Leita í fréttum mbl.is

Aumingja Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn er í brjóstumkennanlegri stöðu en hann hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð gegn skattahækkunum ríkisstjórnar VG og Samfylkingar. Þó að skattahækkanastefna VG og Samfylkingar sé dæmd til að mistakast kemur gagnrýni Sjálfstæðisflokksins úr allra hörðustu átt því að flokkurinn sá jók skatta gríðarlega í sinni tíð þannig að hlutur hins opinbera af þjóðarframleiðslunni varð miklum mun hærri undir lok valdatíðar hans en í upphafi.

Það er líka spurning hvers vegna verið sé að hækka skatta. Er það ekki til að borga kúlulánin og óstjórnina á síðustu árum sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga beinan þátt í , m.a. formaður þingflokks sjálfstæðismanna?

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í allsherjarendurskoðun og það væri miklu nær að flokkurinn beitti sér fyrir auknu frelsi til fiskveiða og meiri tekjuöflunar samfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 10.12.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það sem mér þykir verst í þessum tillögum Sjálfstæðisflokksins er að nú vill flokkurinn seilast inn í lífeyrissjóði landsmanna, séreignasjóðina, og taka þar út 110 milljarða plús 11 milljarða á ári á næstu árum til að ekki þurfi að koma til skattahækkana núna.

Þetta er lásý 2007 lausn. Taka lán inn í framtíðina til að nota í nútímanum.

Mölva á grunnhugsun lífeyrissjóðakerfisins til að við sem berum ábyrgð á stöðu mála þurfum ekki að axla ábyrgð á því sem hér hefur gerst og axla ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem við kölluðum til að stjórna landinu.

Þessi lausn Sjálfstæðisflokksins að seilast í skatttekjurnar af séreignarsparnaðnum virkar þannig að þegar ég eftir 30 ár tek út minn séreignarsparnað þá borga ég engan skatt af honum. Þessar tekjur eru skattlausar og því legg ég ekkert með mér af þessum tekjum inn í reksturinn á samfélaginu.

Lykilinn að þessari skattalausn Sjálfstæðisflokksins byggir á því að aðrir eigi að borga samneysluna, heilsugæsluna og lyfjakostnaðinn fyrir mig þegar ég fer á eftirlaun.

Það á sem sagt að senda reikninginn fyrir afleiðingunum af hruninu á skattgreiðendur framtíðarinnar.

Ég fyrir mína parta segi nei, nú er nóg komið af slíku. Þetta tjón og þessar byrgðar verðum við sjálf að axla nú í dag og drekka þennan bikar í botn á næstu þrem til fimm árum. Þetta gerðist á okkar vak og við eigum að bera á því fulla ábyrgð og axla þessar byrgðar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.12.2009 kl. 16:23

3 identicon

Heyr,heyr gellur úr tómri tunnu

Þessi gagnrýni á rétt á sér.  Þessar skattahækkanir óstjórnarinnar skila engu í kassann, það sjá allir Sigurjón.  Svört atvinnustarfsemi mun aukast til muna og neysla dragast mikið saman.  vonum bara að það styttist í að stjórnin falli því þrátt fyrir mistök Sjálfstæðisflokksin í gegn um tíðina þá er ekkert verra en óstjórnin núna.

Baldur (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já mikið er ég sammála þér hér Baldur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.12.2009 kl. 23:08

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Auðvitað klúðraði Flokkurinn. En þýðir það að allt sem þingmenn hans segja í dag sé ómarktækt? Held ekki. Sá sem ekki vill hlusta á hugmyndir þeirra sem hafa gert hafa mistök í fortíðinni er líklegur til að gera sjálfur mistök í framtíðinni.

Því við skulum muna að mistök eru til að læra af þeim. Ef við hlustum ekki á rödd þeirra sem gert hafa mistök, þá lærum við ekki af mistökum þeirra.

Ég er ekki að segja að það eigi að hlýða skilyrðislaust, heldur bara að benda á að það eigi ekki að útiloka neitt vegna mistaka fortíðar. Að útiloka orð einhverns vegna þess hver hann er, ekki hvað hann er að segja, heitir Ad Hominem og eru í raun rök þess röklausa.

Friðrik. Vissulega munu þessar skattekjur ekki skila sér þegar þú tekur út þinn séreignarlífieyrissparnað. En hvort heldur þú að sé betur í stakk búið efnahagslega, samfélag nútímans eða samfélag framtíðarinnar, til að taka skellinn? Einu rökin sem halda vatni gegn þessu eru þau sem þú nefnir. Þá er í lagi að spyrja: Hvort samfélagið þarf meir á þessum peningi að halda, nútíminn eða samfélagið eftir 20-40 ár?

Í mínum huga er það ekki spurning að við þurfum miklu meir á þessum pening að halda í dag en í framtíðinni. 

Sigurjón Sveinsson, 11.12.2009 kl. 09:59

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er sammála því að skattahækkunarleið ríkisstjórnarinnar er vonlaus en samt sem áður kemur gagnrýni Sjálfstæðisflokksins úr allra hörðustu átt.

Það er alveg rétt að hægt er að læra af mistökum en Sjálfstæðisflokkurinn virðist því miður ekki vera á þeirri leið.  Ef maður hlustar á hugmyndafræðing flokksins til margra ára s.s. Vilhjálm Egilsson sem hefur ráðið ferðinni hvað varðar; kvótakerfið, bankavinavæðinguna, skuldasöfnun þjóðarbúsins og bora göt á eftirlitsstofnanir hins opinbera með fjármálalífinu, þá er á honum að skilja að hann vilji fara nákvæmlega sömu leið aftur og setti Ísland á hausinn.  Leiðin sem slík var ekki vond að hans mati - við vorum bara óheppin.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki megea heyra á það minnst að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu,  auka frelsi til veiða.  Hvernig sem á er litið hefur kvótakerfið mistekist út frá arðsem og afla sem berst á land.   

Sigurjón Þórðarson, 11.12.2009 kl. 10:25

7 identicon

hvað sem gömlum syndum líður þá príssar maður sig sæla fyrir andstöðu sjálfsæðisflokkinn í dag sem er í baráttu ásamt framsóknaflokki gegn ruglinu í flokkum núverandi stjórnar. Og hvað gera þeir sem eru komnir í þrot að styðja ruglið? jú þeir tuða um fortíðina og halda að það dugi til að fá fólk með sér í að koma ruglinu i gegn!!

Óskar (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 11:37

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Endemis bull er þetta í þér Sigurjón minn. Þú skilur ekki Sjálfstæðisflokkinn enda aldrei komið þar inn fyrir dyr.

Halldór Jónsson, 12.12.2009 kl. 18:53

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Halldór þetta er því miður sannleikurinn - Sjálfstæðisflokkurinn brást algerlega en það sem verra er að flokkurinn virðist ekki vera tilbúinn að breyta og endurskoða stefnu sína s.s. í sjávarútvegsmálum.

Hér er útdráttur úr nýlegri frétt sem segir frá þenslu Sjálfstæðisflokksins á hinu opinbera.

Skattabyrðin jókst mest á Íslandi af OECD ríkjum 1995-2007

mynd

Á síðustu árum hefur hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi verið töluvert yfir meðaltalinu í öðrum ríkjum OECD enda jókst skattbyrðin meira hér á landi en í nokkru öðru ríki á tímabilinu 1995 til 2007, eða úr 31,2% í 40,9%.

http://www.visir.is/article/20091125/VIDSKIPTI06/742658113

Sigurjón Þórðarson, 12.12.2009 kl. 19:48

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Lausnir sjálfstæðisflokksins felast ávalt í einu: misþyrma almenningi.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.12.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband