Leita í fréttum mbl.is

Augljós árangur en samt spurning um líf eða dauða

Það var nokkuð mótsagnakennt viðtalið við forstjóra Hafró í gær á Stöð 2, en þar fullyrti stjórinn að uppbyggingastefnan hefði skilað árangri en samt mátti skilja á honum að allt færi í voða ef veiðar yrðu auknar eitthvað!

Nú er rétt fyrir þjóð sem stendur illa að fara yfir meintan árangur en hann hlýtur að mælast í magni aflans sem berst á land.  Fyrir daga kvótakerfisins var aflinn að meðaltali ríflega 400 þúsund tonn.

Árið 1992 var aflinn kominn niður í 268 þúsund tonn.

Árið 2003 var aflinn kominn niður í 207 þúsund tonn.

Árið 2008 var aflinn kominn niður í 147 þúsund tonn.

Ef að ofangreindar tölur eru til vitnis um mikinn árangur - hvað eru þá mistök?

Í viðtalinu var sömuleiðis fullyrt að fiskurinn væri þyngri en áður en það stangast verulega á við nýjustu ástandsskýrslu Hafró en þar segir orðrétt:

2.1.2. Meðalþyngd og holdafar

Meðalþyngd þorsks eftir aldri hefur lækkað

verulega á síðustu árum og er undir meðaltali í

öllum aldursflokkum (töflur 3.1.2 og 3.1.3). Meðalþyngd

eftir aldri í afla hækkaði hinsvegar nokkuð

árið 2008 miðað við sögulega lága þyngd árið 2007.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvaðan í ósköpunum ætli að þessum mönnum komi draumurinn um stöðugan afla? Ég leyfi mér að fullyrða að þessi bjánaháttur styðst ekki við neinar skráðar heimildir. Og enn vitna ég í annála okkar og árbækur frá þeim tímum þegar "rányrkjan" á miðum Íslands var stunduð með handfærum. Þá héldu Norðlendingar til vetrarvertíða á Suðurlandi í skammdeginu yfir heiðar og hluturinn um vorið gat verið allt frá mörgum hestburðum og niður í fáeina fiska.

Árni Gunnarsson, 24.11.2009 kl. 17:07

2 identicon

Sæll Sigurjón.  Ótrúlegt að sjá að þessi sterka grein þín vekur engin viðbrögð á meðan önnur smærri mál virðast eiga hug íslendinga svo sem heimsóknir á súlustaði ofl.

Þetta mál er stærra í sniðum en icesave og jafnvel stærra í sníðum en bankahrunið.  Ef þorskafli (og annar afli líka) hefur verið skertur að ástæðulausu þá vantar ca 200-300 þús tonn af þorski inn í veiðina.  Það er ekki nema 60 milljarðar á ári að lágmarki og ef margfaldað er með öllum þeim árum sem þetta rugl hefur viðgengist er upphæðin orðin geigvænleg.

Væri veiðin nú 360 þús tonn væri um 10 þús tonna árangur að ræða sem þætti ekki mikill árangur eða einungis 3% árangur á 25 árum.  Að voga sér að tala um árangur þegar veiðin er innan við 150 þús tonn er hámark ósvífninnar. 

 Það er annars ótrúlegt að fjölmiðlar landsins skuli ekki vera tilbúnir til þess að kafa ofaní þessi mál með gagnrýna hugsun að leiðarljósi.  fyrsta spurningin gæti verið; Hvað gerðist í Barentshafinu?  Þar var farið þvert á reglur alþjóða hafrannsóknarráðsins.  Engu að síður er ráðgjöfin þar nú fjórum sinnum hærri en hún var upphaflega - en hér er hún þriðjungur.  Ráðgjöfin eltir sem sagt veiðina þar sem ekki er farið eftir ráðgjöf.  Hvaða skýringar gefur Hafró á því?

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 19:16

3 Smámynd: L.i.ú.

Það er ótrúlegt að stæra sig af þessum árangri. Segir sig sjálft að það hlaut að rofa til eftir svona rosalegan niðurskurð. En að forstjóri Hafró hæli sér en ekki náttúrunnifyrir það segir allt sem segja þarf um hugarfarið á Skúlagötunni.

Það versta er að það eru hverfandi líkur á að þessi 2008 árgangur komi sterkur inní veiðina. Það verður búið að svelta hann eða éta eftir 3-4 ár ef þessari vitleysisstefnu verður fram haldið.

L.i.ú., 25.11.2009 kl. 00:53

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er nokkuð snúið að átta sig á því hvers vegna fjölmiðlar fjalli með gagnrýnni hætti um nýtingarstefnuna., en það var að vísu einhver umfjöllun í DV um daginn. 

Eflaust er auðveldara skrúfa frá krananum en að skoða þetta ekki ofan í kjölinn. Örugglega spilar einnig inn í að einu hagsmunasamtökin sem hafa verið verulega gagnrýnin á nýtingarstefnuna er Smábátafélagið á meðan önnur s.s. LÍÚ hafa ekki viljað rugga neinu af ótta við að missa einhverja hlutdeild í síminnkandi mengi.

Sigurjón Þórðarson, 25.11.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband