Leita í fréttum mbl.is

Skuldastaða Íslands hjá Agli

Það er orðið löngu tímabært að það verði alvarleg og yfirveguð umræða um skuldastöðu þjóðarinnar og hvort að sú leið sem ríkisstjórnin og AGS hafa markað sé fær. Í Silfri Egils sýndi Gunnar Skúli Ármannsson með einföldum og hófsömum hætti að dæmið sem AGS setti upp gengi ekki upp.

Í seinni hluta þáttarins kom fram einn helsti viðskiptafélagi Björgólfs Thors, Vilhjálmur Þorsteinsson ,,fjárfestir", og var boðskapur hans sá að koma því til skila að eftir afskriftir verði skuldir hins opinbera viðráðanlegar. Það er engu líkara en að Vilhjálmur hafi tekið það upp hjá sjálfum sér að afskrifa drjúgan hluta af skuldum þjóðarinnar þar sem tölurnar sem hann byggir sínar ályktanir á eru umtalsvert lægri en þær sem AGS hefur til grundvallar. Ekki verður sagt um Vilhjálm að hann taki alltaf að sér auðveld verkefni en hann varði drjúgum tíma sínum fyrir nokkru í að réttlæta REI-rugl Orkuveitu Reykjavíkur. 

Ég hefði talið fara betur á því ef þáttarstjórnandi hefði haft saman lækninn Gunnar Skúla sem lagði fram delluplön AGS og Steingríms J. og síðan helsta talnaspeking Samfylkingarinnar sem virðist trúa því að hægt sé að tala niður skuldir þjóðarbúsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurjón, já þetta var afar áhugavert svo ekki sé meira sagt.  Það sem ég vil fyrst og fremst fá að vita er hvaðan fær Vilhjálmur Þorsteinsson þessar tölur?  Ef skuldastaða ríkisins með öllum opinberum fyrirtækjum meðtöldum er með nettóskuld upp á 90% af vergri þjóðarframleiðslu (er hún ekki eitthvað um 1.100 milljarðar?) þá er vandamálið ekki vera eins stórt og bæði AGS og ríkisstjórnin halda fram.  Af hverju eru þá AGS og ríkisstjórn að halda fram 240-310%?

Ég vona að þessar tölur séu réttar en ég vil fá það staðfest með ábyggilegri hætti en með einföldum súluritum.  Það er svo til marks um delluna á íslandi í dag að enginn virðist geta sýnt fram á hvernig þessu er háttað, einn heldur þessu fram í dag og einhver annar allt öðru þann næsta dag.  Þetta eru staðreyndir sem eiga að liggja á borðunum í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum og svo eiga menn að eyða tímanum í að karpa um hvernig best er að leysa úr málunum.  Hér virðumst við aðallega vera að karpa um hvað eru staðreyndir og hvað ekki.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

RÚV, hefur algerlega brugðist í málinu en það virðist vera hægt að rugla fólk í ríminu með því að fá gosa á borð við Vilhjálm sem birtir súlurit án þess að tilgreina hvaðan hann fær tölurnar á bak við þær sem stangast á við gögn sem AGS notar til viðmiðunar.

Vinnubrögðin hjá Agli Helgasyni eru óvönduð og nánast ómerkileg.

Sigurjón Þórðarson, 13.12.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Billi bilaði

Já, þeir hefðu átt að vera í sama viðtalinu, Gunnar og Vilhjálmur.

Alveg ótrúlegt að setja þetta svona fram þannig að leikmenn gætu alls ekki áttað sig á mismuni þess sem verið var að bera á borð.

Af hverju er Vilhjálmur með tölur sem AGS er ekki með? Ætti þá AGS ekki að fá þær tölur, og tala aftur við HH og Gunnar lækni?

Billi bilaði, 13.12.2009 kl. 23:04

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Billi, þetta er að sönnu mjög sérkennileg uppsetning hjá Agli á ríkissjónvarpinu en maður verður að reyna að skilja þetta út frá því að málið er örugglega mjög viðkvæmt pólitískt séð út frá Icesavefrumvarpinu. Það virðist vera markmiðið hjá Samfylkingunni og Steingrími að rugla umræðuna og komast hjá því að  fara yfir kjarna málsins þ.e. hver raunveruleg greiðslugetu Íslands er.

Sigurjón Þórðarson, 13.12.2009 kl. 23:36

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Enginn getur í dag sagt hver heildarskuldastaða Íslands er í dag,vegna þess að enginn veit hvers virði íslanska krónan er.En tölur Seðlabankans liggja fyrir hvað íslenska ríkið varðar miðað við stöðu krónunnar eins og hún er í dag, eins og Seðlabankinn setur hana upp.Ef hún fer á flot þegar búið verður að samþykkja Icesave og ríkið hefur tekið öll þau lán sem það getur fengið núna hlýtur krónan að kolfalla vegna óhagsstæðs viðskiptajöfnuðar og skulda annarra en ríkisins.Vilhjálmur viðurkenndi það.Þar að auki erum við á gráu svæði með að halda genginu föstu samkvæmt EES.  

Sigurgeir Jónsson, 14.12.2009 kl. 00:06

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sé ekki hvað verið er að gera lítið úr upplýsingum Vílhjálms Þorsteinssonar stjórnarformannns CCP ef ég veit rétt. Hann skýrir þetta vel út hér á blogginu og byggir alfarið á tölum frá Seðlabanka og AGS. Það eru óvart nákvæmustu tölur sem eru í boði. Hann bendir á að þegar talað er um að skuldir þjóarbúsins séu 210% af landsframleiðslu þá eru inn í þessu um 1000 milljarðar sem Aktavis skuldar erlendis. Það eru um 70% af landsframleiðslunni sem eru um 1200 milljarðar. Exista og Bakkavör skulda mörg hundruð milljarða erlendis minnir að það séu um 500 milljarðar. Þannig að saman skulda þessi 2 fyrirtæki um 40% af skuldum þjóðarbúsins. Eða um 1600 milljarða. En þessar skuldir eru að mestu erlendis og við einkafyrirtæki þannig að þær lenda ekki á ríkinu á nokkrun hátt. Og síðan minnir hann á að við eigum líka eignir enn þá t.d. er talað  um að Landsbankinn eigi um 1200 milljaðra í eignum eftir að ónýtar eignir hafa verið teknar frá.

Þannig að á endanum þegar eignir hafa verið teknar á móti skuldum og skuldir fyrirtækja frá skuldum ríkisins þá eru skuldastaða ríkisins ekki eins hræðileg og fólk vill halda fram.

En auðvita er betra að trúa Gunnari Skúla lækni sem er áhugamaður um að sýna fram að sérfræðingar seðlabanka og AGS viti ekki hvað þeir eru að tala um.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2009 kl. 01:17

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Magnús Helgi,  Gunnar Skúli Ármannsson vitnaði beint í tölur AGS en Vilhjálmur viðskiptafélagi Björgólfs Thors var eitthvað búinn að fikta við tölurnar þannig að þeir sem hafa fylgst sæmilega með og lesið hagtölur Seðlabankans s.s. Haraldur Líndal ofl. botna lítið í hvert Vilhjálmur er að fara.

Sigurjón Þórðarson, 14.12.2009 kl. 09:21

8 identicon

Sigurjón, nú horfði ég einungis á þetta viðtal með öðru auganu yfir próflestrinum þannig að eitthvað gæti hafa farið framhjá mér... en var Gunnar eitthvað að tala um skuldastöðu þjóðarinnar? Var þetta ekki fyrst og fremst áætlun AGS um vöruskiptajöfnuð sem hann var að ræða um og sýna stöplarit af?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 10:55

9 Smámynd: Jón Magnússon

Vilhjálmur Þorsteinsson er mikill ágætismaður og ég hef ekki reynt hann af því að fara með fleipur.  Mér fannst hann setja mál sitt vel fram vel rökstutt og á mannamáli. 

Jón Magnússon, 14.12.2009 kl. 11:10

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jón Magnússon, hefur þá væntanlega tekið undir rökstuðning og réttlætingu Vilhjálms á sérstökum sérkjörum og kaupréttarsamningum í tengslum við REI málið. Hann hélt því fram það væri rétt að umbuna sérstökum lykilstarfsmönnum  til að glutra ekki niður verðmætum útrásarverkefnum.Þeir sem hafa rennt í gegnum ársreikning Orkuveitu Reykjavíkur ættu að sjá að hvers konar rugl var í gangi í OR.  Skuldir margfölduðust og eru nú liðlega 230 milljarðar. 

Helsti gallin á "mannamáli" Vilhjálms um skuldir hins opinbera og þjóðarbúsins er að það er ekki í neinu samræmi við önnur gögn sem unnið er með.  Vilhjálmur sýnir á súluriti að nettóskuldir hins opinbera séu um 40% af landsframleiðslu en ef einungis er litið á skuldir stærstu orkufyrirtækjanna þá rjúfa þær skuldaþak Vilhjálms en  erlendar skuldir Landsvirkjunar eru hátt í  400 milljarðar og erlendar skuldir OR ríflega 200 milljarðar eins og áður segir. 

Sigurjón Þórðarson, 14.12.2009 kl. 11:57

11 Smámynd: Billi bilaði

Magnús Helgi, VÞ kom fram í silfrinu sem „forritari“, og þú gerir lítið úr því að Gunnar skuli vera læknir.

Þú og Jón Magnússon viljið líka halda því til haga að VÞ sé ágætismaður, sem ég veit ósköp vel að hann er. Það kemur því bara ekkert við að ég skildi Hvað Gunnar læknir var að segja, mjög vel, en gat ekki tengt það sem VÞ hafði fram að færa við þann skilning. Af því leiðir að umræðan fyrir pöpul eins og mig fór út og suður.

Getið þið kannski bent á villurnar hjá Gunnari lækni þannig að ég fái skilið það?

ES: Tölur VÞ byggja ekki alfarið á tölum AGS og Seðlabanka, ef ég tók rétt eftir í gær. Hann byggir þær líka á upplýsingum frá ótilgreindum kunningjum sínum úr bankakerfinu.

Billi bilaði, 14.12.2009 kl. 13:05

12 identicon

Sæll Sigurjón.

Hér er tölvupóstur til Egils Helgasonar sem ég var að framsenda á alþingismenn um málið.

Kv.

Gunnar

***

Sæll Egill

Í Silfrinu í gær setti Vilhjálmur Þorsteinsson fram útreikninga á erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins án gömlu bankanna. Á bloggsíðu Vilhjálms er heimild hans sögð vera „Seðlabanki Íslands, erlend staða þjóðarbúsins 2. ársfjórðungur 2009."

Í texta við súlurit um málið segir þar:

„Hér sést að skuldir þjóðarbúsins án gömlu bankanna eru sirka 220% af vergri landsframleiðslu (sem er summa allrar vöru og þjónustu sem framleidd eða veitt er í landinu á einu ári). Á móti koma eignir erlendis upp á sirka 180% af VLF og eftir standa nettó 40% af VLF eða sirka 600 milljarðar.  Hafa ber í huga að í þessum tölum eru stórir póstar á vegum einkafyrirtækja, t.d. Actavis sem eitt og sér skuldar sirka 70% af VLF (um 1.000 milljarða) erlendis, en á líka eignir á móti.Þessar tölur eiga sem sagt við um þjóðarbúið í heild.” Tölurnar eru líka ævintýralegar – ef eignir Actavis væru liðlega 50% af skuldum þess, þá væri erlend skuldastaðan í núlli og Actavis gjaldþrota!Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dags. 20. október 2009 (http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2009/cr09306.pdf) er skuldastaða þjóðarbúsins allt önnur og verri.Í töflu A1 á bls. 60 er sýnd eftirfarandi "Gross external financing need"* (Verg erlend fjármögnunarþörf) Íslands frá 2010 til 2014 í milljörðum dollara:2010    9,4 2011    8,52012    6,9 2013    6,62014    7,8* Skilgreind sem halli á viðskiptajöfnuði plús afborganir af erlendum lánum.Miðað við ca. 6% árlegan vöxt vergrar landsframleiðslu (VLF) á tímabilinu 2010 - 2014 er hlutfall fjármögnunarþarfar af VLF á hverju ári sem hér segir:2010:  74,1%2011:  63,2%2012:  48,6%2013:  44,1%2014:  49,0%Fjármögnunarþörfin fyrir 2010 er tæplega tvöföld nettó skuldastaða þjóðarbúsins á 2. ársfjórðungi 2009 samkvæmt útreikningum Vilhjálms Þorsteinssonar.Augljóslega fær það ekki staðist.Kv.Gunnar  

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 13:32

13 identicon

Eitthvað fór úrskeiðis með uppsetninguna - lesendur verða að ímynda sér greinaskil.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband