Leita í fréttum mbl.is

Eru ekki allir búnir að fá ógeð á Fitch Rating?

Ein aðalfrétt RÚV í kvöld var þess efnis að Fitch Rating varaði við því að tafir á afgreiðslu Icesave frá Alþingi gætu orðið til þess að lánshæfismatið lækkaði. Fólk hlýtur að vera komið með ógeð á matsfyrirtækjunum og greiningardeildum bankanna sem mögnuðu upp verð á bönkunum, jafnvel árið 2008, fölsuð verðmæti sem bankarnir slógu raunveruleg lán út á.

Upplýsingar frá matsfyrirtækjunum voru síðan notaðar til að glepja breska og hollenska sparifjáreigendur til að leggja fjármuni inn á Icesave. Það væri ekki nema sanngjarnt að Fitch garmurinn tæki á sig að greiða þeim bætur sem voru féflettir í stað þess að kostnaðurinn leggist á saklausan íslenskan almenning.

Ríkisstjórnin virðist bæði nota gulrót og svipu til að hvetja landsmenn til að sætta sig við Icesave-ósómann. Það er engin tilviljun að mögulegar afskriftir séu kynntar í dag, að aðgerðir til aðstoðar heimilunum, hugsanleg lækkun stýrivaxta og hin ódýra blekking að út úr Landsbankanum náist 90% upp í Icesave sé notað til að villa um fyrir fólki. Þar að auki er gefið í skyn að allt fari í voða ef ekki verður fallist á Icesave-hörmungina.

Fellur einhver fyrir þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nei, ekki ég og ég tek ekkert mark á þessum Fitch bullukolli.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.10.2009 kl. 23:26

2 identicon

Enn ein aulafærslan, sem gerir mann svartsýnan um að þessi þjóð muni eigi sér nokkurrar viðreisnar von.

Auðvitað er það val hvort menn vilja samþykkja Icesave eða ekki. Það er hins vegar að jafnaði skynsamlegt að vita hvað fylgir hvorum kostinum um sig. Fitchgarmarnir eru ekki að gefa í skyn að hér fari allt í voða. Þeir eru bara að benda á í fullri vinsemd hvað þeir muni líklega gera verði lopinn teygður frekar á Alþingi.

Hvað sem um Fitch má segja í aðdraganda hrunsins, þá hefur þeim aldrei verið brugðið um það fyrr en hér að vera á mála hjá íslenskri vinstristjórn. Hvílikur aulaspuni.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ómar finnst þér ekkert skrítið að það sé betra að lána okkur eftir því sem við verðum skuldugri. Er ekki líka bara gott að það sé fólk í þessu þjóðfélagi sem er gagnrýnið á gerðir stjórnvalda. Var það ekki einmitt hjarðhegðun okkar og trúgirni sem kom okkur í þessi vandræði. Ég tel að Sigurjón sé að hvetja okkur til að vera á varðbergi fyrir áróðri og er það ekki eimmitt það sem við þurfum að ástunda sem ábyrgir borgarar

Helga Þórðardóttir, 21.10.2009 kl. 23:46

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ómar, ekki ætla ég Fitch Rating að vera á mála hjá íslensku stjórnmálastéttinni - miklu frekar hjá Bretum og þeim sem liggur á að drífa sitt fjármagn héðan af landi brott.

Sigurjón Þórðarson, 21.10.2009 kl. 23:46

5 identicon

Helga

Því miður er það stundum svo að til að vinda ofan af miklum skuldum þarf tímabundið að fá lán fyrir afborgunum. Það virkar náttúrlega ekki nema að svo miklu leyti sem heildargreiðslugetan yfir allt tímabilið standi undir því. Því finnst mér ekkert undarlegt að fá lán þótt skuldað sé mikið.

Ég sá engin varnaðarorð í færslu Sigurjóns. Hvað viðbótar"útskýringu" hans hrærir: Það má ekki gleyma því að Fitch og aðrir slíkir lifa á því að meta skuldhæfni ríkja og fyrirtækja. Þeir urðu fyrir miklum álitshnekki í fyrra - og ekki bara gagnvart Íslandi - , en eru nú að reyna að vinna það upp aftur. Ég hef enga trú á öðru en að þeir séu að vinna heiðarlega og án nokkurra undirmála. Allra síst að þeir séu á mála hjá breskum eða fjármagnsflóttamönnum. Það er allavega ekki leiðin til að vinna sér inn traust á nýjan leik.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 00:07

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ómar, mér finnst bara nokkuð jákvætt í ljósi þess að þú sért orðinn svartsýnn á framtíð Íslendinga,  að  þú hafir þó ekki misst trúna á spámennina í Fitch. 

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2009 kl. 00:21

7 identicon

"Drífa sitt fjármagn héðan af landi brott"?

 Er í lagi að við sitjum á annarra manna fjármagni? Ertu ekki kominn út í ógöngur með allan þennan dómsdagsmálflutning þinn? Þarf einhvern Fitch til að skilja að það vill enginn lána óreiðuríki pening!

Myndir þú lána manni sem er annálaður spilafíkill skuldar nágrönnum sínum og neitar að borga þeim eða semja við þá? Þó hann væri bróðir þinn? 

Hvernig komst þú inn á þing svona óábyrgur maður?

Villi (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 00:30

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Villi, mér kemur á óvart að sjá hve Samfylkingarfólk tekur því illa og er sárt yfir því að allir séu því ekki sammála um að greiða alla þá reikning umbúðalaust sem Bretar og Evrópusambandið setja upp. Reikninga sem er jafnvel fyrirséð að börn og barnabört geta ekki staðið í skilum með.

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2009 kl. 07:49

9 identicon

Er ekki svolítið aumt að fela sig bak við börnin eftir að vera búinn að gambla? Sjáðu fyrir þér spilafíklana komandi út úr Gullnámunni organdi og rífandi hár sitt; Ég á börn og barnabörn!

Við getum ekki farið ránshendi um nágrennið og heimtað svo vægð vegna þess að við eigum börn, þegar fórnarlömb okkar vilja sitt til baka. Ef þetta hefði skeð fyrir 200 árum hefðu þeir sent á okkur her.

Villi (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 10:33

10 Smámynd: SeeingRed

Hvernig nokkrur hugsandi maður geti tekið eitthvað mark á greiningardeildum og matsfyrirtækjum eftir allt sem undan hefur gengið er mér illskiljanlegt. Er trúgirninni engin takmörk sett?

SeeingRed, 22.10.2009 kl. 13:15

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

SeeingRed, það er greinilega enn einhverjir á kreiki sem vilja trúa -  ótrúlegt en satt.

Sigurjón Þórðarson, 22.10.2009 kl. 13:36

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég minnist þess ekki að matsfyrirtækin hafi nokkru sinni verið stóru lánadrottnunum til trafala. Lækka matið skömmu áður en lán er tekið til að hækka vextina, eða þannig sko.

Gunnar Skúli Ármannsson, 22.10.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband