Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Geir og greiðsluseðlarnir

Aðstoðarmaður Seðlabankastjóra mun á morgun flytja stefnuræðu ríkisstjórnar „jafnaðarmanna“ og sjálfstæðismanna. Satt að segja munu landsmenn hvorki búast við að ræðan innihaldi mikil tíðindi né að gæta muni nokkurrar framsýni. Fyrir örfáum mánuðum, þann 13. mars, flutti aðstoðarmaðurinn ræðu á ráðstefnu Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins í New York. Það var Ísland-best-í-heimi-ræðan þar sem Geir sannfærði sjálfan sig og reyndi að sannfæra aðra um gríðarlega sterka stöðu efnahagsmála og í framhaldinu var afráðið að gera nákvæmlega ekki neitt.

Þjóðin þarf ekki að velkjast í vafa um að mat Geirs var langt frá því að vera rétt enda sést það best á greiðsluseðlunum sem berast nú um bréfalúgur landsmanna um mánaðamótin.

Ég reikna með að Geir verði í svipuðu fari og áður í ræðunni á morgun og tali um að landsmenn verði að standa saman og kenna útlensku bankakreppunni um ófarirnar hér heima. 

Eina spennan á morgun verður væntanlega í ræðu starfandi leiðtoga „jafnaðarmanna“, Össurar Skarphéðinssonar. Ég reikna með að hann finni þó nokkra milljarða í ræðu sinni, hvort sem þeir verða í fiskeldi eða vatnsútflutningi. 


mbl.is Þingsetning í skugga kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband