11.11.2009 | 22:56
Var Stöð 2 sigað af LÍÚ
Í kvöld var vægast sagt furðuleg umfjöllun í fréttum Stöðvar 2, um frumvarp sem felur í sér smávægilegar breytingar á fiskveiðilöggjöfinni. Fiskveiðilöggjöfin hefur verið afar umdeild og deilur staðið annars vegar um eignarétt á auðlindinni og hins vegar um vafasama fiskveiðiráðgjöf. Í stað þess að fréttamaður Stöðvar 2 setti málið í samhengi við hvort að málið kæmi á móts við jafnræði þegnanna og álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um brot á á atvinnuréttindum sjómanna, þá var lagabreytingin sett í samhengi við að Grétar nokkur Mar hefði keypt sér bát!
LÍÚ hefur tekið þá óskiljanlegu afstöðu að vera móti frumvarpinu þó svo að það feli ekki í sér að það sé verið að skerða nýtingarétt nokkurs félagsmanns LÍÚ. Útbreiðsla skötuselsins hefur breyst frá því að hann var illu heilli settur í kvóta en þá veiddist hann einungis fyrir Suðurlandi. Nú veiðist fiskurinn í miklum mæli fyrir norðan og vestan og er 1.000 tonna aukning aflaheimilda ætlað að mæta breyttu veiðimynstri. Með andstöðu sinni afhjúpast berlega að LÍÚ er að taka afstöðu með afar þröngum sérhagsmunum og á móti þjóðarhagsmunum. Tekjur þjóðarinnar af aflaaukningunni sem barist er gegn er vel á annan milljarð króna árlega og beinar tekjur ríkisins 240 milljónir. LÍÚ ætti að hafa ríkan skilning á að nauðsynlegt er að auka framleiðslu og tekjur ríkisins - nú þegar kúlulánaþegar bíða í röðum eftir afskriftum lána sinna.
Sjónarhorn Stöðvar 2 á þessu litla frumvarpi sem skilar þó dágóðri summu í þjóðarbúið er svo furðulegt að maður hlýtur að spyrja hvort að ágætur fréttamaður Stöðvar 2 hafi orðið fórnarlamb þess að vera sigað af þröngum sérhagsmunasamtökum.
Eitt er víst að ekki var um mjög gagnrýna og hvað þá upplýsandi fréttamennsku að ræða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 1019333
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Innlent
- Getum verið að tala um ár eða áratugi
- Óvenjuleg virkni sem getur leitt til eldgoss
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
Athugasemdir
Þetta er alveg í anda LÍÚ. Það er allt að verða vitlaust út af þessu "maríhænufeti" Jóns en hann er að stíga skref í rétta átt. Þó lítið sé. Alltof lítið. Það gladdi mig að í fréttinni kom fram að þessi kvóti er ekki framseljanlegur= ekkert brask. Engin furða að útgerðarmenn gráti. Það væri þess virði að eyða smá tíma og kanna hvort e-r innan LÍÚ sé jafnvel hluthafi í 365. Kveðja
Þráinn Jökull Elísson, 11.11.2009 kl. 23:27
Og við sem erum að tortryggja bankana! Árið 2004 skrifaði Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður bókina "Fjölmiðlar 2004. Getur þú treyst þeim?" Þar rekur hann einmitt hvernig fjölmiðlar þjóna hagsmunum þeirra sem eiga þá eða greiða þeim fyrir fréttir. Þessi frétt Stöðvar 2 sem byrjaði svona „Grétar Mar neitar því að nýr skötuselskvóti sé klæðskerasaumaður fyrir sig“ er gott dæmi um annað hvort peninga fyrir frétt frá LÍÚ eða nafnlaust símtal fyrir pening....Ætli LÍÚ eigi bæði Stöð 2 og Morgunblaðið?? Það eru fleiri sem keyptu sér báta á sama tíma og Grétar. Afhverju skyldi LÍÚ... nei, afsakið Stöð 2 ekki hafa talað við þá líka?
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 23:31
Þetta er nú meiri fréttahaukurinn þessi Kristján Már. Það er eins og hann sé alltaf að fjalla um fréttir sem hann kann ekkert skil á. Á dögunum tók hann viðtal við fiskifræðing í sambandi við sýktu síldina. Það verður að segjast eins og er að það var skrítnasta viðtal sem eg hef heyrt, og eins og allt hafi verið pantað fyrirfram.
Bjarni Kjartansson, 11.11.2009 kl. 23:43
Sagan af sjúku síldinni er nú sorglega vitlaus. Í mars var hún svo sjúk illa farið holdið að ekki var nokkur leið að nýta hana og veikin sögð ólæknandi. Síðan báurst fréttir af því að veikin hefði mælst í 40% af síldinni og stofninn svo lítill að ekki væri hægt að veiða. Þrátt fyrir að nánast helmingur stofnsins hafi mælst dauðvona þá var stofninn endurreiknaður fyrir nokkru mikið stærri en í sumar og í kjölfarið var gefinn út 40 þús tonna veiðiheimildir.
Annað hvort hefur síld rignt niður eða þá læknast.
Sigurjón Þórðarson, 12.11.2009 kl. 00:05
hvaða hvaða, mér fannst þetta fyndin frétt hjá rauðsól. Grétar greyið var eins og tungl í fyllingu þegar hann viðurkenndi að hafa haft "innherjaupplýsingar" um þessa fyrirhuguðu aukningu. Nú er bara að sjá hverjir fá úthlutað......
Ekki dettur mér til hugar að hrósa Jóni fyrir þessa smjörklípu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.11.2009 kl. 03:36
vertu ekki með þessar lygar alltaf hreint um þessa nefnd sem kennd er við SÞ en er ekkert undir henni og fagnar fjöldamorðum í kínverskum fangelsum.
helmingur nefndarinnar, sá helmingur sem kemur frá löndum þar pyntingar á föngum og málfrelsi er virt að vettugi, fann að upphaflegri úthlutun á kvóta. annað er bara lygi eða uppspuni frá ykkur kvótaandstæðingum. og þetta var álit sem þeir gáfu og ekkert meir. hefur ekkert gild í lögum, reglum eða neinu öðru.
hvernig dæmdi mannréttindardómstóll evrópu um kvótakerfið núna um árið? eða er bara mokað sandi yfir það?
Fannar frá Rifi, 12.11.2009 kl. 14:49
Þetta eru staðreyndir Fannar og það sem er ömurlegt er að íslensk stjórnvöld hafa ekki enn rætt við þá sjómenn sem brotið var á og fengu úrskurð sér í vil. Það vekur sömuleiðis furðu að íslensk stjórnvöld hafi skipað Björgu Thorarensen sem varaformann ESB samninganefndarinnar en hún var staðin af því að rangtúlka álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
http://www.visir.is/article/20080612/SKODANIR04/122655351/1268
Ísland er skuldbundið að virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna Ísland, þar sem árið 1979 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sem heimilaði fullgildingu tveggja alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og hins vegar alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Sáttmálar þessir voru samþykktir á 21. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og komu fyrst til undirritunar 19. desember 1966. Þeir voru undirritaðir af Íslands hálfu 30. desember 1968 en auglýsing um afhendingu tilheyrandi fullgildingarskjala var birt í C-deild Stjórnartíðinda, 28. ágúst 1979, bls. 33 og bls. 73 í sama hefti.
Sigurjón Þórðarson, 12.11.2009 kl. 15:08
enn reyniru að halda í þessa nefnd sem ályktar að í lagi sé að taka fólk af lífi og ályktar ekki gegn pyntingum.
Fannar frá Rifi, 12.11.2009 kl. 15:32
Eins og þú veist fullvel, Sigurjón þá virða aðrar þjóðir ekki þessa svokölluðu Mannréttindanefnd að neinu og minnst þær þjóðir sem voru í meirihluta við að samþykka þetta álit um íslensku"sjómennina" sem voru ekkert annað en útgerðarmenn á sjó.En eins og allir vita nema þessi meirihluti í nefndinni þá mega íslenskir sjómenn ekki kaupa kvóta til leigu eða til framtíðar, bara útgerðarmenn sem hafa yfir skipi að ráða.Ef íslensk stjórnvöld taka mark á þessi bulli frá þessum ríkjum sem eru í því að kála saklausum þegnum sínum þá verða íslendingar að athlægi á erlendum vettvangi.En Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í vor frá kæru grásleppu útgerðarmanns á hendur Íslenska ríkinu vegna kvótakerfisins.Ekki er annað að sjá samkvæmt því en að það fyrirkomulag sem er hér við stjórn fiskveiða teljist ekki brjóta nein mannréttindi að áliti Mannréttindadómstólsins sem er bindandi dómstóll fyrir Ísland sem þessi svokallaða mannréttindanefd muslimaríkjanna og Kína er ekki.
Sigurgeir Jónsson, 12.11.2009 kl. 15:46
En hvar eru nú þessir andstæðingar kvótakerfisins sem hafa hrópað á torgum að kvótakerfið sé frá djöflinum komið.Nú halda þeir ekki vatni af hrifningu yfir kvóta sem er fénýttur af ríkinu.Enda hefur fyrirgangur þessara manna um andstöðu sína við kvótakerfið aldrei verið neinn, þeir hafa aðeins viljað að ríkið hirti aflaheimildirnar með þjóðnýtingu og leigði þær út og í því ljósi verður að skoða hrifningu þeirra á skötuselskvóta Jóns sem hann ætlar að leigja út fyrir ríkið í R.Vík.
Sigurgeir Jónsson, 12.11.2009 kl. 15:53
því má nú bæta við að þessi nefnd sem Ísland samþykkti að fara eftir 1979 er ekki til lengur. þetta er ný nefnd. gamla nefndin var lögð niður eftir að hafa ályktað að engin þjóðarmörð væru framin í Rúanda og Darfúr. já það er grunnurinn á þessari nefnd sem þú leggur svo mikið mat á. nefnd sem skipuð er meðal annars þjóðum sem þóttu þjóðarmorðin í Darfúr og Rúanda ekkert tiltökumál.
Fannar frá Rifi, 12.11.2009 kl. 17:40
Fannar þetta er nú verulega langsótt hjá þér.
Sigurjón Þórðarson, 12.11.2009 kl. 19:41
Gott kvöld.
Smá hliðarspor.
Í Rúanda létu 800 þús manns lífið, flestir á hryllilegan hátt. Þar var til staðar friðargæslulið SÞ, í umboði Öryggisráðs SÞ. Kanadískur yfirmaður friðargæsluliðsins telur ráðleysi og hik Öryggisráðsins hafa verið afgerandi hversu illa fór.
Íslenskir stjórnmálamenn sóttu fast að ná sæti í þessu ráði. Gera menn sér grein fyrir þvílík fásinna þetta var?
Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 21:11
Það er alltaf jafn dapurlegt að sjá það sem við eigum að kalla málsmetandi menn réttlæta óhæfuverk með enn verri óhæfuvekum framin af einhverjum öðrum...
Hallgrímur Guðmundsson, 12.11.2009 kl. 21:15
enn hvað kallasta það Hallgrímur þegar menn fara og sækja sér rök og einhver sannindi til manna sem styðja með ráðum og dáðum slíka glæpi gegn mannkyni?
Það er búið að dæma af mannréttindardómsstól evrópu að Íslenska kvótakerfið brjóti engin mannréttindi. þetta er kannski eitthvað sem menn reyna að breiða yfir sem eru á móti kvótakerfinu? þannig að tal þitt Hallgrímu er bara þvaður.
Fannar frá Rifi, 13.11.2009 kl. 01:36
Sigurjón. Hvaða nefnd var þetta nákvæmlega sem Íslensk stjórnvöld sögðust taka mark á árið 1979? er hægt að koma með nafn hennar og einhverja staðfestingu á því að alþingi hafi samþykkt þetta?
komdu svo með nafn þessarar nefndar sem þú heldur svo mikið upp á.
vittu til. nöfnin eru ekki þau sömu. nefndin er ekki sú sama. þessi sem er núna er ómerkileg punt nefnd sem hefur ekkert með mannréttindi að gera. hún er til sýnis. svona til þess að þau ríki sem missþyrma íbúum í ríkjum sínum sem hafa aðrar skoðanir en yfirvaldið, geti sagt að þau séu nú svo mikið fyrir mannréttindi.
svona líkt og sovétríkin sálugu sem höfðu fleiri kafla í stjórnarskrám sínum um mannréttindi. kaflar sem voru bara dauður bókstafur.
Fannar frá Rifi, 13.11.2009 kl. 01:40
Fannar þú sem sagt trúir því í alvöru að þetta sé það besta sem völ er á.
Allt annað er vonlaust og ekki þess virði að skoða, er það í alvöru þinn skilningur á þessu?
Hallgrímur Guðmundsson, 13.11.2009 kl. 05:51
Láttu ekki svona Fannar, nefndin var ekki ómerkilegri en svo að íslenska ríkið sá ástæðu til að grípa til varna með ærnum tilkostnaði.
Viðbrögð stjórnvalda við úrskurðinum hafa hins vegar verið fram á þennan dag þjóðinni til skammar - Undarlegast var að fá eiginkonu eins af hæstaréttardómurunum í Vatneyrarmálinu sem álit Mannréttindanefndar SÞ fjallaði um, til þess að leggja mat á álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Í erfiðri málsvörn þinni fyrir því að huns álit Mannréttindanefndar SÞ finnst mér glitta í vissa lítilsvirðingu gagnvart ákveðnum þjóðum sem taka þátt í starfi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Sigurjón Þórðarson, 13.11.2009 kl. 09:34
Ég legg til Sigurjón að þú og útgerðarmaðurinn Grétar Mar farið og kynnið ykkur mannréttindamál í Kína, Íran, Saudi Arabíu og þessara 12 landa sem sömdu þetta svokallaða maqnnréttindaálit.En þið teljið sjálfsagt að þess þurfi ekki því slík er hrifning ykkar af mannréttindum í þesum löndum, þótt það sé þvert á álit þeirra samtaka sem hægt er að kalla raunveruleg samtök sem verja mannréttindi.Ég veit ekki til þess að nein mannréttindasamtök hafi tekið undir þetta bull þessara fulltrúa frá þessum mannréttindabrotaþjóðum um að verið sé að brjóta mannréttindi á íslenskum sjómönnum.Og ekki hafa nein samtök íslenskra sjómanna tekið undir það heldur.Hvorki Sjómannasambandið né Farmanna og fiskimannasambandið.
Sigurgeir Jónsson, 13.11.2009 kl. 13:35
Sjálfur horfði ég á konu hálshöggna á miðju torgi í Jedda í Saudi Arabíu 1978 fyrir engar sakir.Ég veit ekki til þess að neitt hafi breyst þar. Kannski hefur böðullinn verið í mannréttindanefndinni sem samdi álitið.
Sigurgeir Jónsson, 13.11.2009 kl. 13:40
Þessi umræða er lýsandi um það er sem gerir bloggið bæði svo skemmtilegt og í senn fræðandi. Sem dæmi má nefna; að Íslendingar eigi ekki að taka mark á áliti mannréttindanefndar SÞ vegna þess að nefndarmenn koma sumir hverjir frá löndum þar sem mannréttindi séu ekki í hávegum höfð... og ástand mannréttinda sé víða mun verra en hér... og svo eru skelfileg þjóðamorð blandað í umræðuna sem aldrei fyrr.
Þetta er eiginlega alveg jafn magnað og þegar maður er að lesa innlegg frá andstæðingum ESB að þá eru þeir félagarnir Hitler og Stalín sjaldan langt undan.
Atli Hermannsson., 14.11.2009 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.