Leita í fréttum mbl.is

Guðfaðir hrunsins gefur Evrópusambandinu föðurleg ráð

Fyrrum forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson - sá sem einkavinavæddi bankana og fiskimiðin, stóð fyrir umtalsverðri spillingu sem nú er til rannsóknar og hefur nánast komið þjóðinni á hausinn ásamt því að skaða orðspor þjóðarinnar þegar hann lýsti því yfir við annan mann að lýðveldið Ísland styddi innrásina í Írak - sér ástæðu til að vaða fram á ritvöllinn í blaði pólitísks bandamanns síns um árabil. Halldór kvótapabbi vill gefa Evrópusambandinu ráð um hvernig eigi að breyta fiskveiðistefnunni frá og með árinu 2013, og þá eigi að leita í smiðju norrænnar fiskveiðistjórnunar.

Í greininni er m.a. gefið í skyn að stefna Íslendinga og Færeyinga byggi á sömu grunngildum. Það er vitaskuld alrangt en ég er mest hissa á því að íslenska stjórnmálastéttin skuli ekki sjá til þess að fulltrúi nýja Framsóknarflokksins í norrænni samvinnu skuli ekki hafa hægt um sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er ómögulegt ad vera ósammála thér.   Halldór Ásgrímsson er sennilega sá madur sem hefur valdid thjódinni mestum skada.  Thú taldir upp "afrekaskrá" hans.

B 42 (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:15

2 identicon

Átti ad vera "afrek" hans

B 42 (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:16

3 identicon

Rétt og satt Sigurjón. Svo skulum við bæta við Finni nokkrum Ingólfssyni, Valgerði Sverrisdóttur og nokkrum fleiri úr þessum bófaflokki. Að ógleymdu flokkseigendafélaginu. Skyldi nú ekki geta verið að hér sé búið að nefna það lið sem á mesta sök á einkavinavæðingu bankanna?

Pardusdýrið (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:34

4 identicon

Halldór segir t.d.: "Sjálfbærni með tilliti til umhverfis-, félags- og ekki síst efnahagsmála er lykilorð í norrænni sýn á fiskveiðistefnu til framtíðar."

Verðlaun fyrir þann sem sýnt getur fram á að íslenska kvótakerfið hafi reynst félagslega sjálfbært!

Hallgardur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:49

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sammála, þessi ruglustrumpur varð að flýja land undan eigin ruglanda og hefur síðan verið í einhverju tilgangslausu gervidjobbi hjá samsiðblindingjum sínum í Norðurlandaráði.

Baldur Fjölnisson, 18.11.2009 kl. 20:51

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Halldór er framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.Hann fer fyrir norrænu ríkjunum í umræðum um fiskveiðistjórnun við ESB. Það er skrítin tilviljun að norrænu ríkin skuli vera gefa ESB ráð akkúrat þegar það eru að fara í gang aðildarviðræður Íslands og ESB um aðild Íslands.Halldór talaði fyrir aðild Íslands þegar hann var utanríkisráðherra.Þarna gæti legið fiskur undir steini.

Sigurgeir Jónsson, 18.11.2009 kl. 21:04

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Veistu ekki að það er mikill ábyrgðarhluti að vekja upp drauga? Látum þennan gamla bófaforingja hvíla áfram í sistunni.

Sigurður Sveinsson, 19.11.2009 kl. 07:29

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér sýnist sem að guðfaðir hrunsins sé eitthvað vaknaður og farinn að vængja sig í Mogganum. 

Mér finnst það ábyrgðarhluti að láta það óátalið að minna á að stjórnarstefna hans og frændhyglni hefur valdið þjóðinni ómældu tjóni sem landsmennn munu sjá í tugmilljarða hækkuðum álögum - næstu áratugina.  

Sigurjón Þórðarson, 19.11.2009 kl. 09:29

9 Smámynd: Andrés Kristjánsson

"Mér sýnist sem að guðfaðir hrunsins sé eitthvað vaknaður og farinn að vængja sig í Mogganum. "

Það fer ekki á milli mála.

Andrés Kristjánsson, 20.11.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband