Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

VG er á móti friðun húsa við Laugaveginn

Það getur á stundum verið erfitt fyrir mig, saklausan sveitamanninn, að átta mig á því sem fram fer í stjórn Reykjavíkurhrepps. Það fer þó ekki á milli mála að fulltrúa Græna framboðsins, Svandísi Svavarsdóttur, er mjög í nöp við borgarstjóra sem leggur sig þó fram um halda aftur af öllum virkjunaráformum og stóriðju en á meðan Græna framboðið réði Reykjavíkurborg virkjaði borgin í gríð og erg til þess að knýja álver.

Í grein í 24 stundum í morgun mátti sjá að fulltrúi græningjanna hefur margt og mikið að setja út á borgarstjórann og ein aðfinnslan var við það að skipa Magnús Skúlason í skipulagsnefnd borgarinnar en hann er fastari fyrir en aðrir í friðun húsa. VG virðist vera mjög andsnúið þessari skipan og hlýtur málefnaleg ástæða að vera að baki, s.s. að vera á móti friðun húsa við Laugaveginn.


« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband