Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn klaufar

Sjálfstæðismenn hafa ekki verið klókir í málflutningi sínum varðandi Icesave. Í stað þess að svara stjórnarliðum af yfirvegun hafa þeir tekið þátt í lágkúrulegum skylmingum stjórnarliða og svarað í sömu mynt. Í þessum hanaslag hefur t.d. Guðfríður Lilja, sem ég leyfi mér að efast um að hafi sterka sannfæringu fyrir málinu, harðnað í afstöðu sinni með alvondu máli þegar verið er að skrifa upp á efnahagslega aftöku landsins.

Að einhverju leyti má skilja gremju Guðfríðar og að hún missi stjórn á sér þegar hún stendur í orðaskaki við kúlulánaliðið og fyrrum sjóðstjóra í Sjálfstæðisflokknum sem setja sjálf sig á bekk alsaklausra fórnarlamba.

Ef menn ætla að ná árangri í þessu Icesave-máli verður að beita röksemdafærslu og láta þá sem endilega vilja skrifa upp á skuldahalann rökstyðja betur hvað sé svona óskaplega gott við það - bara til þess eins að fá lán þegar það eru einmitt lánin sem eru að sliga samfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér Sigurjón.

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.10.2009 kl. 20:06

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Það er örugglega ekkert gott við skuldahalann ICESAVE, um það hljóta allir að vera sammála. En tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur komu okkur þessari þjóð á þennan skuldaklafa. Ætlar þú að segja eins og Davíð Oddsson forðum að við ætlum ekki að standa við skuldbindingar okkar? Ég kaus ekki tvo fyrrnefnda flokka en meirihluti þjóðarinnar gerði það, þeir fengu völdin og héldu þeim lengi, þeir fengu völdin á fullkomlega lýðræðislegan og löglegan hátt. En þeir einkavinavæddu bankana og komu okkur í þetta skelfilega hrun og af því að meirihluti kjósenda treysti þessum flokkum og afhent þeim völdin, af því  súpum við öll seiðið. Við erum í nákvæmlega sömu stöðu og sá sem af fúsum og frjálsum vilja skrifar upp á skuldabréf og lýsir þar með yfir því að hann taki ábyrgð á endurgreiðslu að fullu ef lántakandinn getur ekki borgað.

Í þessum skelfilegu sporum stöndum við!

Mér finnst þinn málflutningur og ykkar sem hrópa á strætum og gatnamótum að við eigum að neita að borga ICESAVE vera helbert lýðskrum. ábyrgðarleysi og sýndarmennska.

Ef við hlaupum frá þeirri ábyrgð sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, Sigurjón, Halldór, Björgólfarnir og Kjartan Gunnarsson drógu okkur inn án þess að við værum spurð, hvar stöndum við þá?

Það er kominn tími til að þið lýðskrumarar farið að svara því!!!

Sigurður Grétar Guðmundsson, 20.10.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður Grétar, þú gleymir óvart að því virðist í upptalningu þinni á ábyrgðarmönnum Icsaves, Samfylkingunni.  Samfylkingin á mikla sök á því hvernig fór en bankamálaráðherrann kom úr hennar röðum og sömuleiðis stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.  Báðir þessir menn gegna enn veigamiklum embættum fyrir flokkinn.  Ef einhverjir hafa bakað þjóðinni ábyrgð í þessu máli eru það einmitt umræddir, þar sem Jón Sigurðsson svaf á verðinum og var þar að auki í auglýsingabæklingi fyrir Icesave í Hollandi. Björgvin veitti villandi upplýsingar til grunlausra þar til yfirlauk.

Hitt er svo annað mál það er lagaleg óvissa í málina um ábyrgð annars vegar Íslands og svo þeirra landa sem lokuðu ekki Icesavesjoppunni sem höfðu staðfestan grun um vafasaman rekstur og svo hins vegar Evrópusambandsins sem bjó til regluverk sem kom þjóðinni á vonarvöl.

Auðvitað á að láta reyna á og berjast í stað þess að gefast upp og skrifa upp á víxil sem ekki nokkur lifandi leið er að endurgreiða. 

Sigurjón Þórðarson, 20.10.2009 kl. 21:32

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég gleymi engu í minni upptalningu. Þú ert greinilega að slá skildi fyrir Sjálfstæðisflokk  og Framsóknarflokk, það er vitað að þeir sem hafa komist inn á Alþingi vilja gjarnan komast þangað aftur og það má sjá hvar hugur þinn liggur. Það er greinilegt að þú vilt koma höggi Á Samfylkinguna og vissulega var hún í stjórn þegar hrunið skall yfir og Björgvin var bankamálaráðherra. En við vorum á sumrinu 2008 nánast öll meðvirk í því að allt væri í lagi og líklega hefði allt orðið vitlaust af að nokkur stjórnmálamaður hefði vogað sér að taka undir hvassa gagnrýni erlendra aðila svo sem Danske Bank. Ég man ekki eftir því að þú hafir gagnrýnt þróun banka- og peningamála á liðnum árum og varstu þó þingmaður. Ég efa einnig stórlega að þú hefðir staðið þig betur á þessum síðustu mánuðum fyrir og í bankahruninu en Björgvin og Jón Sigurðsson. Það er líka athyglisvert að þú beinir spjótum þínum að formanni stjórnar Fjármáleftirlitsins en ekki að forstjóra þess Jónasi Sjálfstæðismanni, nei þeir eiga víst í þínum augum að vera stikk frí Sjálfstæðismennirnir.

En þú svarar ekki einu orði með nokkrum rökum spurningu minni um hvað við eigum að gera ef við hlaupum frá þessari skelfilegu ICESAVE ábyrgð sem ég beindi til þín, orðagjálfur um að "láta reyna á og berjast í stað þess að gefast upp" er ekkert svar.

Það er auðvelt að vara ábyrgðarlaus gasprari.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 20.10.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður Grétar ég er nú ekki viss um að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn taki svo mjög undir með þér að ég hafi varið miklu púðri í að hlífa þessum hluta Fjórflokksins.

Hvað varðar það að enginn hafi tekið undir gagnrýni á óhefta skuldasöfnun þá vil ég benda þér á eftirfarandi tengla en viðkomandi var alls ekki einn um það heldur komu varnaðarorð frá fleirum en Frjálslynda flokknum.

http://www.althingi.is/altext/raeda/132/rad20060330T105412.html

http://www.althingi.is/raeda/133/rad20070316T204646.html

Ef til vill er ábyrgð Samfylkingarinnar á ástandinu mest fyrir það að hafa gefist upp á málefnalegri gagnrýni á skuldasöfnun, spillingu og einkavinavæðingu á sínum tíma og tók þess í stað að beina umræðunni í aðrar áttir. 

Það er eins og mig minni að Össur karlinn hafi á sínum tíma bent á hætturnar mjög snemma en honum var líklegast sagt að hafa sig hægan og taka þess í stað þátt í veislunni með arabískum prinsum og íslenskum lánavíkingum

Sigurjón Þórðarson, 20.10.2009 kl. 23:18

6 identicon

Heill og sæll; Sigurjón - sem og, þið aðrir, hér á síðu !

Hinn mæti lagnameistari; og jöfur sinna fræða, Sigurður Grétar Guðmundsson (sakna pistla hans, af síðum Mbl. skýrir og greinagóðir, hvað hans sérfag snertir) ætti að minnast hlutdeildar Samfylkingarinnar, í óþverra frjálshyggju Kapítalista tilræðisins, gagnvart okkur Íslendingum, vilji hann vera sjálfum sér samkvæmur. 

Þó; ekki skyldi draga úr, glæpsamlegri ábyrgð B og D lista.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 00:24

7 identicon

Ef menn skyldu ekki hafa áttað sig á því ennþá þá eru óréttmætar, ólöglegar, siðlausar og ofbeldisfullar aðgerðir Breta og Hollendinga árás á Íslenska þjóð. Já-árás á heimalandið Ísland.

Skuldirnar samkvæmt "samnings" óhræsinu sem verið er að neyða upp á okkur eru af þeirri stærðargráðu að Ísland er dæmt til fátæktar næstu ár og áratugi, getur engan vegin boðið upp á sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar auk þess sem sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í voða.

Íslensk þjóð ber enga ábyrgð á einkaskuldum einkafyrirtækis í útlöndum.

Málflutningur Sigurðs Guðmundssonar ber merki um að það eru engin takmörk fyrir því hversu mikil smámenni og gungur menn geta verið:

"Mér finnst þinn málflutningur og ykkar sem hrópa á strætum og gatnamótum að við eigum að neita að borga ICESAVE vera helbert lýðskrum. ábyrgðarleysi og sýndarmennska."

Það er semsagt lýðskrum að berjast gegn niðurlægingu og hagsmunum Íslands og gegn því að lífskjör hér hrapi niður og verði ósamkeppnisfær við nágrannalöndin.

Ég verð mjög hryggur þegar ég heyri svonalagað, þeir eru nefnilega fleiri skoðanabræður SG. Alveg makalaust er að ekki  skuli vera hægt að sameinast um að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum Íslannds nú á ögurstundu. 

Bjarni Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:30

8 identicon

"Að einhverju leyti má skilja gremju Guðfríðar og að hún missi stjórn á sér þegar hún stendur í orðaskaki við kúlulánaliðið og fyrrum sjóðstjóra í Sjálfstæðisflokknum sem setja sjálf sig á bekk alsaklausra fórnarlamba,,

Talandi um að það eigi að skíta fólk út eftir því hvað ættingjar gera eða höfðu ekki gert er ótrúlega lágkúruleg umræða og til skammar.

Á að telja Steingrím óhæfan stjórnmálamann aðþví að hann við hvalveiðar í den en er að vinna á móti þeim í dag?

eða að einn fyrrum þingmaður frjálslinda flokksins er einn stæðsti sóði íslandssögunar í umgengni um fiskveiðiauðlindir okkar(er reyndar óhæfur að mínu viti).

common láttu ekki svona.

Það er einfalt að lokast í því að bera fyrir fólk það neikvæða þegar horft er 18 ár aftur í tímann sérstaklega á tímum sem þessum, en það þarf að halda því til haga að það var ekki létt verk að reisa hér hlutina við eftir vinstri stjorn þar á undan, ekki gleyma því að Ísland var orðið eitt af öflugri ríkjum heims með skóla og heilbrigðis mál ásamt almennri hagsæld að leiðarljósi, síðan eru gerð mistök er varðar bankakerfið og ég geri ekki lítið úr þeim en grunn stefnan var samt að virka og því getur enginn borið í mót en það sem er verið að fara af stað með núna eru höft og skattar kemur okkur bara á byrjunarreid aftur. Það er nefnilega hægt að læra af þessu bankahruni en halda samt ótrauð áfram með það sem var velgert.

Óskar (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 10:00

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óskar, mér finnst þú vera varkár í orðavali um einhver "mistök" í bankakerfinu sérstaklega í ljósi þess að þú gefur í skyn að Guðjón Arnar Kristjánsson sé "stærsti sóði Íslandssögunar í umgengni um fiskveiðiauðindir". 

 Bankarnir voru einkavinavæddir eftir helmingaskiptareglu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeir notaðir síðan til þess að skuldsetja og ræna þjóðina. 

Sigurjón Þórðarson, 21.10.2009 kl. 10:10

10 identicon

Er hann eini skipstjóri Frjálslindaflokksins;)

Óskar (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 11:09

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það vill enginn greiða Icesave.....

en er ekki dálítið seint að bakka þegar fyrrum Seðlabankastjóri, Davíð Oddsson og Fjármálaráðherra Árni Matthiesen hafa ritað nöfn sín undir ábyrgð íslenska ríkisins á láni frá breskum og hollenskum stjórnvöldum ?

Hvaða skilaboð erum við að senda umheiminum ef við segjum að undirskriftir seðlabankastjóra og fjármálaráðherra Íslands séu ómerkar ?

Anna Einarsdóttir, 21.10.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband