Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Ólafur Klemensson reiðir til höggs á ný

Vinkona mín, Guðrún Þóra Hjaltadóttir, er með merkilega bloggfærslu þar sem hún greinir frá því að sérfræðingur Seðlabankans í sjávarútvegsmálum hafi haft afskipti af mótmælendum fyrir utan Hótel Borg í fyrradag. Það verður að segjast eins og er að hann og félagi hans í myndbandi mbl.is fara nokkuð óhefðbundna leið í að stilla til friðar meðal mótmælenda. Ég þekki Ólaf sjálfur ekki í sjón en hef hins vegar lesið margt furðulegt sem hann hefur ritað um sjávarútvegsmál og hann hefur haft afskipti af mér.

Árið 2003 var okkur Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi og Jörgen Niclasen sem nú er utanríkisráðherra Færeyja boðið til Bretlands til að kynna stjórn fiskveiða í Færeyjum og á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að sýn okkar Jóns var önnur en sú falska glansmynd sem Hannes Hólmsteinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa viljað draga upp. Eitthvað fór fyrirlestraferðin fyrir brjóstið á Ólafi Klemenssyni og tók netfréttamiðill viðtal við hann þar sem hann talaði í nafni Seðlabankans og rægði Jón Kristjánsson persónulega og hélt á lofti ýmsum rangfærslum um það sem hann hafði fram að færa, auk þess sem Ólafur fullyrti að íslenska kvótakerfið ætti góðan hljómgrunn meðal almennings þó að einhverjar deilur væru vissulega um skattlagningu greinarinnar.

Sömuleiðis fullyrti Ólafur að framseljanlegt íslenskt kvótakerfi væri án efa langt hafið yfir það færeyska.

Þegar þingflokksformaður Frjálslynda flokksins gekk eftir því við yfirstjórn Seðlabankans hvort þetta viðtal og skoðunin sem þar kom fram væri í nafni Seðlabanka Íslands afneitaði hún því.

Þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar hins virta sérfræðings Ólafs Klemenssonar um yfirburði íslenska fiskveiðikerfisins er það gjaldþrota en Færeyingar hafa getað rétt okkur hjálparhönd.


« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband