður en þremur árum fyrr var lækkað hitastig nefnd sem ástæða fyrir því að þorskurinn ætti erfitt uppdráttar.
2005 Hafró leggur til niðurskurð í 198 þúsund tonna þorskafla í umræðum er sagt að niðurskurðurinn gefi meiri afla á næstu árum en miklu betra væri að skera enn meira niður til að fá enn meiri afla seinna. Á fundi á Dalvík er haft eftir forstjóra Hafró að ekki sé hægt að bera saman afla á árunum 1920 til 1960 og síðar vegna þess að þá var hlýskeið.
2006 Hafró leggur til niðurskurð í 187 þúsund tonn en nú voru reiknisfiskifræðingar lausir við handfæraveiðar að mestu sem gátu mögulega ruglað lítillega reiknisdæmið. Nú var hækkað hitastig og meint gróðurhúsaáhrif dregin inn til skýringar á misheppnaðri uppbyggingarstefnu.
2007 Hafró leggur til niðurskurð í 130 þúsund tonn og Einar Kristinn sjávarútvegsráðherra kokgleypti þau fræði og Friðrik Jón Arngrímsson húkkaðist á vitleysuna. Aflareglunni var breytt til og veiðihlutfall lækkað úr 25% í 20% þess að uppbyggingin þorskstofnsins gengi hraðar fyrir sig. Hagfræðistofnun var fengin til að skrifa upp á delluna en þeir gerðu gott betur en það þar sem lagt var til enn frekari niðurskurður og jafnvel hætta þorskveiðum í nokkur ár til að uppbyggingin gengi enn hraðar fyrir sig. .
2008 Hafró leggur til niðurskurð á aflaheimildum um nokkur þúsund tonn. Einar Kristinn ákveður að kvótinn skuli vera 130 þúsund tonn en eykur síðan veiðiheimildir um 30 þúsund tonn í byrjun árs 2009 í ljósi bágs efnahags landsins og jákvæðra niðurstaðna í haustralli.
2009 Hafró leggur til að þorskaflinn verði einungis 150 þúsund tonn og viðurkennir með því að niðurskurður á aflaheimildum og ný aflaregla skilar ekki neinni uppbyggingu.
Búfræðikandídatinn Jón Bjarnason tók það upp hjá sjálfum sér skömmu eftir að hann tók við embætti að skrifa bréf til Alþjóða hafrannsóknarráðsins og sverja eið að stefnu reikningsfiskifræðinga og fara að einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró og veiða einungis 20% af veiðistofni. Hann lagði þar með til hliðar menntun sína og ætlar í miðri kreppu enn og aftur að fjölga þorskum sem eru langt undir meðalþyngd og þar að auki styttri. Búfræðikandídatinn Jón gerir heldur ekki neitt með að fiskveiðar ganga hvergi betur en einmitt þar sem ráðgjöf reiknisfiskifræðinganna í Alþjóðahafrannsóknaráðinu hefur verið algjörlega hundsuð, og þá á ég við í Barentshafinu og í Færeyjum.
2010 Hafró leggur til að veiðin verði einungis 160 þúsund tonn og má segja að allt tal um hraða uppbyggingu sem minnkaðar veiðar áttu að skila hratt og örugglega hafa ekki komið fram þrátt fyrir að göngur þorsks frá Grænlandi hafi bæst í púkkið. Engu að síður lýsir Einar K. Guðfinnsson fyrrum ráðherra yfir sigri og segir að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að koma í veg fyrir veiðar á árinu 2008. Mér finnst það jaðra við fábjánagang að hreykja sér af 160 þúsund tonna þorskafla en það þarf að fara aftur til ársins 1919 til þess að finna jafnlítinn þorskafla hér við land og leyft verður að veiða á næsta ári þ.e. ef horft er fram hjá árinu 2008 og reyndar 1940 og 1941 þegar miðin voru friðuð af þýskum kafbátum.
Það er orðið löngu tímabært að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina og fara yfir þá faglegu gagnrýni sem fram hefur komið á liðnum áratugum um að reiknisfiskifræðin gangi ekki upp en það er orðið fullreynt að halda þessari vitleysu áfram, þar sem að hún getur ekki gengið upp - hún stangast einfaldlega á við viðtekna vistfræði.
Einar K. Guðfinnsson er vanur að fara nokkra hringi í málflutningi sínum s.s. með og á móti kvótakerfinu og með og á móti ráðgjöf Hafró. Í dag skrifar hann gríðarmikla grein í Morgunblaðið þar sem að lýsir sig afar sáttan við ráðgjöf Hafró og tekur jafnvel að sér að útskýra dásemd sveiflujöfnunar í aflareglunni. Fyrir þá sem eru ekki innvígðir inn í reiknisfiskifræðina þá er rétt að taka það strax fram að reglan sem að Einar dáist svo að byggir ekki á neinni líffræði. Sömuleiðis þarf að fara aftur til ársins 1919 til þess að finna jafnlítinn þorskafla hér við land og leyft verður að veiða á næsta ári þ.e. ef horft er fram hjá árinu 2008 og reyndar 1940 og 1941 þegar miðin voru friðuð af þýskum kafbátum. Einar K. hefur reyndar bent hróðugur á að hann beri höfuð ábyrgð á að hafa komið í veg fyrir veiðar árið 2008.
Ekki ber á öðru en að Einar K. sé hjartanlega sammála græningjanum Jóni Bjarnasyni hvað varðar ráðlagða veiði næsta árs en það sem að hann setur út á er og er greinilega reiður yfir, er hvernig Jón garmurinn stóð að tilkynningu á því sem þeir eru sammála um.
Í lokin vil ég geta þess að ég hef rennt í gegnum skýrslu Hafró sem fiskveiðiráðgjöfin byggir á og hún er að mínu viti algjört líffræðilegt dellumeik.
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 1019344
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007