Leita í fréttum mbl.is

Jón Gnarr flýtir Alþingiskosningum

Ekki verður Jón Gnarr sakaður um að standa ekki við kosningaloforðið að hygla sér og að spillingin verði upp á borðum þegar hann réð stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur.  Fyrir valinu til að stýra illa stöddu orkufyrirtæki, varð gamall vinur fólksins í Besta flokknum, til margra ára.  Engum sögum fer af reynslu eða þekkingu vinsins við starfrækslu orkufyrirtækis. Hann hefur hins vegar getið sér góðs orðs fyrir hörku við að stjórna innheimtu á ólöglegum stökkbreyttum lánum illræmds fjármálafyrirtækis.  Líkum má leiða að því að Jón Gnarr ætli að nýta þekkingu og reynslu nýs stjórnarformanns til að ganga hart fram í að fara dýpra ofan í vasa borgarbúa.

 

Þrátt fyrir framangreint loforð Jóns Gnarrs þá má fastlega má búast við því að margir sem kusu Besta flokkinn hafi í og með vonast eftir breytingum til batnaðar en ekki aukinnar spillingar.   Það sem helst kemur í veg fyrir að Fjórflokkurinn, sem glímir við mörg innanmein, boði til Alþingiskosninga er hræðslan við Besta flokkinn og jafnvel Spaugstofuna. Eftir því sem Jón Gnarr verður ófyndnari á kostnað almennings mun ótti Fjórflokksins minnka og þar með styttast í kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þeir voru ekki lengi að valda vonbrigðum.

ThoR-E, 25.6.2010 kl. 09:53

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þeir hafa ekki að mínu mati valdið neinum vonbrigðum, spilað nákvæmlega eins og búast mátti við.  Eina góða við þetta er að sennilega verður stjórnarsamstarfið pólitísk gröf Dags B. Eggertssonar og hann grætur varla nokkur maður, frekar en aðra vindbelgi.

Kjartan Sigurgeirsson, 25.6.2010 kl. 11:54

3 identicon

Það verður gaman fyrir viðskiptavini OR þegar þessi  bófaforingi fer að senda handrukkara á þá eins og hann gerði hjá glæpafyrirtækinu Lýsingu,Þarna er Samspillingunni rétt lýst að ráða svona skíthæl  til sín,megi þessi ömurlegi skrípaflokkur aldrei þrífast

magnús steinar (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 12:43

4 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Vanskapaður fossætisráðherra, egó sjúkur kommi forseti og trúður sem borgarstjóri...............

Áfram Ísland................ við getum þetta... verðum bráðum heimsfræg.

Sorglega hliðin er að við kusum þetta ótilneydd yfir okkur !!

Gunnlaugur Bjarnason, 25.6.2010 kl. 16:18

5 identicon

Alveg rétt

En það sem er meira Sorglega við þetta er að fólk mun kjósa þetta yfir sig aftur og aftur

ingo sk. (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband